Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 24
býr við óvenjulegar heimilisaðstæður, mamma hans er dáin og hann veit ekki hver pabbi hans er. Það má ekki minnast á föð- urinn heima hjá móðursystur Davíðs, þar sem hann elst upp og allt bendir til að pabbi hans sé mannleysa. Þótt allir séu góðir við Davíð á heimilinu vantar hann eitthvað. I skólanum býðst heldur ekkert skjól, þvert á móti er hann lagður þar í einelti og eftir að ráðist er heiftarlega á hann án þess að nokk- ur rétti honum hjálparhönd hættir hann að mæta. Davíð er aðstæðna sinna vegna í svonefndum áhættuhópi, hann sækir í fé- lagsskap töffaraklíkunnar sem keyrir um á mótorhjólum og er í eiturlyfjum og innbrot- um. Persónan Davíð er vel gerð og lesandi lifir sig auðveldlega inn í atburðarásina með Davíð en sér þó að einhverju leyti betur í gegnum það heldur en Davíð sjálfur að klíkan er að notfæra sér hann. Davíð er hætt kominn en allt fer þó vel að lokum. Lausnin er kannski ekki sérlega trúleg en sú besta hugsanlega fyrir Davíð og lesendur gleðjast innilega með honum yfir nýrri og betri framtíð sem blasir við. Þetta er bók sem getur hjálpað unglingum og upplýst ýmislegt um þann raunveruleika sem sumir unglingar búa við og allir þurfa að vita að er til. Enginn getur verið öruggur um að afvegaleiðast ekki í lífinu og ung- lingsárin eru áhættutími. Hinn höfundurinn er Gunnhildur Hrólfs- dóttir sem skrifar bókina Sara (1991), sem segir frá Söru 13 ára. Sara stendur í sömu sporum og margir aðrir íslenskir unglingar þar sem foreldrar hennar eru nýskildir og hún hefur þurft að skipta um skóla í kjölfar þess. Hún verður því viðskila við gömlu félagana og lendir eins og Davíð í vondum félagsskap. Klíkan sem hún lendir í er þó mun saklausari og í henni eru jafnaldrar Söru sem vegna bágra heimilisaðstæðna leiðast út í innbrot og Sara með þeim. Hún er ekki fómarlamb klíkunnar heldur að- stæðna eins og hin. Þrátt fyrir skilnaðinn býr Sara við gott atlæti, bæði mömmu sinn- ar sem hún býr hjá og pabba síns sem lætur sér annt um hana. Það er einmitt þetta góða atlæti sem hjálpar henni til að komast á rétta braut. Sagan er trúverðug og ætti að geta verið lærdómsrík og hjálpað mörgum lesendum þar sem aðstæður Söru eru dæmigerðar fyr- ir svo marga unglinga. Lausnin er raunsæ og byggist á að Sara sjálf með dyggum stuðningi foreldra og svolítilli aðstoð stráksins sem hún er skotin í vinnur sig út úr vandanum. Gunnhildur hefur skrifað bæði fyrir börn 14 TMM 1992:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.