Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 BOURGIE Hönnun: Ferruccio Laviani Bourgie Silfur verð 74.000,- Bourgie Gull verð 106.000,- Bourgie 3ja lita verð 79.000,- Skeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is Jólagjöfin fæst hjá okkur - mikið úrval Mikil áhugakona um íslenskar bók-menntir spurði mig nýlega hvortég væri ekki ánægð með aðGuðni Ágústsson hefði rétt hlut Hallgerðar langbrókar sem legið hefði óbætt hjá garði um aldir. Ég svaraði því til að sú málsvörn væri heldur seint á ferðinni. Til að mynda hefðu nemendur mínir í Versló verið langt á undan honum og þar með rifjaðist upp ein skemmtilegasta kennslustund sem ég man þar innan hirðar. Það vildi þannig til að tveir danskir kenn- arar, sem voru í heimsókn í skólanum, höfðu óskað eftir því að sitja í tíma þar sem fjallað væri um íslenskar fornbókmenntir. Ég gat ekki ímyndað mér að þeir hefðu af því mikla ánægju því að hvorugur þeirra kunni stakt orð í ís- lensku en vísaði þeim þó til sætis hjá fjörmiklum 25 manna bekk sem var að lesa Njálu. Það voru samskipti þeirra Bergþóru og Hallgerðar sem voru til umræðu, húskarlavígin og aðdragandi þeirra. Gestirnir voru boðnir velkomnir en fljótlega gleymdist nærvera þeirra og krakk- arnir fóru að rífast. - Auðvitað átti Bergþóra upptökin, - sagði ein stelpan. - Hún byrjaði á því að móðga Hallgerði þótt hún væri gestur á bænum. Önnur bætti við: - Það var líka alger aumingjaskapur hjá Gunnari að standa ekki með henni og hundskamma hana svo. Sumir strákar gátu ekki setið undir þessu, vildu standa með sínum manni og einn þeirra fullyrti að Hallgerður hefði verið bölv- uð frekja og bara gifst Gunnari til að monta sig af honum og aðrir tóku í sama streng. Við héldum áfram að lesa í bókinni og enn ein stelpan hafði orð á því að höfundur Njálu hefði verið karlremba af verstu sort. Þessari athugasemd fylgdu hávær mótmæli og enn reyndi ég að halda krökkunum við textann og fjalla um sjálf húskarlavígin. - Sjáðu bara, sagði einhver í bekknum. - Þær eru báðar að láta drepa saklausa menn en höfundurinn heldur með Bergþóru með því að láta vígin hennar Hallgerðar líta miklu verr út. - Það er nú bara af því að Hallgerður byrjaði, - gall við í öðrum - og hún hafði miklu verri málstað. Röggsamasta stelpan í bekknum gat ekki setið undir þessari fullyrðingu og henni tókst jafnvel að fá nokkra stráka á sitt band. Og kennslustundinni lauk þannig með hálfgildings sigri Hallgerðar þótt ekki gætu allir beygt sig undir hann. Það var ekki fyrr en í lok tímans sem við tókum eftir gestunum tveim sem sátu hljóðir aftarlega í stofunni og segja má að þar hafi Danir legið í því. - Hvernig er þetta eiginlega hægt? sagði annar þeirra. - Krakkarnir hnakkrífast út af fólki sem var uppi fyrir þúsund árum. - Og það er ekki einu sinni víst að það hafi einhvern tímann verið til sagði hinn, - svona nokkuð gæti aldrei gerst hjá okkur! Ég brosti bara og var upp með mér yfir þeim mætti bókmenntanna okkar að lífga við persónur sem kannski voru aldrei til og gera okkur kleift að endurmeta þær eftir aðstæðum. Hnakkrifist um Hallgerði Tungutak Guðrún Egilson gudrun@verslo.is Maður heitir Alastair Campbell, blaðamaðurog rithöfundur í Bretlandi en þekktastur erhann sem talsmaður Tonys Blairs, for-sætisráðherra Breta, og síðar yfirmaður samskipta ríkisstjórnar hans á árunum 1997-2003. Áður hafði hann unnið með Blair í aðdraganda þingkosning- anna sem Verkamannaflokkurinn vann 1997. Sl. miðvikudag birtist grein eftir Campbell í brezka dagblaðinu Guardian um málefni sem nokkrum sinnum hefur verið fjallað um hér á þessum vettvangi og snýr að börnum sem eiga foreldri sem á við geðsýki að stríða. Fyrirsögn greinar Campbells er þessi: „Að búa við geð- veiki er erfitt fyrir fullorðna. En hvað um börnin þeirra?“ Í upphafi greinar sinnar segir Alastair Campbell: „Það er nógu erfitt fyrir fullorðinn einstakling að berj- ast við þunglyndi, takast á við kvíða eða þráhyggju, horf- ast í augu við eiturefnafíkn eða áfengissýki eða takast á við geðsjúkdóm á borð við geðklofa. En spyrjið ykkur hvernig lífið er fyrir börn þessa fólks. Þau eru mörg – og við sem samfélag hugsum ekki nægilega um þarfir þeirra … … Geðsýki snertir ekki bara sjúkl- inginn heldur fjölskyldu hans, vini, starfsfélaga og stærri hóp. Börnin eru viðkvæmust og þeim finnst að þau geti bætt ástandið. Það er áskorun sem kallar á stuðning sérfróðra.“ Grein Campbells er þáttur í söfnun sem Guardian hef- ur beitt sér fyrir nú fyrir jólin til stuðnings grasrótar- eða félagasamtökum sem vinna að málum geðsjúkra. Meðal þeirra samtaka er The Kidstime Foundation en á heimasíðu þeirra samtaka kemur fram, að markmið þeirra er að veita stuðning ungu fólki sem á um sárt að binda vegna geðveiki foreldris eða systkinis. Í því sam- bandi reka samtökin vinnustofur þar sem fjallað er um þá lífsreynslu sem þessi börn geta átt eftir að upplifa. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alastair Campbell blandar sér í umræður um geðheilbrigðismál í Bretlandi. Hann hefur verið virkur í starfi samtaka þar sem nefn- ast Time for change eða Tími til breytinga og eru bar- áttusamtök fyrir því að draga úr fordómum og mis- munun vegna geðsjúkdóma. Og hvers vegna? Vegna þess að hann hefur sjálfur átt við áfengissýki og þunglyndi að stríða og sagði frá þeirri lífsreynslu sinni í heimildarmynd sem sýnd var á BBC í október 2008. Og á sjálfur börn. Ástæðan fyrir því að vakin er athygli á grein Alastairs Campbells nú er sú, að margt bendir til að sá þáttur geð- heilbrigðismála sem snýr að börnum geðsjúkra sé að komast alvarlega á dagskrá hér á Íslandi. Og í raun og veru á hið sama við um börn sem hafa alizt upp hjá for- eldri sem stríðir við áfengissýki eða fíkniefnaneyzlu og t.d. börn sem eiga foreldri í fangelsi. Geðdeild Landspítalans hefur í nokkur undanfarin ár sinnt þessum börnum meira og betur en áður var gert. Nú fyrir nokkrum dögum tryggði Alþingi áframhaldandi starfsemi Miðstöðvar foreldra og barna, sem nokkrar konur hafa starfrækt sem hafa gert sér grein fyrir þeim alvarlega vanda sem hér hefur verið á ferð. Í þeirri ákvörðun þingsins má segja að felist ákveðin stefnu- mörkun til framtíðar. Að auki þetta: Snemma á þessu ári samþykkti Alþingi þingsályktun sem Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður Sam- fylkingar, hafði forystu um. Á grundvelli þeirrar þings- ályktunar skipaði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigð- isráðherra, sérstakan vinnuhóp til þess að undirbúa nýja löggjöf um geðheilbrigðismál. Í þeim hópi situr fulltrúi þeirra sjónarmiða að huga þurfi sér- staklega að högum barna í þessu sam- hengi, Anna Margrét Guðjónsdóttir, einn af varaþingmönnum Samfylkingar. Það er nú raunverulegur möguleiki á að Alþingi fái til umfjöllunar á næsta ári lagafrumvarp sem leggi þá lögbundnu skyldu á geðheilbrigðiskerfið að sinna þeim börnum, sem Alastair Campbell fjallar um í grein sinni í Guardi- an. Hann segir: „Kidstime (og vísar þá til fyrrnefndra fé- lagasamtaka) geta ekki læknað foreldrið – en samtökin geta hjálpað barninu að skilja. Þau vinna að því að barn- ið geti skilið. Þau vinna að því að tryggja að börnin fái skýringu á sjúkdómsástandi foreldris, ástæðunum og meðferðinni og hvernig þau geti tekizt á við sína stöðu heima fyrir og í skóla. Þau afskipti stuðla að því að byggja upp þrautseigju, minnka líkur á að barnið verði sjálft fyrir geðröskun og auka lífsgæði þess. Því meira sem börnin skilja, þeim mun betur geta þau tekizt á við það sem að þeim snýr og hjálpað foreldri sínu.“ Í lok greinarinnar segir Alastair Campbell: „Geð- sjúkdómar eru mikið baráttumál okkar tíma. Og tími þessa málefnis er kominn … við getum ekki litið á okkur sem siðmenntað samfélag, þegar skilningur á geð- sjúkdómum er svo takmarkaður og afleiðingarnar fyrir börnin eru svo vanræktar.“ Þannig talar sá maður sem talinn hefur verið mesti „spunameistari“ síðustu áratuga á vettvangi brezkra stjórnmála. En að þessu sinni er hann að tala um alvar- legri mál en pólitískir spunar ná til. Eftir nokkra vegferð um íslenzkt samfélag á undan- förnum árum er ljóst að út um allt samfélagið er að finna fólk sem á að baki bernsku og unglingsár sem eru mörk- uð af þessari lífsreynslu og hefur mótandi áhrif á fólk alla þess ævi vegna þess að það fékk enga hjálpa í æsku til að takast á við vandann. Og einmitt af þeim sökum hefur reynzt meiri stuðn- ingur við þetta málefni og þar á meðal á Alþingi en ætla mátti í fyrstu. „En spyrjið ykkur hvernig lífið er fyrir börn þessa fólks.“ Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is „Geðsjúkdómar eru mikið baráttumál okkar tíma …“ Íslenskum marxistum brá nokkuð,þegar ég upplýsti í Morgun- blaðinu 17. febrúar 1979, að í miklu austurþýsku ritsafni þeirra Karls Marx og Friðriks Engels væri á ein- um stað minnst á Íslendinga og held- ur sneitt að þeim. Það var í ómerktri grein eftir Engels í Nýja Rín- arblaðinu (Neue Rheinische Zeitung) 10. september 1848, en Marx var rit- stjóri. „Norðurlandahugsjónin er ekkert annað en hrifning á hinni ruddalegu, óþrifnu, fornnorrænu sjó- ræningjaþjóð,“ skrifaði Prússavin- urinn Engels um vopnahlé Dana og Prússa, en rætt hafði verið um það, að aðrar Norðurlandaþjóðir kæmu Dönum til hjálpar gegn ofureflinu. „Íslendingar töldu allar þjóðirnar þrjár úrkynjaðar, enda er sú þjóð auðvitað mesta Norðurlandaþjóðin, sem er frumstæðust og líkust hinni fornnorrænu í öllum siðum og hátt- um.“ Árni Bergmann svaraði því til í Þjóðviljanum, að Halldór Laxness lýsti Íslendingum svipað í Gerplu. Óskar Bjarnason gróf síðan upp nokkur ummæli Marx og Engels um Íslendinga, sem ekki höfðu birst á prenti að þeim lifandi. Í lok fyrsta kafla Þýsku hugmyndafræðinnar skrifuðu þeir kumpánar veturinn 1845-1846 um ýmsa nýja siði, sem landnemar flytji með sér, áður en þeir hafi rutt eldri siðum úr vegi. „Þetta gerist í öllum nýlendum, nema þær séu einvörðungu bæki- stöðvar hers eða verslunar. Dæmi um þetta eru Karþagó, grísku ný- lendurnar og Ísland á 11. og 12. öld.“ Hér minntust þeir fremur vinsam- lega á Ísland. En í desember 1846 skrifaði Engels einum vini sínum frá París, að ekki væri hann hrifinn af Norðurlandaþjóðum. „Svíar lítils- virða Dani sem þýsk-mengaða, úr- kynjaða, rausgjarna og veikgeðja. Norðmenn fyrirlíta fransk-mengaða Svía með sinn aðal og gleðjast yfir því að í Norge sé einmitt þetta sama fávísa bændaþjóðfélag og á tímum Knúts ríka. Þeir eru aftur á móti sví- virtir af Íslendingum, sem enn tala alveg sömu tungu og þessir subbu- legu víkingar frá anno 900, súpa lýsi, búa í jarðhýsum og þrífast ekki nema loftið lykti af úldnum fiski. Ég hef oftsinnis freistast til þess að vera stoltur af því að vera þó ekki Dani, hvað þá Íslendingur, heldur bara Þjóðverji.“ Þessa skoðun endurtók Engels síðan í blaðagreininni, sem ég rifjaði upp 1979. Loks er þess að geta, að Bruno nokkur Bauer heimsótti Marx í Lundúnum 12. desember 1855. Þeg- ar Bauer sagði, að enska hefði spillst af frönsku, svaraði Marx, eins og hann skrifaði síðar Engels: „Ég tjáði honum þá til huggunar, að Hollend- ingar og Danir segðu það sama um þýskuna og að „Íslendingar“ væru hinir einu sönnu ómenguðu pilt- ungar.“ Og þá vitum við það. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Marx og Engels um Íslendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.