Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Nóg af spennu Leyndarmálið bbmnn Texti: Jo Salmson. Myndir: Natalia Batista. Íslensk þýðing: Anna R. Ingólfsdóttir. Bókabeitan, 2014. 124 bls. Leyndarmálið er fyrsta bókin í bókaröð um seiðfólkið, sem ger- ist á ótilgreindum tíma í ótil- greindum heimi sem svip- ar þó til Evr- ópu á dögum Rómaveldis. Sagan segir frá vinunum Sól, Ariel og Enos. Þau koma úr ólík- um áttum og eiga í raun það eitt sameig- inlegt að búa á herragarði sem kallast bara setrið. Straumhvörf verða í lífi þeirra þegar leyndarmál varðandi Sól kemur í ljós. Það er ekki mikill texti í bókinni og hún er því fljótlesin. Það er þó nóg af spennu þegar líða tekur á bókina og búið er að kynna söguhetj- urnar rækilega fyrir okkur. Manga- legar myndirnar eru líka skemmti- legar. Þetta er kjörin bók fyrir unga og óvana lesendur. Lífleg frásögn Tommi Teits - Undraheimurinn minn bbbmn Myndir og texti: Liz Pichon. Íslensk þýðing: Gerður Kristný. JPV, 2014. 238 bls. Tommi Teits er klár hress strákur í fimmta bekk. Hann er klár í teikn- ingu, spilar á gítar og hrekkir táningssystur sína, svo helstu áhugamál hans séu talin. Megnið af sögunni gerist í skólanum, en það kemur ekki að sök því það er alltaf eitthvað í gangi hjá Tomma í skólanum – hann en einkar lunkinn við að finna nýjar og nýjar leiðir til að klekkja á óvinum sínum um leið og hann reynir að ganga í augun á stelpunni sem hann er skotinn í. Þetta er afskaplega lífleg frásögn og teikningar og ýmislegt skraut lífga upp á hana. Það gerist í sjálfu sér ekki mikið en manni leiðist ekki við lest- urinn. Saga ætluð Selfyssingum Jólasaga úr Ingólfsfjalli bmnnn Texti: María Siggadóttir. Myndir: Ellisif Malmo Bjarnadóttir. Bókasmiðjan, 2014. 39 bls. Þessi bók segir frá því er jólasvein- ar í Ingólfsfjalli vakna og halda á Selfoss að skemmta börnum bæjarins. Í upphafi er sagt frá jólakett- inum og síðan Grýlu og Leppa- lúða þar sem þau undirbúa för drengjanna sinna þrettán í bæinn, elda fyrir þá mat og þrífa af þeim leppana. Þetta er eiginlega bara bók fyrir Selfyssinga, enda koma fyrir í henni fyrirtæki í bænum og per- sónur sem aðrir en íbúar bæjarins þekkja varla; Pylsuvagninn og Sjafnarblóm og svo má telja. Það er ekki mikið spunnið í söguna sjálfa en mynd- irnar eru sumar vel heppnaðar. Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar og þýddar barnabækur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Klár strákur, leyndarmál Sólar og jólasveinar Leyndarmálið „Mangalegar myndirnar eru líka skemmti- legar,“ segir m.a. um Seiðfólkið eftir Salmson og Batista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.