Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 15
2. Samstaða með börnum og unglingum
Hér er átt við hugmyndafræðilega afstöðu.
Bama- og unglingabókmenntir hafa þá sér-
stöðu að höfundamir em fullorðnir upp-
alendur bamanna og unglinganna sem þeir
skrifa fyrir. Þrátt fyrir þetta er það grund-
vallaratriði að höfundur nái trúnaði við les-
endur á þann hátt að höfundur sé sannarlega
að skrifa um þá reynslu sem það er að vera
barn eða unglingur eða um reynslu sem á
erindi til þeirra á þeirra eigin forsendum en
ekki fullorðinna. Hugmyndafræðilega
verða þá hagsmunir bama og unglinga allt-
af að vera í fyrirrúmi.
3. Vönduð persónusköpun sem auðveldar
samsömun
Fyrstnefndu tvö atriðin auðvelda lesendum
að lifa sig inn í sögupersónur. Hafa þarf í
huga að lestur bama og unglinga á bók-
menntum byggir ævinlega á innlifun eða
samsömun með sögupersónum. Vönduð
persónusköpun sem sýnir undir yfírborð
persónunnar og leyfir lesanda að skyggnast
inn í hugsanir hennar og tilfinningar auð-
veldar samsömun sem er um leið gefandi
fyrir lesandann. En til er auðveldari leið
sem margir afþreyingarhöfundar velja. Það
er að byggja persónusköpun á hetjudraum-
um bama og unglinga. Sögupersónan er þá
látin hafa það útlit og þá eiginleika sem ungt
fólk dreymir um og þar með höfðar hún til
lesandans sem lifir sig inn í atburðarásina
með hetjunni. Svona persónusköpun er oft-
ast grunnfærin og samsömun lesandans nær
engri dýpt og er þar af leiðandi lítið gefandi
fyrir lesandann.
Þá ber að hafa í huga að persónusköpun
sem byggir á írónískri fjarlægð lesanda og
sögupersónu gengur yfirleitt ekki upp fyrr
en lesendur hafa náð þroska fullorðins les-
anda.
4. Efnið höfði til barna eða unglinga og
kotni þeim við
Fullorðið fólk sem ætlar að leggja mat á
barna- og unglingabókmenntir verður að
taka mið af þeim lesendahópi sem bókin er
ætluð. Er efnið líklegt til að höfða til ís-
lenskra unglinga eða barna? — til bekkjar-
ins míns? — til bamsins míns? Því betur
sem maður þekkir hópinn eða einstakling-
inn þeim mun betur getur maður metið
þetta. Reyndir kennarar telja t.d. að íslensk-
ar bækur höfði fremur til krakka í dreifbýli
en krakkar í Reykjavík og stærri kaupstöð-
um vilji alveg eins þýddar sögur e.t. v. vegna
þess að í stórum bæjum er lífið orðið nógu
líkt lífínu í borgum Vesturlanda, þaðan sem
við fáum þýddar bækur. Böm og unglingar
í sveitum og dreifðum byggðum búa við
aðstæður sem ætla má að séu séríslenskari
og um þau þurfa að vera til bækur líka. Það
ber að hafa í huga að íslensk böm em ólík
og hafa ólíkar þarfir og þess vegna þarf að
vera til fjölbreytt lesefni handa þeim, sögur
um böm í sveit, bæ og borg, raunsæjar
bækur og fantasíur o.s.frv.
5. Spennandi
Krakkar vilja oft fyrst og fremst hafa bækur
spennandi. Hraði og spenna í atburðarás
lokka lesandann áfram við lesturinn og nú
segja sálfræðingar að spennan hafí þrosk-
andi gildi svo að halda ber kröfunni um
spennandi bækur hátt á loft. Spennu má líka
ná með dýpt í persónusköpun, örlög sögu-
persónu halda lesanda þá spenntum við
lesturinn. Best er ef saman fer góð persónu-
sköpun og vel byggð, spennandi atburðarás
— gott plott.
TMM 1992:1
5