Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 16
VIÐTAL Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is „Starfsfólk flestra framhaldsskóla landsins er að undirbúa þessar breytingar, það er að segja að nám til stúdentsprófs taki al- mennt þrjú ár í stað fjögurra. Nauðsynlegri undirbúningsvinnu lýkur væntanlega síðar í vetur, þar sem mennta- og menningar- málaráðuneytið þarf að sam- þykkja nýjar námskrár skólanna til stúdentsprófs. Einhverjir skól- ar koma til með að fresta þessum breytingum, en langflestir stíga væntanlega skrefið til fulls í þess- um efnum frá og með næsta hausti,“ segir Hjalti Jón Sveins- son, skólameistari Verkmennta- skólans á Akureyri. Hann er jafn- framt formaður Skólameistarafélags Íslands og Félags íslenskra framhaldsskóla. Hjalti segir að nokkrir skólar bjóði nú þegar upp á þriggja ára nám, svo sem Kvennaskólinn í Reykjavík, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ og Menntaskólinn á Tröllaskaga. „Nemendur þessara skóla hafa tekið þessum kosti vel og flestir ljúka náminu á þremur árum. Við vitum hins vegar að ekki geta allir lokið náminu á þessum tíma. Sum- ir nemendur þurfa lengri tíma og ástæðurnar geta verið margvísleg- ar og þess vegna verða skólarnir að gera ráð fyrir því að námið taki ekki í öllum tilvikum þrjú ár. Þetta geta til dæmis verið nem- endur sem ákveða að skipta um braut eftir fyrsta veturinn og þeir sem koma ekki nægilega vel und- irbúnir úr grunnskóla.“ Hvítbókin grundvöllur frekari umræðna Í Hvítbók menntamálaráðherra, sem er ætlað að vera grundvöllur frekari umræðna og samráðs við alla þá sem hag hafa af menntun, er stefnt að því að 60% nem- enda ljúki námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma en hlutfallið er nú liðlega 40%. „Þessu markmiði verði náð með því að endurskipuleggja námstíma og stytta nám til loka- prófa, draga úr brotthvarfi og breyta skipulagi starfsmenntunar. Lagt er til að nám til stúdentsprófs miðist við þriggja ára námstíma og jafnframt verði unnið að styttingu starfsnáms,“ segir í Hvítbók. Hjalti Jón segir flókið og vanda- samt verk að gera nýja námskrá, enda brautir skólanna á margan hátt ólíkar. „Það gefur líka augaleið að stytting námsins um eitt ár kall- ar á breytingar á nánast öllum svið- um. Í mínum skóla hefur þessi vinna verið ákaflega gefandi og skemmtileg og ég er viss um að í kjölfarið opnast nemendum enn fleiri dyr inn í framtíðina. Vissulega eru margir sem hafa efasemdir um styttinguna og við eigum að hlusta á og taka tillit til slíkra radda. Framhaldsskólar landsins gegna margþættu hlutverki, þeir eiga meðal annars að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða öllum nám við hæfi.“ Bitnar á fámennari skólum Hjalti Jón segir að með styttingu námsins fækki námsgreinum sem nemendur taka til stúdentsprófs, námið verði þó áfram fjölbreytt. „Sumir kollegar mínir í bekkjar- skólum fullyrða að þetta verði skref aftur á bak, þeir geti ekki undirbúið nemendur undir háskólanám jafn vel og í núverandi kerfi. Ég get tekið undir þessar áhyggjur stjórn- enda bekkjarskólanna, sem bjóða í flestum tilvikum eingöngu upp á bóknám. Ef við lítum hins vegar á skólana sem bjóða upp á fjölbreytt- ara nám verður fækkun nemenda ekki jafnmikil hlutfallslega. Ég get nefnt minn skóla sem dæmi, við vitum að um þriðjungur nemenda Verkmenntaskólans á Ak- ureyri getur ekki lokið náminu á þremur árum og til þeirra verður að taka fullt tillit.“ Hann segir að rekstur fámennra skóla á landsbyggðinnni verði þungur þar sem erfitt verði að halda faggreinakennurum í fullu starfi. „Sérstaklega þegar sífellt er verið að fara fram á hagræð- ingu í rekstri um leið og gera má ráð fyrir fækkun nemenda vegna styttingar námsins. Ég hef þess vegna áhyggjur af framtíð þessara skóla og við bætist að árgangar næstu ára eru fámennari en und- anfarin ár.“ Hjalti Jón segir að nemendurnir verði alltaf að vera í fyrsta sæti, óháð búsetu. Skólunum beri að veita öllum nemendum á fram- haldsskólastigi aðgang að námi og þess vegna verði að leita leiða til að tryggja skólastarf um land allt. „Umræður um að sameina fá- menna skóla hafa skotið upp koll- inum, en í mínum huga er hyggi- legra að stuðla að auknu samstarfi. Ég sé fyrir mér að litlu skólarnir geti leitað til stóru skól- anna um ýmis mál. Tækninni fleygir fram og við eigum að nýta okkur hana eins og kostur er.“ Eldri nemendur verði ekki útilokaðir Rætt hefur verið um að skerða aðgengi eldri nemenda að bóknámi í framhaldsskólum landsins. „Ég trúi því ekki að þetta verði niðurstaðan, en þetta eru vissu- lega skilaboðin. Ég ætla rétt að vona það að þessir eldri nemendur geti fengið inngöngu, þar sem pláss er fyrir hendi á annað borð. Þeir verða hins vegar ekki í for- gangi. Við höfum mörg dæmi um flotta nemendur sem hafa sest á skólabekk eftir 25 ára aldurinn. Þessum nemendum hefur upp til hópa liðið vel í náminu og kenn- arar segja að þeir hafi góð og já- kvæð áhrif á yngri nemendur. Í mínum huga standa framhalds- skólar á margan hátt á krossgöt- um, en með aukinni samræðu allra um uppbyggingu og starfsemi menntastofnana landsins, kvíði ég ekki framtíðinni.“ Framhaldsskólar á krossgötum  Starfsfólk framhaldsskóla undirbýr þá breytingu að nám til stúdentsprófs taki almennt þrjú ár í stað fjögurra  Formaður Skólameistarafélags Íslands segir að með þessu gætu fleiri dyr opnast fyrir nemendur Ljósmynd/Þröstur Ernir Viðarsson Bjartsýnn Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir að með styttingu náms til stúdentsprófs fækki námsgreinum en námið verði áfram fjölbreytt. Ferðaleikhúsið, sem einnig geng- ur undir nafninu Light Nights, verður með jólaflóamarkað í dag, laugardaginn 20. desember, frá kl. 14-18 á Baldursgötu 37 í Reykjavík. Á boðstólum verður mikið úr- val af fatnaði og skóm, bæði nýj- um og gömlum, ásamt marg- víslegum öðrum varningi, segir í tilkynningu. Jólaflóamarkaður Lokaspretturinn er hafinn hjá Jólaþorpinu í Hafnarfirði og verður opið frá laugardegi til Þorláksmessu. Opnunartíminn um helgina er klukkan12-18 á laugardeginum, 11-18 á sunnudeginum og á mánu- dag og á Þorláksmessu er opið frá 16-21. „Það verður margt girnilegt í söluhúsunum okkar og heilmikil dagskrá á jólasviðinu,“ segir í til- kynningu frá Jólaþorpinu. Jólasveinar verða á svæðinu klukkan 14-16 í dag og verður Grýla kynnir. Kór Öldutúnsskóla kemur fram klukkan 13.30, Gafl- arakórinn klukkan 14 og Stefán Hilmarsson klukkan 14.30. Lokaspretturinn hjá Jólaþorpinu hafinn 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 STUTT Krossgátubók ársins 2015 er komin í verslanir. Þetta er 32. árgangur bókarinnar sem hefur ætíð notið mikilla vinsælda hjá áhugafólki um krossgátur. Krossgátubókin er mikil að vöxt- um, 68 síður, og eru gáturnar bæði fyrir nýliða í fræðunum og þá sem lengra eru komnir. Lausnir ann- arrar hverrar gátu eru aftast í bók- inni. Forsíðumyndin er að venju eftir Brian Pilkington teiknara. Hún er af þekktri persónu, Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbún- aðarráðherra. Krossgátubók ársins 2015 fæst í bókaverslunum og öllum helstu blaðsölustöðum landsins. Útgefandi sem fyrr er Ó.P.-útgáfan, Granda- garði 13, Reykjavík, en eigandi hennar er Ólafur Pálsson. Prent- tækni ehf. prentaði. Krossgátubók árs- ins 2015 komin út Með styttingu framhaldsskóla- námsins fækkar ekki aðeins nem- endum skólanna, starfsfólki fækk- ar líka. Ekki eru þó til nákvæmar tölur í þessum efnum. Hjalti Jón segir að háskólar landsins geri rík- ar kröfur til framhaldskólanna um að búa nemendur sína vel undir háskólanám og þeir eigi líka að gera það. „Með því að þróa kennsluhætti og starfsemina enn frekar, geri ég mér vonir um að styttingin þurfi ekki að bitna á náminu og að nem- endurnir verði vel í stakk búnir til að hefja háskólanám. Það eru viss tímabil á starfstímaframhalds- skólanna sem mætti nýta betur, til dæmis prófamánuðirnir desember og maí, svo ég nefni einhver dæmi en auk þess mun skólaárið lengj- ast aðeins. Sem betur fer hefur samvinna skólastiganna aukist á und- anförnum árum, bæði á milli grunnskóla og framhaldsskóla og framhaldsskóla og háskóla en það mætti vera ennþá meira. “ Aukin samvinna skólastiga NEMENDUM OG STARFSMÖNNUM FÆKKAR 15% afsláttur af tauferðatöskum Sími: 528 8800 drangey.is Smáralind Stofnsett 1934 Töskur Hanskar Seðlaveski Ferðatöskur Tölvutöskur Belti Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta Kíktu inn á drangey.is Ítarlegar upplýsingar www. drangey.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.