Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 33
þar sama fyrirbæri á ferðinni, sátt lesenda
samtíðarinnar við fomar ófreskjur, tabú
gærdagsins, og leitin að pínulítilli gæsahúð.
Kissinger kemst í hann krappan
Kóbraárásin eftir Anders Bodelsen, í þýð-
ingu Sigurðar Arasonar og Þórdísar Guð-
jónsdóttur, kom út hjá Emi og Örlygi árið
1990. Þetta er yfirveguð og látlaus frásögn
af óvenjulegri lífsreynslu þriggja drengja í
dreifbýli milli stórborga. Sagan er skrifuð
eins og leynilögreglusaga, en undir yfir-
borðinu er hún sálfræðileg hrollvekja. í
stuttu máli komast drengimir að því, að
hryðjuverkamenn ætla að myrða sjálfan
Kissinger þegar hann á leið um hraðbraut-
ina sem liggur milli stórborganna.
Sögufléttan er með afbrigðum hugvitsam-
leg, spennan stigmagnast og heldur lesanda
föngnum, án þess að nokkru sinni sé gripið
til dramatískra stórræða eða flugeldasýn-
inga. Hversdagslegir hlutir fá jafnmikið
vægi í frásögninni og gíslataka og lífsháski
stórmennisins, enda kemur á daginn að það
smæsta ræður úrslitum þegar öllu er á botn-
inn hvolft. Heimur Kóbraárásarinnar er
ekki svarthvítur heimur löggu- og bófa-
hasars, heldur hversdagsleiki í gráu litrófi,
þar sem hryðjuverkamenn eru ekki alvond-
ir. Ekkert er einhlítt. Ekki er allt sem sýnist,
og frá sjónarhóli þeirra er staðan önnur en
sú sem lýst er í fréttum fjölmiðla. Teikni-
myndasögur em jafnsannar fréttum, bara
miklu skemmtilegri. Lesanda veitist þannig
góð innsýn í hugarheim og veruleika
drengjanna þriggja, án þess að höfundur
virðist nokkurn tíma leggja á sig krók til
þess að svo megi verða. Dregin er upp skýr
og trúverðug mynd af þjóðfélagsaðstæðum
og heimilisaðstæðum drengjanna. Þessu er
öllu komið á framfæri á sömu hógværu og
lágstemmdu nótunum. Þessi höfundur hef-
ur fullt vald á viðfangsefni sínu og aðdáun-
arverðan hemil á sjálfum sér.
Hrollvekjan sem kraumar undir spennusög-
unni felst í því, að meinlausir skólastrákar
hafa á valdi sínu líf allra þeirra, sem um
hraðbrautina aka. Það finnst þeim ekkert
tiltökumál, enda eru þeir alltaf að leika sér.
Það eru leikir þeirra, sem bjarga Kissinger
á elleftu stundu og koma í veg fyrir tilræði
hryðjuverkamanna. Leikimir eru líka öfl-
ugra vopn en þau sem hryðjuverkasamtök-
in ráða yfir. Hverjir eru svo þessir mögnuðu
leikir? Hversdagslegustu hlutir sem hægt er
að hugsa sér. Reikningsþraut á leið í skól-
ann, flugdreki, morssendingar milli húsa
TMM 1992:1
23