Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 42
sandinn þar til það hverfur niður í
holu, en skömmu síðar hefur vind-
urinn fært sandinn yfir og hér er
eins og ekkert hafi gerst eða geti
gerst.
Svona lítur jörð án manna út.
Sandöldurnar í sunnanverðri
Namibíu verða ekki til úr engu.
Hér suðuraf þar sem Rauðá beljar
til sjávar með sandburð frá Kalah-
ari-eyðimörkinni lengst innanúr í
Botsvana og Suður-Afríku er efn-
isveitan. Rauðá er eins og jökul-
árnar okkar heima. Þegar til sjáv-
ar fellur fer framburðurinn inn í
mót hafstrauma sem skola allan
leir úr sandinum og þyrla frá dýp-
inu inn á strönd Namibíu. Þar
taka álandsvindarnir við og feykja
honum inn í heita mörkina. Sand-
öldurnar hlaðast upp á tugþús-
undum ára og verða mörg hundr-
uð metra háar.
Það eru þessir kraftar eilífð-
arvélanna sem segja að maðurinn
sé skammtímagestur og skipti
engu í því stóra samhengi sem
hrærir lönd og dreifir heimsálfum.
Við hæfi að hér búi planta sem
kallast lifandi steingervingur.
Welwitschia skríður með þykk og
kræklótt blöð um harða mela, ein-
hvern veginn kemst hún af næst-
um vatnslaus og tilveran mæld í
biblíusögulegum einingum: Vís-
indamenn gruna elstu plönturnar
Dauði
Namibíueyðimörkin: Elsta eyði-
mörk í heimi. Hér hefur ekki snjó-
að í 50 milljónir ára. Eða bara
aldrei. Elsta land sem maður legg-
ur að fótum í Afríku, kjarninn í
gamla meginlandinu sem var til
áður en álfurnar tók að reka sund-
ur, fyrir 300-500 milljónum ára.
Dauður skógur í kvos þar sem
sandöldurnar hafa lokað allt af í
1000 ár er hrollvekjandi dæmi um
líf sem dagar uppi og talar beint
inn í samtíma okkar.
Þetta er mannlaus veröld.
Heimurinn eins og hann verður
þegar Móðir Jörð hefur hreinsað
þessa óværu af sér sem mannkyn
er. Í sögunni allri erum við langt
innan skekkjumarka á skeið-
klukku eilífðar, jafn banalt og það
er að segja slíkt þá erum við
menn bara sandkorn í þessari
eyðimörk sem skríður með öldur
sínar og brennandi hita hægt og
bítandi yfir það sem fyrir verður.
Ef það er satt sem vísindamenn
segja þá er jörðin 4,6 milljarða
ára gömul. Setjum það í skilj-
anlegar einingar og gerum hana
46 ára gamla. Saga mannkyns er
þá 4 ár. Tilvera okkar, hins iðn-
vædda manns, nemur þar af einni
mínútu. Á henni eyddum við helm-
ingi skóga á jörðinni. Slíkar fram-
farir má kalla hamfarir.
Dauðinn er reyndar bara á yf-
irborðinu. Í brennheitum sand-
inum eru ótal skordýr, sporð-
drekar, bjöllur, kóngulær – og
flugur flögra framhjá eðlum sem
reyna að éta þær. Hvert kvikyndi
hefur sérhæft sig í að lifa af ein-
hverju öðru, því ef hinn hæfasti
kemst af einhvers staðar þá er
það hér. Í fjörutíu til fimmtíu
stiga hita þar sem aldrei rignir
reynir á þróunarkenninguna.
Þokuloftið sem kemur snemma
morguns frá hafinu ber með sér
raka sem skapar skammlífa dögg
á kyrkingslegum smárunna, hana
má sleikja af. Bjalla hefur lært að
lyfta upp óæðri endanum móti
mistrinu til að safna á skelina
dropa sem hnígur í kjaftinn á
henni. Jafnvel stóru dýrin sem
eigra hér um sums staðar hafa að-
lagast: Langhyrningurinn stendur
uppi á sandöldu og lætur þoku-
loftið kæla granir og væta svo
hann geti sleikt útum, eða hann
grefur upp eitthvað sem líkist
fjarskyldum ættingja melónu og
sýgur úr vætuna. Þessi mikla
skepna sem vegur næstum tonn
lifir af í 47 stiga hita. Þegar rignir
mikið inni í landi mörg hundruð
kílómetra í burtu kemur fyrir að
ævafornir farvegir beri vatn inní
mörkina, sögufrægar vinjar bera
þess merki að slíkt gerist reglu-
bundið og þótt árnar gufi bara
upp halda jarðlögin raka um hríð
– og næra stöku tré. Smávaxnir
eðlufætur og skott mynda strik í
um að hafa spírað sem fræ um það
leyti sem lítið sveinbarn kom í
heiminn í fjárhúsi í Betlehem fyrir
2000 árum.
Norðan við sand er Leikvöllur
guðanna. Ógnarstór grjótfjöll
teikna mynstur inn í sólsetrið.
Hvalstórir steinar eins og hráviði
og í hrúgum hver upp af annari.
Sandar á milli og stöku antilópul-
undir, skuggar af eyðimerk-
urljónum í stjörnum prýddri nótt-
inni en með morgninum
þunglamalegar fílahjarðir eins og
lambaspörð innan um grjótið.
Þetta jarðrask er sagt frá þeim
Jörð án
manna
Það er óhætt að segja að landslagið í Namibíueyðimörkinni
sé ólíkt því sem Íslendingar eiga að venjast, enda ekki að
furða. Úrkoma telst næsta óhugsandi á þessum stað sem
mun vera elsta eyðimörk í heimi. Þessi tré tilheyra dauðum
skógi sem er áhrifaríkt dæmi um líf sem dagar upp, eins og
höfundurinn, Stefán Jón Hafstein, kemst að orði.
Afríka – ást við aðra sýn heitir ný bók sem Stefán
Jón Hafstein gefur út og geymir frásögur af litríku
mannlífi og dásamlegri náttúru í Afríku. Hér er kafli
úr bókinni sem fjallar um eyðimörkina í Namibíu
þar sem landslagið er Íslendingum framandi enda í
flestu frábrugðið því sem við eigum að venjast.
Ísland ehf. gefur út. Sögur dreifa.
42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014
BÆKUR
Gjafakort
Argentínu steikhúss
fyrir starfsfólkið eða ástvinina
JÓLAGJÖF
sem bragð er afBarónsstíg 11
101 Reykjavík
Upplýsingar á
argentina.is
eða í síma
551 9555
Dansk julegudstjeneste
holdes i domkirken onsdag den 24. december kl.
15.00 ved pastor María Ágústdóttir.
Danmarks ambassade.