Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 15
2. Samstaða með börnum og unglingum Hér er átt við hugmyndafræðilega afstöðu. Bama- og unglingabókmenntir hafa þá sér- stöðu að höfundamir em fullorðnir upp- alendur bamanna og unglinganna sem þeir skrifa fyrir. Þrátt fyrir þetta er það grund- vallaratriði að höfundur nái trúnaði við les- endur á þann hátt að höfundur sé sannarlega að skrifa um þá reynslu sem það er að vera barn eða unglingur eða um reynslu sem á erindi til þeirra á þeirra eigin forsendum en ekki fullorðinna. Hugmyndafræðilega verða þá hagsmunir bama og unglinga allt- af að vera í fyrirrúmi. 3. Vönduð persónusköpun sem auðveldar samsömun Fyrstnefndu tvö atriðin auðvelda lesendum að lifa sig inn í sögupersónur. Hafa þarf í huga að lestur bama og unglinga á bók- menntum byggir ævinlega á innlifun eða samsömun með sögupersónum. Vönduð persónusköpun sem sýnir undir yfírborð persónunnar og leyfir lesanda að skyggnast inn í hugsanir hennar og tilfinningar auð- veldar samsömun sem er um leið gefandi fyrir lesandann. En til er auðveldari leið sem margir afþreyingarhöfundar velja. Það er að byggja persónusköpun á hetjudraum- um bama og unglinga. Sögupersónan er þá látin hafa það útlit og þá eiginleika sem ungt fólk dreymir um og þar með höfðar hún til lesandans sem lifir sig inn í atburðarásina með hetjunni. Svona persónusköpun er oft- ast grunnfærin og samsömun lesandans nær engri dýpt og er þar af leiðandi lítið gefandi fyrir lesandann. Þá ber að hafa í huga að persónusköpun sem byggir á írónískri fjarlægð lesanda og sögupersónu gengur yfirleitt ekki upp fyrr en lesendur hafa náð þroska fullorðins les- anda. 4. Efnið höfði til barna eða unglinga og kotni þeim við Fullorðið fólk sem ætlar að leggja mat á barna- og unglingabókmenntir verður að taka mið af þeim lesendahópi sem bókin er ætluð. Er efnið líklegt til að höfða til ís- lenskra unglinga eða barna? — til bekkjar- ins míns? — til bamsins míns? Því betur sem maður þekkir hópinn eða einstakling- inn þeim mun betur getur maður metið þetta. Reyndir kennarar telja t.d. að íslensk- ar bækur höfði fremur til krakka í dreifbýli en krakkar í Reykjavík og stærri kaupstöð- um vilji alveg eins þýddar sögur e.t. v. vegna þess að í stórum bæjum er lífið orðið nógu líkt lífínu í borgum Vesturlanda, þaðan sem við fáum þýddar bækur. Böm og unglingar í sveitum og dreifðum byggðum búa við aðstæður sem ætla má að séu séríslenskari og um þau þurfa að vera til bækur líka. Það ber að hafa í huga að íslensk böm em ólík og hafa ólíkar þarfir og þess vegna þarf að vera til fjölbreytt lesefni handa þeim, sögur um böm í sveit, bæ og borg, raunsæjar bækur og fantasíur o.s.frv. 5. Spennandi Krakkar vilja oft fyrst og fremst hafa bækur spennandi. Hraði og spenna í atburðarás lokka lesandann áfram við lesturinn og nú segja sálfræðingar að spennan hafí þrosk- andi gildi svo að halda ber kröfunni um spennandi bækur hátt á loft. Spennu má líka ná með dýpt í persónusköpun, örlög sögu- persónu halda lesanda þá spenntum við lesturinn. Best er ef saman fer góð persónu- sköpun og vel byggð, spennandi atburðarás — gott plott. TMM 1992:1 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.