Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fatlað fólk greiðir rúmlega sex sinn- um meira fyrir að nýta sér þær 20 ferðir sem þeim standa til boða eft- ir að hafa nýtt sér úthlutun sem nemur 60 ferðum á mánuði með ferðaþjónustu fatlaðra. Sam- kvæmt reglum Reykjavíkur og ná- grannasveitarfélaga má fatlað fólk nýta sér ferðaþjónustu, sem rekin er af strætó á sérútbúnum bílum, 60 sinnum á mánuði og fyrir hverja ferð er greitt hálft strætógjald, 175 krón- ur. Þeir sem eru virkir í félagsstörfum eða vinnu geta hins vegar fengið 20 ferðir aukalega, en hver slík ferð kostar þá 1.100 krónur. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Lands- bjargar, bendir á að 60 ferðir dugi um það bil til að komast til og frá vinnu í hverjum mánuði. Því sé aukalegur kostnaður afar hamlandi fyrir daglegt líf fatlaðs fólks. „Þessar 20 ferðir kosta rúmlega 22 þúsund kr. en allar hinar ferðirnar til samans kosta 10 þúsund kr. Mér finnst Reykjavíkur- borg og hin sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu, að Kópavogi undan- skildum, vera að stinga fatlaða í bakið rétt fyrir jól,“ segir Bergur. Hann tel- ur að mun eðlilegra hefði verið að endurskoða gjaldið fyrir fyrstu 60 ferðirnar. „Þess í stað er valið að borga fyrir þær bakdyramegin með þessu háa gjaldi fyrir hinar ferðirn- ar,“ segir Bergur. Hann segir að raunkostnaður að baki hverri ferð sé 2000- 2500 krónur. „Í reglum hvers sveitarfélags kemur hvergi fram hvernig gjaldið fyrir þessar 20 ferðir er ákveðið. Þarna fá menn bara frítt spil og ætla greinilega að nýta það í botn,“ segir Bergur. Greiða sexfalt gjald  „Stinga fatlaða í bakið rétt fyrir jól“ Bergur Þorri Benjamínsson Morgunblaðið/Sverrir Ferðaþjónusta Strætó sér um rekstur ferðaþjónustu fatlaðra. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Samkvæmt gildandi lögum um tekjuskatt skal í upphafi árs hækka persónuafslátt hvers einstaklings í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði. Á grundvelli þessa verður persónu- afsláttur 610.825 kr. fyrir árið 2015, eða 50.902 kr. að meðaltali á mánuði. Persónuafsláttur einstaklinga hækkar því um 4.848 kr. milli ár- anna 2014 og 2015, eða um 404 kr. á mánuði, og nemur hækkunin 0,8%. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytis. Tekjumiðunarmörk munu hækka um 6,6% og tryggingargjald lækka um 0,1%. Breytingar á barnabótum Nýverið var frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um ýmsar stefnumarkandi skattkerfisbreyt- ingar samþykkt sem lög. Samkvæmt því mun skatthlutfall virðisauka- skatts, bæði almenna þrepið og lægra þrepið, breytast frá og með næstu áramótum. Almenna skatt- hlutfallið í virðisaukaskatti lækkar úr 25,5% í 24% 1. janúar 2015, lægra skatthlutfallið í virðisaukaskatti hækkar úr 7% í 11% 1. janúar 2015 og ýmis ferðatengd þjónusta mun verða skattskyld í lægra þrepi frá og með 1. janúar 2016. Ný lög fela einnig í sér um 16% hækkun á fjárhæðum barnabóta. Til þess að sú hækkun nýtist betur tekjulægri barnafjölskyldum var einnig samþykkt hækkun á tekju- skerðingarhlutföllum um eitt pró- sentustig. Samanlagt munu útgjöld ríkissjóðs vegna greiðslu barnabóta hækka um 1,3 milljarða kr. vegna breytinganna. Sú hækkun er hugsuð sem sérstök mótvægisaðgerð gegn mögulegum áhrifum hærra mat- vælaverðs vegna hækkunar lægra þrepsins í virðisaukaskatti. Persónuafsláttur hækkar um 0,8%  Breytingar á virðisaukaskatti Morgunblaðið/Ómar Breytingar Ný lög fela í sér um 16% hækkun á fjárhæðum barnabóta. NÝ SKARTGRIPALÍNA PURE aurum Bankastræti 4 I sími: 551 2770 Pure aurum, ný glæsileg skartgripalína, úr 18 karata gulli, hvítagulli og demöntum. Frí heimsending af www.aurum.is Vasi (bestow) Hönnuður: Harry Allen sem hlotið margvísleg verðlaun fyrir verk sín. Hjálparhöndin er fyrir lykla, klínk, sápur og annað smálegt. Einnig kjörið undir skartgripi, silkiklúta og jafnvel kerti. Listræn hönnun fyrir vegginn Verð kr. 12.400. Veggfestingar fylgja • Skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja Já takk (grab) Komdu (cmere) Gjörðu svo vel (offer) Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við skiljum því ekki alveg þann andbyr sem þessi uppbygging á starfsendurhæfingu hefur mætt af hálfu stjórnvalda,“ segir Hannes G. Sigurðsson, formaður VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs, en stjórn sjóðsins segir í bréfi til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðis- málaráðherra, að afgreiðsla fjárlaga 2015 hafi staðfest ásetning ríkis- stjórnarinnar um að standa ekki við lög og samninga við aðila vinnu- markaðarins um uppbyggingu starfsendurhæfingar. Í bréfinu kemur fram að framlag ríkisins átti meðal annars að fjár- magna starfsendurhæfingu fyrir þá einstaklinga sem ekki er greitt ið- gjald af til sjóðsins með framlagi frá atvinnurekendum og lífeyrissjóðum. „Ábyrgðin er náttúrulega mest hjá félags- og húsnæðismálaráð- herra. Við höfum verið í viðræðum við embættis- menn ráðuneytis- ins um þetta. Við höfum mætt óbil- gjörnum kröfum um niðurskurð á þessari starfsemi sem við teljum al- gjörlega sannað að hafi borið mjög mikinn árangur hingað til,“ segir Hannes en hann segir heildarkerfi starfsendurhæfingar í hættu. Skilar sér fimmfalt til baka „Ríkið kýs með nýjum lögum að taka ekki þátt í þessari uppbyggingu þrátt fyrir samninga þar um. Þeir samningar höfðu meira að segja ver- ið lögfestir,“ segir hann. Í tilkynn- ingu VIRK kemur fram að árið 2013 hafi verið gert samkomulag um að VIRK tæki yfir samninga velferðar- ráðuneytisins við starfsendurhæf- ingarstöðvar um allt land fyrir um 400 m.kr. á ári. Samkomulagið var gert í trausti þess að ríkið myndi koma að fjármögnun VIRK að einum þriðja hluta eins og lög gera ráð fyr- ir. Í nýsamþykktum fjárlögum 2015 ákvað Alþingi að framlög ríkisins til VIRK yrðu 200 m.kr. á næsta ári. Í tilkynningunni segir jafnframt að engar skýringar sé að finna á þessari fjárhæð í nefndarálitum efnahags- og viðskiptanefndar og engar við- ræður hafi átt sér stað við forsvars- menn VIRK vegna þessarar fjár- hæðar. „Öryrkjar eru orðinn mjög stór hópur. Hér hefur ekki verið nein starfsendurhæfing og fólk hefur bara runnið út af vinnumarkaðinum og inn á örorkulífeyrinn. Til þess er þessi starfsendurhæfing, þannig verður þessi arðsemi til, að fækka þeim sem detta varanlega út af vinnumarkaði,“ segir Hannes og segir að hver króna sem fjárfest er með í starfsendurhæfingu skili sér fimmfalt til baka. Segir samninga svikna  Skorið niður til starfsendurhæfingar Formaður VIRK segir ábyrgðina liggja hjá félags- og húsnæðismálaráðherra Hannes G. Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.