Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Qupperneq 51
en öðrum var þröngvað úr landi. Gömlum bílgarmi, sem ég hafði „keypt“
af undarlegum, sænskum komma handa Júru (svo hét það formsins
vegna, aðeins útlendingur mátti kaupa bíl af útlendingi) var stolið eina
nóttina. Daginn eftir hafði lögreglan samband við Júru, sagði honum að
bfllinn væri fundinn en sá sem ók hefði orðið mannsbani áður. Og hvar
varst þú í nótt, lagsi? spurðu þeir. Þetta boðaði ekkert gott. Daginn eftir
fór Júra í hollenska sendiráðið sem fór með mál ísraels í Moskvu og bað
um það „heimboð frá ættingjum“ sem dugði (ekki í öllum tilvikum þó)
til að sovéskir gyðingar fengju að flytja úr landi. Og þá var bflnum skilað
og enginn minntist framar á slys eða mannslát.
Júra fór til Rómar sem þá var miðstöð útlaga frá Sovétríkjunum og
þar fékk hann leyfi til að flytja til Bandaríkjanna. Fyrst kom hann til
íslands og ég spurði:
Hvers vegna fórstu ekki til ísraels? Þú átt svo marga vini þar.
Veistu það, sagði Júra, ég hefði ekki þolað að verða fyrir vonbrigðum
með það land.
Fyrirheitna landið, hugsaði ég, það er landið sem við eigum ekki að
flytja til.
Nú var öll fjölskyldan komin úr landi nema sonur Júm sem enn var
ungur að árum og bjó hjá móður sinni í Moskvu. Hann var af þeirri
kynslóð sem lét sér ekki nægja jiddískar skrýtlur þegar hún rakst á það
eina ferðina enn að gyðingar töldust ekki í rússnesku húsi hæfir. Hann
lærði hebresku af sjálfum sér, stundaði synagóguna, sökkti sér niður í
Talmúd, át hreina fæðu, notaði ekki lyftu og talaði ekki í síma á sabbats-
degi. Þegar ég Ioks átti leið austur til Moskvu árið 1988 var hann sjálfur
á leið úr landi en bað mig fyrir bók, sem hann hafði miklar mætur á,
hebreskt guðfræðirit frá átjándu öld, sem hann var hræddur um að gert
yrði upptækt þegar hann færi yfir landamærin.
Júru fannst fátt um guðsleit sonar síns: hann er eins og aftur úr
miðöldum, strákurinn. Júra gerðist í rauninni hundrað prósent Amríkani
eins og oft hendir innflytjendur. This is a Great Country, sagði hann, hvað
sem þið þessir evrópsku vinstrimenn eruð að fjasa. Hann fékk vinnu við
sitt hæfí í Boston, verkfræðingar frá Rússlandi eru eftirsóttir í Bandaríkj-
unum vegna þess að þeir voru vanir að þurfa að beita hugviti sínu og
handlagni gegn skorti á ýmsu því tæknidóti sem bandarískir starfsbræður
þeirra geta pantað í snatri hjá næsta heildsala. Júra fór líka að vasast í
TMM 1992:1
41