Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 120
leg mynd af myrkri sem skellur yfir blaktandi fána og syngjandi barnakór vefst saman við vísanir til Walts Whitmans, það ljóð er eitt besta ljóð bókarinnar. Enga sérstaka furðu vekur eftir þetta að sjá vitnað til kínverska stórskáldsins Lí Pó en í ljóðinu „Fornleifafundur" (43) finnur ljóðmæl- andi göngustaf skáldsins nálægt Húsafelli, „ .. . meira en / 1200 ára gamlan en / ófúinn og letraðan / táknum úr blá- / móðulandinu". Nafn Lí Pó vekur ekki aðeins upp hugrenningar um austurlenska ljóðlist heldur einnig þá upphafn- ingu hversdagsleikans sem þar er að finna, og áður var minnst á, en í stað vínsins sem Lí Pó orti svo oft um verður annar austrænn drykkur Gyrði hugleikið yrkisefni, nefnilega te. Ljóð- mælandi sötrar „ ... sveitasælu- / te úr frönsku héraði" úr ódýrri „ . . . krús / frá Kína . . ." í ljóðinu „Kvöld nærri útvarpstæki" (37) og eftir söfnun tegrasa svo sem blóðbergs og ljónslappa í ljóðinu „Farið til tegrasa" (64) sjóða feðginin sér te úr grösunum sem „ ... hafa vaxið / undir dökku keilufjalli / sem magnar kynngi / og góðan galdur". Ég þykist finna hér þá virðingu fyrir hversdagslegum viðburðum sem skapar þeim aukið gildi og gæti vísað til aldagamallrar temenningar Kínverja. Það er fólgin í þessari afstöðu sama hugsunin og er að baki fcgurfræði ljóðanna og sagnanna, fágun og ögun sem helst í hendur við það sem við fyrstu sýn virðist hversdagslegt. En textarnir eru um Ieið á sí- felldu iði, þeir skreppa úr höndum lesandans, smjúga undan túlkandanum og fíngert bindiefn- ið sem heldur brotum sagnanna saman virðist geta breytt um form og lögun þegar minnst varir. Ef til vill er á slíkum stundum þegar maður undrast yfir margbreytileika svo ein- faldra og-fágaðra texta best að hella upp á te og minnast ljóðs kínverska skáldsins Uanns Tje (Kínversk Ijóð frá liðnum öldum. Reykjavfk 1973. Þýðandi Helgi Hálfdanarson. Bls. 91): Þú gafst mér ljóð; sem lítinn þakkarvott læt ég nú koma fáein blöð af te; þau eru sprottin framá Klausturfjalli, því afbragðs te skal afbragðs skáldi sent. Og þegar fyllist loftið ljúfum ilmi, lyftir þú bollanum að vörum þér með lokuð augu, og ert í Paradís. Kristján B. Jónasson Bók til að borða Þórarinn Eldjárn. Óðfluga. Forlagið 1991. 32 bls. Þórarinn Eldjárn gaf út þrjár ágætar ljóðabækur 1991, Hina háfleygu moldvörpu, Ort og Óð- fluga. Það er sú síðastnefnda sem hér er til umfjöllunar. Titillinn sjálfur er fyrsta umhugs- unarefnið. Ég kýs hér á eftir að líta á „óðfluga" sem atviksorð og beygi það ekki í föllum, en það gæti auðvitað sem best verið nafnorð, í merkingunni ljóðfluga, fluga óðsins. Þetta er frábær titill og sambærilegur við Hliðin á slétt- unni í margræðni sinni. Fyrir framan kvæðin er næsta umhugsunar- efni. Það er tilvitnun í Kötludraum sem ég finn ekki í mínum útgáfum af því kvæði: Býð eg ekki bögurnar þessar greindum skáldum né göfugum mönnum; börn eru ei vönd að bragsmíði ljóða þau mega þiggja þetta ef vilja. Bókin er sem sagt handa börnum, en ekki þarf að öðru leyti að hirða um hæverskar afsakanir skáldsins. Ljóðin eru öll bundin stuðlum og rími. Fyrir utan venjulega ferhenda bragarhætti kemur Þórarinn sjaldgæfari háttum að, svo sem sonn- ettu, þulu og meira að segja dróttkvæðum hætti. Sú vísa heitir „Egilssaga" og er á þessa leið: Bilað hafði bóla, blóð úr henni flóði. ámátlega aumur 110 TMM 1992:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.