Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 52
pólitík og færðist jafnt og þétt til hægri. í einni heimsókn til íslands kvaðst hann vera sósíaldemókrat, í þeirri næstu fussaði hann og sveiaði banda- rískum demókrötum, þessu ábyrgðarlausa frjálslyndispakki, sem skildi ekki að Sovétríkin voru Heimsveldi hins illa. Ronald Reagan var hans maður. Hann fór oft milli borga þar vestra og hélt fyrirlestra hjá allskonar samtökum um það, að Bandaríkjamenn svæfu á verðinum gegn heimskommúnismanum vegna leti, þægindafíknar og fáfræði. Alltaf þegar við hittumst tókum við snarpar brýnur um heimsvandann. Júra hélt því mjög til streitu að sovétkommúnisminn væri höfuðháski mannkynsins. Hann getur ekki breyst, sagði hann. Hann getur ekki tryggt sér framhaldslíf nema með útþenslu og ævintýramennsku í þriðja heim- inum. Ég var satt best að segja í þröngri stöðu í áhlaupum Júru. Því sjálfur hafði ég gefist uppá vonum Médvédevbræðra og annarra slíkra um að sovétkerfinu yrði breytt innanfrá. (Enginn gerði ráð fyrir manni eins og Gorbatsjov, hvað sem menn annars hugsuðu. Nema kannski Frakkinn Raymond Aron, sem spáði því þegar á dögum Krúshjovs að kommúnísk hugmyndafræði mundi þorna upp með tíð og tíma og við taka efnahags- leg nauðsyn á umbótum — og yrði þetta að gerast ofan frá, byrja í Flokknum sjálfum.) Allt breytist, reyndi ég samt að segja. Flokksræðið slappast smám saman og hemaðarmátturinn sovéski er ekki eins mikill og þeir í Penta- gon láta þegar þeir vilja meiri peninga í sinn her. Það er ekki sovétkomm- únisminn sem verður mesti vandi tímans heldur breikkandi gjá milli norðurs og suðurs. Grimmari tvískipting heimsins milli rrkra og fátækra. Og meðferðin á auðlindum heimsins, rányrkjan, græðgin fyrirhyggju- lausa.. . Þið þessir vinstrifólar emð alltaf á harðahlaupum undan því sem mestu skiptir, sagði Júra. Auðvitað er heimurinn stútfullur af vandræðum, hver neitar því? En þau má leysa smátt og smátt ef hægt er að losna við kommúnismann. Hvemig? spurði ég. Viltu fara í stríð? Þú ert sami andskotans þverhausinn alltaf, sagði Júra. Við vomm eitthvað að fjasa um menninguna líka. En það var í annarri lotu og nú sagði Júra: Veistu það, Amjúsha, vandinn er sá að Amríkanar em ekki menning- 42 TMM 1992:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.