Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 24
býr við óvenjulegar heimilisaðstæður,
mamma hans er dáin og hann veit ekki hver
pabbi hans er. Það má ekki minnast á föð-
urinn heima hjá móðursystur Davíðs, þar
sem hann elst upp og allt bendir til að pabbi
hans sé mannleysa. Þótt allir séu góðir við
Davíð á heimilinu vantar hann eitthvað. I
skólanum býðst heldur ekkert skjól, þvert á
móti er hann lagður þar í einelti og eftir að
ráðist er heiftarlega á hann án þess að nokk-
ur rétti honum hjálparhönd hættir hann að
mæta. Davíð er aðstæðna sinna vegna í
svonefndum áhættuhópi, hann sækir í fé-
lagsskap töffaraklíkunnar sem keyrir um á
mótorhjólum og er í eiturlyfjum og innbrot-
um.
Persónan Davíð er vel gerð og lesandi
lifir sig auðveldlega inn í atburðarásina
með Davíð en sér þó að einhverju leyti
betur í gegnum það heldur en Davíð sjálfur
að klíkan er að notfæra sér hann. Davíð er
hætt kominn en allt fer þó vel að lokum.
Lausnin er kannski ekki sérlega trúleg en sú
besta hugsanlega fyrir Davíð og lesendur
gleðjast innilega með honum yfir nýrri og
betri framtíð sem blasir við.
Þetta er bók sem getur hjálpað unglingum
og upplýst ýmislegt um þann raunveruleika
sem sumir unglingar búa við og allir þurfa
að vita að er til. Enginn getur verið öruggur
um að afvegaleiðast ekki í lífinu og ung-
lingsárin eru áhættutími.
Hinn höfundurinn er Gunnhildur Hrólfs-
dóttir sem skrifar bókina Sara (1991), sem
segir frá Söru 13 ára. Sara stendur í sömu
sporum og margir aðrir íslenskir unglingar
þar sem foreldrar hennar eru nýskildir og
hún hefur þurft að skipta um skóla í kjölfar
þess. Hún verður því viðskila við gömlu
félagana og lendir eins og Davíð í vondum
félagsskap. Klíkan sem hún lendir í er þó
mun saklausari og í henni eru jafnaldrar
Söru sem vegna bágra heimilisaðstæðna
leiðast út í innbrot og Sara með þeim. Hún
er ekki fómarlamb klíkunnar heldur að-
stæðna eins og hin. Þrátt fyrir skilnaðinn
býr Sara við gott atlæti, bæði mömmu sinn-
ar sem hún býr hjá og pabba síns sem lætur
sér annt um hana. Það er einmitt þetta góða
atlæti sem hjálpar henni til að komast á rétta
braut.
Sagan er trúverðug og ætti að geta verið
lærdómsrík og hjálpað mörgum lesendum
þar sem aðstæður Söru eru dæmigerðar fyr-
ir svo marga unglinga. Lausnin er raunsæ
og byggist á að Sara sjálf með dyggum
stuðningi foreldra og svolítilli aðstoð
stráksins sem hún er skotin í vinnur sig út
úr vandanum.
Gunnhildur hefur skrifað bæði fyrir börn
14
TMM 1992:1