Morgunblaðið - 20.12.2014, Side 22

Morgunblaðið - 20.12.2014, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Starfsmenn 3X, Skagans og Þor- geirs og Ellerts á Akranesi keppast þessa dagana við að setja upp nýjan vinnslubúnað og raunar allt kerfi á millidekki um borð í Málmey SK 1. 12-16 manns koma að þessu verki daglega, en auk þeirra koma aðrir starfsmenn frá þessum fyrirtækjum og öðrum beint og óbeint að verk- efninu. Skipinu var fyrr í haust breytt úr frystiskipi í ísfisktogara í Póllandi og má segja að aðgerðarými hafi verið „tilbúið undir tréverk“ þegar skipið kom til Akraness 11. desem- ber. Ráðgert er að skipið geti hald- ið til veiða upp úr miðjum janúar. 3X á Ísafirði og Skaginn á Akra- nesi þróuðu vinnslubúnaðinn í sam- vinnu við Matís og fyrirtækin Fisk Seafood og Ice Protein á Sauð- árkróki og með honum verður fisk- urinn kældur í mínus eina gráðu um borð í veiðiskipum án þess að ís komi þar nærri. Samið var við Fisk Seafood um að þessi búnaður yrði settur um borð í Málmey. Kælingin er tölvustýrð og fer fram með því að nýta samþættingu varmaskipta, kælimiðilsins glycol, salts og sjávar. Myndgreining notuð Unnið var að heildarlausn á vinnsludekki og er markmiðið með hönnun vinnslukerfisins að há- marka gæði hráefnis og þar með geymsluþol, þar sem allur fiskur á að fá rétta og jafna meðhöndlun. Miðað er við að hægt sé að afkasta við slægingu allt að 60 fiskum á mínútu. Eftir aðgerð er hver fiskur myndgreindur og tegund og stærð ákvörðuð. Ljósmyndir/Guðmundur Ólafur Guðmundsson Á Akranesi Unnið við samsetningu á kælisniglum, en gjörbreyting verður á millidekkinu. Málmey Við skipshlið er kælisnigill (Rotex) í þremur hlutum, sem verður settur saman á millidekki. Málmey til veiða með nýj- an vinnslubúnað í janúar Vandaverk Armar settir saman en þeir stýra fiskinum eftir myndgreiningu. Búnaður Unnið við lagnaleiðir en margir koma að uppsetningunni.  Fiskur kældur án íss  Endur- nýjun á millidekki Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta eru tæplega tuttugu ára göm- ul göng sem á að fara að endurnýja,“ segir Kristinn Hauksson, rafeinda- tæknifræðingur og verkefnastjóri hjá íslensku verkfræðistofunni EFLA, en stofan hefur að undaförnu verið í lykilhlutverki í samtengingu byggða í Norður-Noregi. Framund- an er endurnýjun á tvennum sam- síða jarðgöngum, Trömsöysund- tunnelen, sem tengja á 72 þúsund manna byggð á Tromsö-eyju við meginland Noregs. Göngin eru aðal- umferðaræðin frá eyjunni til megin- landsins en um þau aka að meðaltali um fimmtán þúsund bílar á sólar- hring. Kostar um tvo milljarða Göngin eru hvor um sig um það bil þrír og hálfur kílómetri að lengd en breytingunum er ætlað að auka um- ferðaröryggi vegfarenda. „Við höfum verið að vinna mikið í jarðgangamálum fyrir Norðmenn- ina, bæði nýjum göngum og gömlum. Þá höfum við aðallega verið að sjá um rafbúnað, lýsingu, fjarskiptabún- að og þess háttar. Þetta verður eitt af fjölmörgum verkefnum sem við höfum verið með þarna á undanförn- um árum en er þó langstærsta og viðamesta verkefni sem við höfum verið með til þessa,“ segir Kristinn. „Það á að fara að bjóða verkefnið út núna en það er gert ráð fyrir að það muni kosta um tvo milljarða að endurnýja göngin. Það þarf að end- urnýja búnaðinnn í þeim auk þess sem allar kröfur eru orðnar miklu meiri. Það verður sett upp mjög full- komið myndavélakerfi en með því verður hægt að sjá öll göngin enda á milli. Svo verður ný radartækni not- uð, þá skynja radarar meðal annars hvort einhver óeðlileg hreyfing sé í göngunum, til að mynda ef eitthvað dettur af flutningabíl,“ segir Krist- inn að lokum. Tengja saman byggðir í Noregi  Íslenskt fyrirtæki endurnýjar jarðgöng Endurnýjun Jarðgöngin eru um þrír og hálfur kílómetri að lengd. Bankastræti 4 I sími: 551 2770 www.aurum.is Frönsku hágæða ilmvötnin frá L’artisan Parfumeur eru tilvalin jólagjöf. ILMURINN FYRIR JÓLIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.