Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014
BÆKUR
Innanbúðar í KRON
Í september 1943 sagði ég Axel
deildarstjóra að ég ætlaði að hætta
um næstu mánaðamót og fara í
aðra betur launaða vinnu. Sendi-
sveinslaunin voru ekki til að lifa af,
því að ég var ekki nema 15 ára og
fékk mikið lægri laun en fullorðnir.
Þegar skólar byrjuðu losnuðu oft
pláss í vinnu. Ég vonaðist til að fá
vinnu hjá Hitaveitunni við að grafa
skurði eða við höfnina, en það var
stopul vinna.
Daginn eftir að ég sagði
upp sagði Axel mér að
Guðmundur Ingimars-
son, afgreiðslumaður í
kjötdeildinni, væri að
fara í Samvinnuskól-
ann. Þá vantaði mann í
kjötdeildina þar sem
Einar Eyjólfsson réð
ríkjum. Axel kvaðst
hafa talað við for-
stjóra KRON, Ísleif
Högnason, og fengið
leyfi hans til að ráða
mig sem afgreiðslu-
mann í kjötdeildina
þótt ég væri ekki nema fimm-
tán ára. Ef ég treysti mér til þess
skyldi ég koma í sparifötunum dag-
inn eftir og fá hvítan slopp og ger-
ast afgreiðslumaður í kjötdeildinni.
Þetta var nokkuð sem ég átti alls
ekki von á. Að geta fengið fasta
vinnu innanhúss í björtu og upphit-
uðu húsnæði í stað þess að grafa
skurði með haka og skóflu um há-
veturinn. Frænka sagði að þótt ég
fengi lágt kaup fyrst um sinn væri
mikils virði að fá reynslu sem af-
greiðslumaður í búð.
Ég vann með Guðmundi og Ein-
ari þar til Guðmundur fór í skólann
og þeir virtust ánægðir með mig.
Þeir sáu til þess að ég gleymi aldrei
atviki sem kom fyrir mig á þessum
fyrstu dögum mínum sem af-
greiðslumaður. Ég hló raunar sjálf-
ur að því ekkert síður en þeir.
Það var mikil ös framan við af-
greiðsluborðið og kona nokkur bað
um einn sviðahaus. Þeir voru búnir
í búðinni en nýlega hafði komið full-
ur poki af sviðahausum sem var
frammi á lager. Ég fór með bakka
og náði í nokkra hausa úr pokanum,
en þegar ég kom fram í búðina
mundi ég ekki hvaða konu ég var að
afgreiða, svo að ég lyfti einum
hausnum upp og kallaði:
– Hvar er konan með sviðahaus-
inn?
Það varð augnabliks þögn, en allt
í einu sagði ein konan:
– Ég ætlaði að kaupa
sviðahaus!
Það var eins og
sprengja hefði fall-
ið. Allir ráku upp
skellihlátur og ég
held að ég hafi aldrei
skammast mín eins
mikið. Ég bað konuna
innilega afsökunar og
líklega hefur hún tekið
það gilt, því að hún
keypti hausinn.
Einar Eyjólfsson var
fimm árum eldri en ég
og við vorum tveir í kjöt-
deildinni eftir að Guð-
mundur fór í skólann. Hann pant-
aði inn allar vörur fyrir kjötdeild-
ina. Þá þekktist ekki að vörur
kæmu pakkaðar í verslanirnar og
öllu þurfti því að pakka jafnóðum.
Álegg, svo sem rúllupylsa, hangi-
kjöt og malakoff, kom í heilum
stykkjum og var sneitt niður með
handsnúnum áleggshníf. Mjólk-
urostur kom í heilum stykkjum, 30
og 45 prósent, og fólk keypti smá-
bita í einu sem var pakkað í bréf.
Mysuostur kom í ½ kg pökkum.
Langmest seldist af dilkakjöti. Það
fékkst eingöngu keypt til verslana í
heilum skrokkum og hélst sá háttur
í áratugi eftir það.
Örfáar kjötbúðir í Reykjavík
voru búnar að fá rafmagnskjötsög
og var KRON-búðin á Skólavörðu-
stígnum ein þeirra. Áður var allt
kjöt höggvið með öxi á höggstokk,
eða blokk sem kallað var og stærri
bein söguð með handsög.
Enginn frystir eða kælir var í
búðinni, nema smáskápar í af-
greiðsluborðinu. Öll slög þurfti að
úrbeina og senda í kjötvinnslu og
vel þurfti að passa upp á að kjötvör-
ur skemmdust ekki. Kjöt var saltað
og selt viku seinna sem léttsaltað,
en þá þurfti ekki að útvatna það.
Frá upphafi var það mitt verk,
ásamt öðrum frágangi, að þrífa
kjötsögina. Hún var upphaflega
trésög sem fengin voru sérstök
kjötsagarblöð í og því mjög erfitt
og seinlegt að þrífa allt kjötsagið úr
vélarhlutum sem ekki voru ætlaðir
fyrir kjötsag. Af þessum ástæðum
var ég oft ekki laus úr vinnunni fyrr
en um klukkan hálf átta á kvöldin,
þótt búðinni væri lokað klukkan sex
(nema á föstudögum klukkan átta
og laugardögum klukkan fjögur).
Á mánudögum var mikið minni
kjötsala. Þá var öxin notuð á kjötið
og þurrkaða saltfiskinn (sem var
seldur í öllum kjötbúðum og brytj-
aður niður). Ekki þurfti því að
hreinsa sögina á mánudags-
kvöldum. Mér gekk vel að læra að
nota öxina og gat fljótt höggvið
kótelettur og lærissneiðar.
Svo vel tókst mér að muna verðið
á kjötinu að enn, eftir tæp 70 ár,
man ég að 1 kg af súpukjöti kostaði
6 krónur og 50 aura, læri 7 krónur
og 30 aura og hryggur og kótelett-
ur 7 krónur og 50 aura.
Þetta var áratugum áður en
nokkur vissi hvað plast var. Allt
kjöt var pakkað inn í umbúðapapp-
ír, sem kom í rúllum er voru 40 og
57 sm á breidd, og var smjörpapp-
írsörk látin næst kjötinu.
Fólk var hvatt til að gerast fé-
lagsmenn í KRON. Öll viðskipti
voru stimpluð inn og afhentar
kassakvittanir eða arðmiðar. Eftir
áramót lögðu félagsmenn saman
upphæðir miðanna og skiluðu þeim
á skrifstofuna. Þar var sérstakur
reikningur á nafni hvers fé-
lagsmanns sem viss afsláttur átti
að færast inn á. Næsti aðalfundur
ákvað upphæð afsláttarins í sam-
ræmi við rekstrarafkomu síðasta
árs.
Útborgun átti víst að fara fram ef
menn flyttu af félagssvæðinu eða
dæju. Sumir hirtu ekki miðana, en
aðrir söfnuðu öllum miðum sem
þeir gátu komist yfir. Sumir gengu
hart fram í söfnuninni og létu
krakkana sína hirða alla miða sem
þeir gátu fundið. Enda var fólk
hvatt til að versla í „eigin“ búðum.
Ég vissi á hinn bóginn ekki um
nokkurn mann sem fékk greiðslu úr
þessum sjóði.
Ekki gátu margir státað af því að
eiga ísskáp á þessum árum.
Eitt sinn benti Einar mér á konu
sem stóð í ösinni rétt fyrir lokun.
Hann sagði mér að hún ætti ísskáp
og kæmi alltaf á föstudögum og
segði frá því. Ég fylgdist með þeg-
ar kom að því að afgreiða þessa
konu og það stóð heima — hún
sagði hátt svo að allir heyrðu:
„Ég ætla að kaupa kjötið til helg-
arinnar núna, því að ég á nefnilega
ísskáp.“
Hún kom á hverjum föstudegi og
sagði þetta alltaf.
*
Þegar við Einar vorum búnir að
vera saman í kjötdeildinni í tvo
mánuði og hann var búinn að kenna
mér allt sem þurfti að vita um inn-
kaup, meðferð á kjötvörum, öll þrif
og kassauppgjör til að sjá um kjöt-
deildina, fékk hann sig fluttan í
vefnaðarvörudeildina, sem var á
annarri hæð í sama húsi. Hann
hafði verið búinn að sækja um að fá
sig fluttan áður, en nú taldi hann
mig geta tekið við að sjá um rekst-
urinn ef ég fengi einhvern með
mér.
Þótt samvinna okkar Einars hafi
ekki orðið lengri í þetta skipti átt-
um við síðar eftir að eiga áratuga
samstarf.
Óvön stúlka kom í kjötdeildina í
staðinn, auðvitað töluvert eldri en
ég, svo að hún fékk miklu hærri
laun, þótt ég hefði þurft að sjá um
öll innkaup og rekstur kjötdeild-
arinnar og kenna henni allt.
Það rúma ár sem ég var í kjöt-
deildinni urðu þar töluverð manna-
skipti. Meðal þeirra sem unnu þar
með mér má nefna Gunnar Guð-
mundsson sem síðar rak lengi raf-
tækjaverslun í Domus Medica.
Laufey, dóttir Guðbjargar systur
minnar, vann hjá honum í mörg ár.
Við áttum seinna ágætt samstarf í
félagsmálum kaupmanna. Son-
ardóttir Gunnars er Björk okkar
allra Íslendinga. Þá kom Ásgeir Ás-
geirsson að norðan og vann með
mér í kjötdeildinni um hríð, en
hann varð síðar kaupmaður í Kópa-
vogi.
Og ekki gleymist Baldur Georgs.
Hann var þá þegar orðinn þekktur
sjónhverfingamaður og eftirsóttur
skemmtikraftur. Þær höfðu orð á
því í gamni, sumar frúrnar, að þær
væru hikandi við að láta hann af-
greiða sig, því að búast mætti við
öllu af honum. Það var alltaf létt yf-
ir Baldri.
Á árshátíð KRON 1944 í Odd-
fellowhúsinu voru eins og jafnan
heimatilbúin skemmtiatriði. Þá
lenti ég í að leika á móti Baldri í
grínþætti sem var soðinn saman
nokkrum kvöldum áður og gerði
mikla lukku.
Baldur náði mjög góðum tökum á
búktali og ásamt trébrúðunni
Konna naut hann mikilla vinsælda.
Mér dettur í hug eitt atriði úr þátt-
um þeirra:
Konni: Hvað þýðir „þvert á
móti“?
Baldur: Það er eftir því, í hvaða
sambandi það er. Af hverju ert þú
að spyrja um það?
Konni: Í gærkvöldi gekk ég fram
hjá kjallaraglugga á Njálsgötunni.
Það var myrkur inni og glugginn
var opinn. Þaðan bárust miklar
stunur og óp í kvenmanni. Ég fór
upp að glugganum og kallaði: Er
verið að drepa einhvern hér? Það
var grafarþögn í svolitla stund, en
svo heyrðist karlmannsrödd segja:
Nei, þvert á móti!
Kaupmaður í 40 ár
Í bókinni Kaupmaðurinn á horninu segir Óskar Jóhannsson í Sunnubúð frá þeim
fjórum áratugum sem hann var „kaupmaðurinn á horninu“ í þá daga er mat-
vöruverslanir í Reykjavík töldu um 200 alls. Saga hans er um leið samtímaspegill
og leiftur frá liðnum tíma. Jakob F. Ásgeirsson tók saman. Ugla gefur út.
Jakob F. Ásgeirsson tók saman sögu Óskars Jóhannssonar sem einatt er
kenndur við Sunnubúð. Ferill Óskars sem kaupmanns spannar 40 ár.
Starfsfólk í matvörudeild KRON á Skólavörðustíg tilbúið í slaginn fyrir jóla-
ösina. Fjórði frá vinstri er Björgúlfur deildarstjóri sem var áður hjá Ell-
ingsen. Þarna eru vörur afgreiddar yfir borðið, sem er tímanna tákn.
Þú getur stólað
á Sprota!
Sproti er alhliða stólaröð hönnuð
af Erlu Sólveigu Óskarsdóttur.
Stólarnir eru staflanlegir og fást
í mörgum gerðum og litum.
STOFNAÐ 1956
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
s: 510 7300
www.ag.is