Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 105
sem hún lifir einkennist af því að hún vemdar
sjálfa sig gegn öllu óþægilegu, öllum tilfinning-
um, allri umhyggju, allri áhættu, allri ást. Hún
bælir sína eigin sögu, vemdar sig gegn uppmna
sínum og rótum, gegn móður sinni og systur. Og
það er systirin, Marta, sem þvingar Nínu til að
vaka yfir móðurinni.
Sjálfsgreining Nínu felur í sér uppgjör við
Mörtu og í sögunum af formæðrunum má sjá
bæði hliðstæður og andstæður við sögu þeirra
systra. Við hlið Sunnevu (Nínu) stendur hin
skyldurækna Friðmey (Marta) sem elskar Jakob
(Gústa) sem endurgeldur ekki ást hennar. Við
hlið Katrínar (Mörtu) stendur Elín (Nína) sem
hefur brugðist henni og lengra nær sá saman-
burður ekki. Við hlið verkakonunnar Þórdísar
(Mörtu) stendur systirin Mana (Nína), mynd-
listarkonan misheppnaða, snobbuð, henti-
stefnumanneskja — og skáld. En þegar kemur
að síðustu konunum tveimur byrja málin að
flækjast því að bæði Marta og María eru dætur
Þórdísar og gildi hennar eru gildi þeirra beggja
þegar allt kemur til alls. Maríu líka.
Sér til furðu uppgötvar Nína að Marta á til
íroníu, ljóðrænu og missi, hún er ekki bara hin
skyldurækna Marta Biblíunnar, hún er líka
María. Sjálf heitirNína fullu nafni Katrín Sunn-
eva. Og það er eðlilegt að amman, Katrín, sé sú
formæðranna sem hún á verst með að skilja.
„Ég“ og „hinir"
Hvað fær Katrínu til að taka Elínu aftur inn á
heimilið og fá henni sitt eigið nýfædda bam til
fósturs? Katrín gerir þetta gegn vilja manns síns
og Sunnevu gömlu. „Ömurlegt", „svo hallæris-
legt að maður getur ekki einu sinni hlegið“ segir
Nína á stefnumóti þeirra Katrínar í fortíðinni:
. . . hún hlustar ekki þessi stúlka, vill ekki
heyra. Vill ekki skilja hvernig það var, hvem-
ig gleðin flúði og dagamir urðu myrkir og
langir. Hvemig allt gegnsýrðist hægt og hægt
af einhverju annarlegu, einhverjum illum æs-
ingi, skúmkenndum og slepjugum sem límd-
ist við allt, eitraði frá sér, magnaðist, þar til
hann sprengdi af sér öll bönd, eyðilagði eitt-
hvað sem síðan hefúr ekki aftur orðið heilt.
Að þegar svo er komið er ekki lengur um sök
að ræða eða fyrirgefningu heldur eitthvað allt
annað. Ef til vill lífið sjálft. (70-71)
Þegar Katrín stendur andspænis missinum velur
hún lífið í stað þess að velja meiri missi, eyði-
leggja meira.
Franska skáldið og bókmenntafræðingurinn
Héléne Cixous talar um kvenlega og karlmann-
lega afstöðu til ástarinnar (Kritik 71, 1985).
Þegar Cixous talar um „hið kvenlega" vísar hún
til þess að konur hafa í menningu Vesturlanda
verið skoðaðar sem frávik frá hinu eðlilega sem
sé karlmaðurinn og hugarheimur hans. Karl-
mennirnir hafa verið hið „eina“, hið „rétta“ —
konur hafa verið „hinn“ í menningu og heim-
speki. „Hið kvenlega" er þannig staða eða af-
staða sem hefur ekkert með kyn að gera í
kenningum Cixous. Sömuleiðis kallar hún hið
dulvitaða oft „konuna“ á sömu forsendum,
þessi eru þau myrku svæði sem hafa verið bæld
og vísað út úr upplýstri umræðu og hún kallar
raunaralla uppreisn gegn ríkjandi hugsun „kon-
una“.
Kvenleg afstaða til ástarinnar einkennist af
því að hugveran er geld og hefur horfst í augu
við missi sinn. Hún hefur engu að tapa, getur
gefið og elskað af nautn, án einhverra trygg-
inga, án ótta við aðskilnað eða missi. Þessi
afstaða getur viðurkennt að lífið hefur óöryggi
í för með sér en það getur hin karlmannlega
afstaða ekki. Hún er sjálfhverf, afmörkuð og
takmörkuð og miðast við að ná valdi yfir öðr-
um. Hún sparar og safnar en eyðir ekki ástinni.
Þetta er fallísk afstaða sem einkennist af ótta við
geldinguna. ÞettaerafstaðaNínu í upphafi bók-
arinnar Meðan nóttin líður og einkennir fram-
komu hennar við elskhuga sinn.
Svona afstaða stendur í vegi fyrir allri list-
rænni sköpun, öllu örlæti og opnum hug, að
sögn Cixous.
I greininni „Von der Szene des Unbewussten
zur Szene der Geschicte“ (í Das Sexuelle, die
TMM 1992:1
95