Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 ✝ Berglind Eiðs-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 16. nóvember 1974. Hún and- aðist 6. desember 2014. Foreldrar henn- ar eru Eiður Mar- ínósson, f. 1939, d. 2000, og Sig- urborg Engilberts- dóttir, f. 1944, sem býr í Vestmannaeyjum. Systkini Berglindar eru Marín Eiðsdóttir, f. 1962, Eng- ilbert Eiðsson, f. 1964, d. 1984, og Matthildur Eiðs- dóttir, f. 1961, d. 2010. Synir Berg- lindar eru: Alex- ander Freyr Brynjarsson, f. 1993, og Engilbert Egill Stefánsson, f. 1997. Útför Berg- lindar fer fram frá Landa- kirkju í dag, 20. desember 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku frænka og vinkona, ég er hálffrosin ennþá og orðin snúast í hringi í hausnum á mér. Ég vildi óska að þú hefðir vitað hversu góð manneskja þú varst, held að þú hafir aldrei gert þér grein fyrir því. Þú vildir alltaf gera allt fyrir alla, sama hvað, þótt það þýddi að þú þyrftir að breyta plönum þínum. Þú ert sannarlega dóttir Bos- sýjar, góðmenskan og hjalp- semin alltaf, sama hvað. Ég hefði viljað segja svo margt við þig og það nístir hjarta mitt að ég fékk ekki tök á því. Allar minningar mun ég varðveita vel og aldrei gleyma, Gula hættan, rúnturinn niður Laugaveginn 2001, Gabriella sem við sungum hástöfum. Ég vona svo innilega að þér líði vel á þeim stað sem þú ert á núna, með bróður þínum, pabba, systur og fleirum, ég bið þess að þú sért á stað sem þér loksins líður vel á, elsku frænka og vinkona. Ég fylgist með strákunum þínum, alltaf. Það virðist oft svo skrýtið með æðri máttar vald hann velur fyrst þá góðu tekur upp í himnasal og núna ertu farin hví fórstu svona skjótt en vita skaltu ávallt að þín við minnumst dag og nótt ég sakna þín þú veist það vel þú varst mér svo margt. Kveðja, Sigrún Þorvaldsdóttir. Það er ekki auðvelt að setjast niður og ætla að skrifa minn- ingargrein um æskuvinkonu sína, sem er farin frá okkur í blóma lífsins, það er svo margt sem kemur upp í hugann, það er svo margs að minnast um þessa brosmildu, skemmtilegu stelpu sem var heimalningur á heimilinu mínu þegar við vorum ungar stelpur, það væri auð- veldara að draga fram fullt af myndum og sýna öllum hvað þessi fallega stelpa var skemmtileg, góð og falleg. En suma hluti verður maður að telja upp eins og Íslandsmetið okkar Beggu í að labba hring eftir hring eftir hring niðri í bæ heima í Eyjum, það var farið út um leið og kvöldmatur var bú- inn og fórum ekki heim fyrr en við vorum þess fullvissar að við værum einar eftir. Tóta- turns-hamborgararnir og kókó- mjólk klikkar ekki, bryggjusím- inn, rúnturinn með strákunum, fermingardagarnir okkar, ferð- irnar okkar í Féló, spilakassa- kvöldin í OZ, þegar ég og mamma heimsóttum þig „um daginn“ í Eyjum og eldhúsið hjá þér var fullt af snúðum og ilminn af Beggusnúðunum lagði út á bílaplan og að sjálfsögðu fékk ég uppskriftina að þessum dýrindis snúðum, bestu snúðar sem ég hef smakkað, uppskrift- ina mun ég varðveita og koma áfram til þeirra sem vilja. Eyja- kvöldin í bænum. Elsku Begga, það er erfitt að trúa því að ég fái ekki að heyra í hláturmildu stelpunni aftur í símanum, sjá fallega brosið þitt, fallegu stelpuna sem geislaði af gleði í hjarta sínu og vildi öllum vel, en það er til fullt af minn- ingum og myndum um þig sem við getum yljað okkur við. Núna eru pabbi þinn, Eddi bróðir þinn, Ingó og Einar Vil- berg vinir okkar búnir að taka á móti þér opnum örmum, viltu skila kveðju til þeirra allra. Ég gæti haldið endalaust áfram en hér ætla ég að láta staðar num- ið. Í dag verður kveikt á bleiku kerti sem er tileinkað þér, fal- lega okkar. Falleg sál nú farin er, bið Guð um hana að geyma. Sorgin situr í hjarta mér, ég aldrei mun þér gleyma. Frið þú finnur loksins nú, mín elsku kæra vina. Á himni uppi ert það þú, sem passar alla hina. (Benjamín Steinarsson) Elsku Alexander Freyr, Engilbert Egill, Sigurborg, Marín og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum og bið Guð að veita ykkur styrk í þess- ari miklu sorg, minning Beggu lifir sem ljós í lífi okkar um ókomna tíð. Í dag verður kveikt á bleiku kerti sem er tileinkað þér. Kveðja. Þín vinkona Ingibjörg (Inga). Elsku fallegi bleiki engillinn minn. Það eru erfið skref að setjast niður og skrifa minning- argrein um þig, elsku hjartans Begga mín. Ég á þér svo margt að þakka, þú hefur kennt mér svo mikið og verið mér eins og mamma, eins og ég kallaði þig oft þá varstu besta skámamma sem hægt var að eiga. Líf þitt var ekki alltaf dans á rósum en sama hvað bjátaði á þá varstu alltaf tilbúin til að gera hvað sem er fyrir alla. Það eru mörg hjörtu brostin af sorg og stórt skarð sem þú skilur eftir þig sem verður ekki fyllt. Lífið er ósanngjarnt en það besta sem maður á eru minn- ingar og ég er svo heppin að eiga margar og góðar minning- ar um þig, elsku Begga mín. Ég gæti skrifað heila bók um allt sem þú gerðir fyrir mig og allar minningarnar okkar saman. Ég verð þér ævinlega þakklát fyrir allt. Það sem er mér efst í huga eru Þjóðhátíð 2009 og 2010 þar sem þú leyfðir mér og vinum mínum að vera hjá þér. Við vor- um svo velkomin í allt sem var um að vera hjá þér og fjöl- skyldu þinni, kjötsúpa hjá mömmu þinni og alltaf velkom- in í aðal hvíta tjaldið. Það verða erfið skref að vera á Þjóðhátíð án þín. Einnig er ég mikið þakklát fyrir sumarið sem ég bjó í Eyjum og var að vinna, þá heimsótti ég þig mjög reglu- lega. Þú dróst mig upp á Heimaklett og ég á alltaf þá minningu að hafa farið í fyrsta skipti upp á Heimaklett með þér og mun hugsa til þín í hvert skipti sem ég horfi þangað. Við fórum saman í kvennahlaupið það sumar og skemmtum okkur alltaf rosalega vel. Ég gleymi því ekki þegar þú sýndir mér Friends-spólurnar þínar í fyrsta skipti – á VHS. Ég hef ekki hætt að horfa á Friends síðan þá og það minnir mig alltaf á þig. Ég kveð þig með trega, ef ég bara gæti faðmað þig einu sinni enn og sagt þér hversu mikið ég elska þig. Mér þykir sárt að geta ekki fylgt þér síðustu skrefin en ég hugsa til þín á hverjum degi og kveiki á kerti til minningar um þig. Elsku fallega Begga mín mikið sem ég sakna þín. Þungum fréttum er erfitt að kyngja en núna veit ég að englar syngja. Að sakna þín er svo sárt en minning lifir, það er klárt. Allt sem þú kenndir mér er mér allt ég elska þig þúsundfalt. Ég veit þú vakir yfir mér ásamt þínum vinaher. Fallegur engill ert þú nú við sjáumst seinna, það er mín trú. (Tanja Rut Hermansen) Elsku Bossý, Marín, Alex- ander, Engilbert og aðrir að- standendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð við fráfall Berglindar. Hún er engill sem vakir yfir okkur öllum. Elsku Begga mín, mundu bara eitt, ég elska þig skilyrð- islaust. Þú ert í bænum mínum og minningin um einstaka manneskju lifir í hjarta mínu. Þangað til næst. Þín Tanja Rut Hermansen. Elsku hjartans Begga mín, ég hef alltaf átt mjög auðvelt með að skrifa til þín en þetta er í fyrsta sinn sem ég á mjög erf- itt með það. Minningarnar streyma um huga minn og það rifjast upp allt sem við höfum gert í gegnum tíðina saman. Hver hefði trúað því að ég væri að kveðja þig í hinsta sinn þeg- ar ég heyrði í þér síðast? Vá hvað ég er þakklát fyrir þau símtöl sem voru mörg, mjög dýrmæt og þú varst harðákveð- in í að þú ætlaðir sko aldrei að láta neinn komast upp á milli okkar. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þær stundir með þér. Ég geymi þær í hjarta mínu. Hjartað mitt er mölbrotið, sársaukinn óbærilegur og sökn- uðurinn endalaus, bara ef ég reyni eins og ég get að segja ekki þetta orð ef en ég veit í hjarta mínu að þú varst þakklát fyrir allt sem ég gerði fyrir þig og með þér. Þú sagðir einu sinni við mig: „Veistu það, Gunna, þótt ég væri úti í Kína myndir þú bjarga mér.“ Ég ylja mér við þessi orð þín. Við vorum búnar að þekkjast síðan ég var 14 og þú 13 ára, við byrjuðum á að vera penna- vinkonur. Þegar við hittumst í fyrsta sinn var eins og við hefð- um alltaf verið vinkonur, við náðum svo vel saman. Þegar ég kom fyrst til Vestmannaeyja opnuðu foreldrar þínir heimilið ykkar upp á gátt eins og ég væri ein af ykkur. Þau tóku svo vel á móti mér, svo elskuleg og góð við mig. Ég var alltaf vel- komin hvenær sem var. Ég er svo heppin að hafa fengið að kynnast yndislegri fjölskyld- unni þinni. Þegar ég var nýkomin með bílpróf náðum við að suða um að fá bílinn hjá mömmu þinni og pabba lánaðan til að fara á rúntinn, svakalegar pæjur á hvíta station-bílnum, ég var ekki alveg nógu klár í að bakka svo þú fannst lausnina á svip- stundu. Þér fannst tilvalið að keyra bara hringinn í kringum einbýlishús, og við hlógum okk- ur máttlausar af uppátækinu okkar. Ein af mínum uppáhaldsferð- um með þér var til London með Jóa Ragg, við brölluðum mikið saman þar, skelltum okkur á tónleika með Status Quo og George Michael, við vorum agn- dofa hvað þetta voru flottir tón- leikar og við sungum hástöfum með. Arsenal-leikurinn var líka rosalega góður en við misstum af honum því við þurftum að vera á trúnó. Ég geymi í hjarta mínu þær stundir sem við átt- um saman og skoða myndirnar úr þessari ferð sem Jói Ragg er búinn að vera að senda mér. Ef ég myndi rifja upp allt það sem við höfum átt og gert saman myndi það vera efni í heila bók, ef ekki bindi. Þú elskaðir tónlist og áttir rosalega marga geisladiska, vissir allt um tónlist, ég var svo heppin að þú gafst mér marga diska sem voru þín uppáhaldslög, sem ylja mér um hjartarætur á þessum erfiðu tímum. Þegar við fórum í ferðalög þá sást þú tónlistina því enginn gat valið flott lög eins og þú. Ég veit í hjarta mínu að pabbi þinn, Eddi bróðir og allir hinir englarnir taka vel á móti þér og passa upp á þig, bleika, fallega engilinn sem kominn er til himna. Elsku hjartans Alexander, Engilbert, Bossý, Marín, fjöl- skyldur og vinir, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur, megi góð- ur Guð styrkja ykkur og leiða í þessari miklu sorg. Elsku Begga mín, þín verður sárt saknað en minning um frábæra, hjartahlýja, skemmtilega og yndislega vinkonu mun ylja okkur um hjartarætur. Með þínum orðum kveð ég þig, eins og þú sagðir alltaf við mig: „Ég elska þig alveg upp í topp, bestust.“ Þín vinkona að eilífu, Guðrún Ósk Hermansen (Gunna Ósk). Elsku Berglind, fréttir af frá- falli þínu voru okkur ekki auð- veldar, þú varst tekin í blóma lífsins. Það er svo margs að minnast þegar maður rifjar upp tímana í návist þinni. Þú varst Berglind Eiðsdóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson STOFNUÐ 1996 STOFNUÐ 1996 Ástkær faðir okkar, afi og unnusti, PÁLL ÞÓRARINSSON, Hraunbæ 34, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 12. desember. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 22. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á reikn. bræðranna 0113-26-060595, kt. 060595-2599. . Hanna Lára, Ingi Hrafn, Þórarinn Árni og Jón Guðmann Pálsbörn, Ásta Sveinbjörnsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, mágur og svili, PAUL M. SMITH læknir, Dinas Powys, Wales, andaðist föstudaginn 12. desember. Útförin fer fram 5. janúar 2015. . Ragnheiður Ólafsdóttir, Ásta Guðrún Smith, Karl M. Smith, Ástrós Arnardóttir, Karl Skírnisson. Frænka okkar, HILDUR ANNA BJÖRNSSON, Grjótnesi, síðast til heimilis að Hvammi, heimili aldraðra Húsavík, verður jarðsungin frá Snartarstaðakirkju laugardaginn 27. desember klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Flygilvini, tónlistarfélag við Öxarfjörð, kennitala 500305-0370, banka- og reikningsnúmer 1129-05-300070. . Kai, Silke, Leana og Max Krellenberg, Hamborg, Þýskalandi. ✝ Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, Fossvogsbrún 6, Kópavogi, sem lést mánudaginn 8. desember, fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 22. desember kl. 13.00. Sigrún Alda Michaelsdóttir, Guðjón Ágústsson, Bragi Michaelsson, Auður Ingólfsdóttir, Snorri Guðlaugur Tómasson, Jóna Björg Jónsdóttir, Margrét Sigríður Halldórsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskulegur pabbi okkar, tengdapabbi og afi, ÓSKAR HJARTARSON frá Vestmannaeyjum, bílstjóri og bifvélavirki, Sæviðarsundi, Reykjavík, lést 15. desember á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. desember kl. 13.00. . Sigurborg Óskarsdóttir, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Árni Árnason, Hrafnhildur Árnadóttir, Arngunnur Árnadóttir, Valgerður Árnadóttir. Útfararþjónusta Hafnarfjarðar Sími: 565-9775 www.uth.is. uth@simnet.is. Við sjáum um alla þætti útfararinnar. Seljum kistur,krossa og duftker hvert á land sem er. Persónuleg þjónusta. Stapahrauni 5 Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.