Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 80
við módernisma; hér á landi skutu slík módernísk viðhorf fyrst djúpum rótum í verkum Þórbergs Þórðarsonar og Halldórs Kiljans Laxness. í augum lesandans varð sjálf bókin uppspretta frásagnarinnar og höfundurinn eða sögumaðurinn var víðs fjarri. í angist sinni yfir því að vera skildir útundan fóru rithöfundar að láta sögur sínar hverfast um eigin sjálfsvitund. Bókin bauð upp á þann einstæða möguleika fyrir sagna- manninn að halda orðinu endalaust, stunda einræður blaðsíðum saman án þess að sýni- legur áheyrandi fengi rönd við reist. Þannig má segja sem svo að einn þátt módemism- ans megi rekja til þess að höfundar taki í ríkara mæli en áður að vinna með bók- menntir sem sjálfstætt listform í stað þess að endurskapa stemmningu munnlegrar frásagnarlistar í verkum sínum. Skilin á milli munnlegrar orðlistar og rit- listar urðu enn áþreifanlegri í ljóðagerð við upphaf módemismans. Lengi vel eftir að ritlist breiddist út héldu ljóðskáld áfram að yrkja með þeim meðulum sem ætlað var að njóta sín í munnlegum flutningi fyrir áheyr- endum: reglulegri hrynjandi, rími, stuðla- setningu og öðmm þeim einkennum sem við þekkjum úr háttbundinni ljóðlist. Eitt af því sem greinir svokölluð nútímaljóð frá hinum háttbundnu er einmitt að þau eru ort á bók handa lesendum og því hafa hljóm- rænir eiginleikar slíkra ljóða oft vikið til hliðar fyrir þáttum sem eru sýnilegir á blað- síðunni. Líklega hefur þessi þróun komist einna lengst í konkretljóðum þar sem hið prentaða ljóð tekur á sig mynd sem undir- strikar merkingu þess en slíkur merkingar- auki er vitaskuld óhugsandi í munnlegum flutningi hefðbundinna ljóða. I þessu ljósi má hugsa um ljóðasýningar sem haldnar hafa verið á Kjarvalsstöðum undanfama mánuði. Þar eru hin prentuðu ljóð sýnd eins og myndverk og því nokkuð seinheppilegt að sýna einmitt ljóð þess nútímaskálds sem hvað mest hefur nýtt sér hina hljómandi þætti ljóðlistarinnar! Ritvæðing hefur þannig getað átt sinn þátt í að almennur áhugi fyrir ljóðlist hefur dofnað því að fólki fmnst vanta einn meg- inþátt listformsins í nútímaljóð: úrvinnslu á hljómþætti orðanna. Ljóðabækur eru ekki vinsæl söluvara en samt sem áður vill fólk áfram fá sína ljóðlist eins og sjá mátti þegar listaskáldin vondu fylltu samkomuhús um allt land með ljóðaupplestri. Að undanfömu hafa líka ljóðakvöld skálda oft verið fjölsótt í borginni enda þótt sömu skáld selji prent- aðar útgáfur ljóða sinna í smáum upplög- um. Það sem hefur gerst er að fólk vill heyra ljóð en ekki bara lesa þau og má vera að vinsældir ljóðaupplesturs hafi opnað leið. fyrir ýmsar brellur háttbundinnar, munn- legrar ljóðlistar að endumýja kynni sín við kalið brageyra þjóðarinnar. Það er til dæmis athyglisvert að ljóð sem ætluð eru til söngs og nefnast því dægurlagatextar em miklu fastheldnari á fornar skáldskapardyggðir en bóklegur samsetningur skálda; ekki bara hrynjandina sem fylgir tónlistinni heldur líka stuðlasetningu og rímorð. Menn geta svo deilt um hvemig til tekst en þar er ekki við formið að sakast. Rithöfundum varð svo mikið um þá upp- götvun að bókin geymdi allt sem skrifað var, að smám saman fór það að skipta minna máli hvort nokkur maður læsi það sem í bókinni stæði. Menn skrifuðu bara og skrifuðu í von um að uppgötvast síðar. Það hafa líka margir gert eins og franski ný- söguhöfundurinn Robbe-Grillet lýsti ágæt- lega hér á bókmenntahátíð fyrir nokkmm ámm þegar hann sagði frá því hvað bækur 70 TMM 1992:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.