Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 51
en öðrum var þröngvað úr landi. Gömlum bílgarmi, sem ég hafði „keypt“ af undarlegum, sænskum komma handa Júru (svo hét það formsins vegna, aðeins útlendingur mátti kaupa bíl af útlendingi) var stolið eina nóttina. Daginn eftir hafði lögreglan samband við Júru, sagði honum að bfllinn væri fundinn en sá sem ók hefði orðið mannsbani áður. Og hvar varst þú í nótt, lagsi? spurðu þeir. Þetta boðaði ekkert gott. Daginn eftir fór Júra í hollenska sendiráðið sem fór með mál ísraels í Moskvu og bað um það „heimboð frá ættingjum“ sem dugði (ekki í öllum tilvikum þó) til að sovéskir gyðingar fengju að flytja úr landi. Og þá var bflnum skilað og enginn minntist framar á slys eða mannslát. Júra fór til Rómar sem þá var miðstöð útlaga frá Sovétríkjunum og þar fékk hann leyfi til að flytja til Bandaríkjanna. Fyrst kom hann til íslands og ég spurði: Hvers vegna fórstu ekki til ísraels? Þú átt svo marga vini þar. Veistu það, sagði Júra, ég hefði ekki þolað að verða fyrir vonbrigðum með það land. Fyrirheitna landið, hugsaði ég, það er landið sem við eigum ekki að flytja til. Nú var öll fjölskyldan komin úr landi nema sonur Júm sem enn var ungur að árum og bjó hjá móður sinni í Moskvu. Hann var af þeirri kynslóð sem lét sér ekki nægja jiddískar skrýtlur þegar hún rakst á það eina ferðina enn að gyðingar töldust ekki í rússnesku húsi hæfir. Hann lærði hebresku af sjálfum sér, stundaði synagóguna, sökkti sér niður í Talmúd, át hreina fæðu, notaði ekki lyftu og talaði ekki í síma á sabbats- degi. Þegar ég Ioks átti leið austur til Moskvu árið 1988 var hann sjálfur á leið úr landi en bað mig fyrir bók, sem hann hafði miklar mætur á, hebreskt guðfræðirit frá átjándu öld, sem hann var hræddur um að gert yrði upptækt þegar hann færi yfir landamærin. Júru fannst fátt um guðsleit sonar síns: hann er eins og aftur úr miðöldum, strákurinn. Júra gerðist í rauninni hundrað prósent Amríkani eins og oft hendir innflytjendur. This is a Great Country, sagði hann, hvað sem þið þessir evrópsku vinstrimenn eruð að fjasa. Hann fékk vinnu við sitt hæfí í Boston, verkfræðingar frá Rússlandi eru eftirsóttir í Bandaríkj- unum vegna þess að þeir voru vanir að þurfa að beita hugviti sínu og handlagni gegn skorti á ýmsu því tæknidóti sem bandarískir starfsbræður þeirra geta pantað í snatri hjá næsta heildsala. Júra fór líka að vasast í TMM 1992:1 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.