Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 79
Gísli Sigurðsson Frá formi til frásagnar Munnmenntir, bókmenntasaga og íslenskur sagnaskáldskapur 1980-1990 Sögur eru einfalt fyrirbæri. Þær byggjast á því að einn maður segir öðrum frá einhveiju og ef enginn nennir að hlusta dettur botninn úr öllu saman. Þá hættir sagan að vera sam- ræða og verður að tauti eða muldri í eigin barm, sem er talið merki um létta geðbilun þess sem það stundar. Þetta einfalda form byggist á því að sögumaður verður að halda athygli áheyrenda sinna og fá þá til að halda áfram að hlusta. Ef hann getur það ekki er hann ekki lengur sögumaður. Hann er ekki einu sinni atvinnulaus sögumaður því að sá einn er sögumaður sem segir einhverjum sögur. Hann er bara eins og við hin. Nema hann streitist við, og haldi áfram að tala við sjálfan sig þangað til einhver sýnir þessari sérvisku áhuga og spyr hvað þessi maður sé nú alltaf að segja við sjálfan sig. Þannig er alltaf nokkur von til að sérsinna sögumenn finni smám saman þakkláta áheyrendur ef þeir gefast ekki upp og láta vanafast fólk með fyrirframhugmyndir þagga niður í sér. Sú von er hins vegar ákaflega veik í bijósti þess sögumanns sem getur ekki not- ast við neitt nema talað orð til að miðla sögum sínum. Vilji hann halda stöðu sinni verður hann að segja hefðbundnar sögur með hefðbundnum hætti um hefðbundin viðfangsefni líkt og þáttagerðarmenn í sjónvarpi sem glíma sífellt við það verkefni að halda fólki föstu við sjónvarpstækin og sleppa þeim ekki nema rétt fram í eldhús á meðan við fáum nokkur skilaboð eða upp- lýsingar. Von hins sérsinna sögumanns um að ná til áheyrenda efldist með tilkomu ritlistar. Þá losnuðu sögumenn úr viðjum hefðarinn- ar og frá þeirri kvöð að fullnægja sem flest- um strax. Þeir gátu gefið sögum sínum varanlegt form á skinni og síðan pappír og sett þær saman á þann hátt sem áður var ómögulegt; þeir gátu fitjað upp á nýjungum og gefið sögunum tækifæri til að vinna hylli fordómafullra lesenda smám saman. Sögu- maðurinn breyttist í rithöfund og áheyrand- inn í lesanda. Bókin varð að millilið þessara tveggja manna og höfundar sáu sér leik á borði að gera sagnabókmenntir að ákaflega flóknu fyrirbæri. Á miðöldum og fram á 19. öld litu margir höfundar að vísu svo á að hlutverk bókar- innar væri að vinna úr eða vekja upp stemmningu munnlegrar sagnaskemmtun- ar þar sem sögumaður segir þakklátum áheyrendum sögu líkt og menn minnast úr sögum Jóns Thoroddsen elsta. Síðar áttuðu menn sig á því að bókmenntir höfðu sjálf- stætt gildi og fóru eftir það að vera kenndar TMM 1992:1 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.