Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Starfsmenn 3X, Skagans og Þor- geirs og Ellerts á Akranesi keppast þessa dagana við að setja upp nýjan vinnslubúnað og raunar allt kerfi á millidekki um borð í Málmey SK 1. 12-16 manns koma að þessu verki daglega, en auk þeirra koma aðrir starfsmenn frá þessum fyrirtækjum og öðrum beint og óbeint að verk- efninu. Skipinu var fyrr í haust breytt úr frystiskipi í ísfisktogara í Póllandi og má segja að aðgerðarými hafi verið „tilbúið undir tréverk“ þegar skipið kom til Akraness 11. desem- ber. Ráðgert er að skipið geti hald- ið til veiða upp úr miðjum janúar. 3X á Ísafirði og Skaginn á Akra- nesi þróuðu vinnslubúnaðinn í sam- vinnu við Matís og fyrirtækin Fisk Seafood og Ice Protein á Sauð- árkróki og með honum verður fisk- urinn kældur í mínus eina gráðu um borð í veiðiskipum án þess að ís komi þar nærri. Samið var við Fisk Seafood um að þessi búnaður yrði settur um borð í Málmey. Kælingin er tölvustýrð og fer fram með því að nýta samþættingu varmaskipta, kælimiðilsins glycol, salts og sjávar. Myndgreining notuð Unnið var að heildarlausn á vinnsludekki og er markmiðið með hönnun vinnslukerfisins að há- marka gæði hráefnis og þar með geymsluþol, þar sem allur fiskur á að fá rétta og jafna meðhöndlun. Miðað er við að hægt sé að afkasta við slægingu allt að 60 fiskum á mínútu. Eftir aðgerð er hver fiskur myndgreindur og tegund og stærð ákvörðuð. Ljósmyndir/Guðmundur Ólafur Guðmundsson Á Akranesi Unnið við samsetningu á kælisniglum, en gjörbreyting verður á millidekkinu. Málmey Við skipshlið er kælisnigill (Rotex) í þremur hlutum, sem verður settur saman á millidekki. Málmey til veiða með nýj- an vinnslubúnað í janúar Vandaverk Armar settir saman en þeir stýra fiskinum eftir myndgreiningu. Búnaður Unnið við lagnaleiðir en margir koma að uppsetningunni.  Fiskur kældur án íss  Endur- nýjun á millidekki Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta eru tæplega tuttugu ára göm- ul göng sem á að fara að endurnýja,“ segir Kristinn Hauksson, rafeinda- tæknifræðingur og verkefnastjóri hjá íslensku verkfræðistofunni EFLA, en stofan hefur að undaförnu verið í lykilhlutverki í samtengingu byggða í Norður-Noregi. Framund- an er endurnýjun á tvennum sam- síða jarðgöngum, Trömsöysund- tunnelen, sem tengja á 72 þúsund manna byggð á Tromsö-eyju við meginland Noregs. Göngin eru aðal- umferðaræðin frá eyjunni til megin- landsins en um þau aka að meðaltali um fimmtán þúsund bílar á sólar- hring. Kostar um tvo milljarða Göngin eru hvor um sig um það bil þrír og hálfur kílómetri að lengd en breytingunum er ætlað að auka um- ferðaröryggi vegfarenda. „Við höfum verið að vinna mikið í jarðgangamálum fyrir Norðmenn- ina, bæði nýjum göngum og gömlum. Þá höfum við aðallega verið að sjá um rafbúnað, lýsingu, fjarskiptabún- að og þess háttar. Þetta verður eitt af fjölmörgum verkefnum sem við höfum verið með þarna á undanförn- um árum en er þó langstærsta og viðamesta verkefni sem við höfum verið með til þessa,“ segir Kristinn. „Það á að fara að bjóða verkefnið út núna en það er gert ráð fyrir að það muni kosta um tvo milljarða að endurnýja göngin. Það þarf að end- urnýja búnaðinnn í þeim auk þess sem allar kröfur eru orðnar miklu meiri. Það verður sett upp mjög full- komið myndavélakerfi en með því verður hægt að sjá öll göngin enda á milli. Svo verður ný radartækni not- uð, þá skynja radarar meðal annars hvort einhver óeðlileg hreyfing sé í göngunum, til að mynda ef eitthvað dettur af flutningabíl,“ segir Krist- inn að lokum. Tengja saman byggðir í Noregi  Íslenskt fyrirtæki endurnýjar jarðgöng Endurnýjun Jarðgöngin eru um þrír og hálfur kílómetri að lengd. Bankastræti 4 I sími: 551 2770 www.aurum.is Frönsku hágæða ilmvötnin frá L’artisan Parfumeur eru tilvalin jólagjöf. ILMURINN FYRIR JÓLIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.