Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 69
MENNING 69 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Ný skáldsaga Ófeigs Sig-urðssonar, Öræfi, er æv-intýralegt ferðalag tilmóts við íslenska nátt- úru og menningu, sagnahefðina og þjóðarsálina. Höfundur hefur í fyrri skáldsögum sínum vakið verðskuld- aða athygli fyrir persónuleg tök á frásagnarforminu, þar sem hann hefur leikið sér að því ögra því á ferskan og líflegan hátt, auk þess sem hann hefur bent á ýmis mein samtímans. Öræfi er rökrétt framhald af þess- um fyrri bókum og hefur Ófeigur í þessari sögu enn tekið langt og kröftugt skref fram á við og festir sig í sessi sem einn markverðasti og frumlegasti höfundur samtímans. Sagan hverfist um Öræfin, öræfi fjölskrúðugra sagnanna gegnum aldirnar og Öræf- in eins og við þekkjum þau í dag með bændum sem ferðamönn- um. Sagan er sögð af aust- urrískum ör- nefnafræðingi, Bernharði Fing- urbjörg, sem hefur haldið í lang- þráðan rannsóknarleiðangur inn á Vatnajökul en skríður síðan illa slas- aður inn í Þjónustumiðstöðina í Skaftafelli. Kvenskörungurinn og dýralæknirinn dr. Lassi gerir að sárum hans, sagar af fót og vanar hann um leið, en Bernharður segir ótrúlega sögu sína sem læknirinn skráir. Bernharður fékk ungur áhuga á Vatnajökli og Öræfunum, sem hann kynntist ungur í National Geograph- ic, en fjölskylda hans tengist svæð- inu líka á ógnvænlegan hátt; höf- undur tengir móður hans við skelfilegt morð sem framið var skammt frá Skaftafelli fyrir nokkr- um áratugum og er fjallað ítarlega um í sögunni. Eins og svo ótalmargt annað. Því helsta einkenni verksins er stórfurðulegt flæðið, hug- myndaflæði og flæði sagna af öllu mögulegu og ómögulegu tagi, úr þjóðsögum sem vísindaritum, traustum heimildum sem skáldsög- um. Höfundur birtir ekki heim- ildaskrá en lýsir hins vegar þegar Bernharður fer í fornbókaverslun við Hverfisgötu og kaupir þar alls- kyns bækur og rit – rit sem greini- lega er unnið úr í textanum. Allt nýt- ist höfundinum við að draga upp þessa djúpu og margræðu mynd af svæðinu og þegar á líður líka fólkinu sem það byggir í dag. Ófeigur vinnur áfram með frá- sagnarhátt sem er lesendum fyrri bóka hans kunnuglegur, texta sem vellur áfram, oft án greinarmerkja, þar sem hver aukasetningin grípur inn í aðra og talað er í belg og biðu. Öræfi er ekki gallalaus saga. Á köflum hefði mátt hemja flæðið bet- ur, stytta og aga; til að mynda hefði mátt stytta annan hluta bókarinnar nokkuð, þar sem segir af kynnum Bernharðs og þriggja Íslendinga á barnum Sirkus í Reykjavík og af dauðarokkurum. Þá er tvítekin lýs- ing á heimsókninni í fornbókaversl- unina, sem virðist óþarfi. Sagan nær hins vegar mögnuðum krafti í þriðja hlutanum þar sem lýst er meðal annars fáranlegan elting- arleik við villifé í jöklinum sem byggist á raunverulegum atburðum. Vinur Bernharðs, Fastagestur, er sá sem gagnrýnir hvað helst og hann liggur ekki á skoðunum sínum um það: „…kynslóðirnar eru fastar í þessum pyntingarforarpytti, við höf- um alltaf útrýmingu að leiðarljósi, það er alltaf eina lausnin, undir okk- ar eigin skuggans óvissu, við út- rýmdum svínastofninum okkar, við útrýmdum nærri því íslenska hund- inum okkar, honum var réttsvo bjargað af útlendingi, geitastofn- inum okkar, hænsnastofninum okk- ar og svona mætti lengi telja, við viljum útrýma refnum og mink- unum, gróðrinum, við þráum í raun að útrýma landinu, okkur sjálfum, og við skömmumst okkar þótt við látum eins og við kunnum ekki að blygðast …Íslendingar eru brengluð veiðiþjóð, skrifar dr. Lassi, gráðug, hrædd og skammsýn…“ (325) Ádeilan á samfélagið og afstöðu Íslendinga til náttúrunnar og fram- tíðarinnar er afar sterk og ekki er annað hægt en að hrífast með í þessu áhrifamikla ferðalagi inn í heim orðanna, sem er undirbyggt á afar hugvitssamlegan hátt með því sem fyrirrennarar höfundarins hafa látið frá sér um heim sögunnar, þar sem allt þarf að lúta lögmálum frá- sagnar eins og haft er eftir hinum fræga Sigurði á Tvískerjum, sem segir að persóna manns sé alltaf röng og ónákvæm og öllum sé lýst vitlaust: „… Þetta eru þjóðsögur, sagði Sigurður, og menning, mikið var sagt og skrifað um Einar í Skaftafelli og skessuna hans, sem sumir telja að hafi ekki verið nein skessa, heldur afbrotamaður sunnan úr Landbroti…“ (275) Morgunblaðið/Kristinn Kröftugur Ófeigur „festir sig í sessi sem einn markverðasti og frumleg- asti höfundur samtímans“. Skáldsaga Öræfi bbbbm Eftir Ófeig Sigurðsson. Mál & menning, 2014. 342 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Brengluð, gráðug, hrædd og skammsýn Þrír ungir mynd- listarmenn hljóta í dag styrk úr Styrktarsjóði Guð- mundu Andr- ésdóttur í Lista- safni Íslands. Styrkinn hljóta þau Anna Hrund Másdóttir, Dagrún Aðalsteinsdóttir og Pétur Már Gunn- arsson. „Þessi styrkur er besta jólagjöfin sem ég hefði getað fengið. Eftir áramót er ég að fara í framhalds- nám til Singapúr að taka master í myndlist og þessi styrkur kemur sér því ótrúlega vel en hann gefur mér svigrúm til að bæði sýna og kynna verkin mín og mæta efn- iskostnaði, jafnframt því að geta stundað námið að fullu,“ segir Dag- rún Aðalsteinsdóttir. Styrkurinn veitir þeim sem hljóta hann aukið svigrúm í námi sínu og listsköpun og segir Dagrún styrk- inn gera námið skilvirkara og nýt- ast sér betur. „Það er mjög flott að hafa þetta í farteskinu og gerir mér kleift að sinna listinni í sumar. Ég stefni á að nota sumarfríið í sýning- arhald og þannig nýtist námið mér að fullu en þetta væri ekki mögu- legt nema vegna þess að þessi styrktarsjóður er til og að ég skuli fá úthlutað úr honum í ár.“ Dagrún segir það einnig mikla viðurkenningu og heiður að fá út- hlutun. „Auðvitað er þetta mikill heiður fyrir mig en ég er frekar ung og útskrifaðist úr Listaháskól- anum með BA-gráðu fyrir ekki nema ári. Þetta án efa gott klapp á bakið og viðurkenning á því sem ég er gera og stefni á að gera.“ Styrktarsjóður Guðmundu Andr- ésdóttur styrkir myndlistarmenn til framhaldsmenntunar en stofnfé sjóðsins er arfur samkvæmt erfða- skrá Guðmundu Andrésdóttur list- málara sem lést árið 2002. Það er Listasafn Íslands sem heldur utan um styrktarsjóðinn og úthlutanir úr honum. vilhjalmur@mbl.is Styrkurinn besta jólagjöfin Anna Hrund Másdóttir Dagrún Aðalsteinsdóttir Pétur Már Gunnarsson H-Berg ehf | S. 565-6500 | hberg@hberg.is | hberg.is Nýjar vörur Sætuefni Vöfflumix Agave síróp dökkt Agave síróp ljóst Kókosolía FRÁBÆR T VERÐ Jólagjafirnar fást í Krumma Gylfaflöt 7 • 112 Reykjavík • 587 8700 Opið virka daga 8:30-18:00, laugard. 11:00-16:00 www.krumma.is 24.700 kr. 22.552 kr. 15.800 kr. 12.500 kr. 15.660 kr. 8.900 kr. 5.800 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.