Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Golli kemur í ljós að til þess að vara hafi geymsluþol þarf alveg gríð- arlegt magn af sykri og aukaefn- um þannig að þeir sem borða mik- ið af tilbúnum mat neyta mun meira af sykri og aukaefnum og það held ég að sé ekki sérlega gott fyrir okkur,“ segir hún. Án efa hugsa einhverjir að langan tíma taki að matreiða krásir frá grunni. Marta María segir það alls ekki vera svo og uppskriftirnar inni- haldi ekki of mörg hráefni. „Hrá- efnalistinn er yfirleitt ekki mjög langur og markmiðið með þessu er að fólk eldi heima hjá sér og mat- reiðslan sé einföld, taki ekki lang- an tíma og að maturinn sé um leið góður.“ Úthugsuð sætindi Bókin inniheldur sem fyrr segir fyrst og fremst heilsu- samlegar uppskriftir. Í henni er þó einn kafli sem tileinkaður er „uppáhaldssyndum“ Mörtu Maríu og það eru sætindin. Hún borðar þau ekki oft en þegar svo ber und- ir er líka eins gott að vanda valið. „Það sem mér finnst skipta máli er að eitthvað sé til sem heitir „spari“. Eitthvað sem við gerum einstaka sinnum en séum ekki dags daglega í sykurmarineringu,“ segir Marta María. „Maður þarf eiginlega að vera á þeim stað að maturinn gefi manni næringu og geri það að verkum að maður geti framkvæmt allt það sem mann langar til en þetta má ekki verða togstreita,“ segir Marta María Jónasdóttir, höfundur matreiðslu- bókarinnar MMM. Það er því hinn gullni meðalvegur sem best er að fylgja til að halda jafnvæginu og þess vegna er vel við hæfi að hér fylgi myndir og upp skriftir að tveimur syndsamlega girnilegum eftirréttum sem upplagt er að spreyta sig á þegar tilefnið er sér- stakt, því sætindin eru „spari“. dagsins Mörtu Maríu þykir mat- málstíminn mikilvæg- asta stund dagsins og þá á að vera ró og næði á heimilinu. Höfundur Marta María Jónasdóttir hefur í fjölda ára safnað uppskriftum og birtast þær sem eru í uppáhaldi í nýrri bók hennar. Kalifornískur karamellubúðingur. Þessi kaka er alltaf bökuð á jól- unum í mínum foreldrahúsum og eftir að ég varð fullorðin lærði ég að búa hana til sjálf. Hún er því bökuð miklu oftar en bara á jólunum. Það sem gerir þessa köku sérstaklega góða er kremið. 175 g smjör 175 g súkkulaði 3 egg, aðskilin 180 g hrásykur 1 dl muldar heslihnetur 60 g hveiti, spelt eða möndlumjöl 1 tsk. skyndikaffiduft Bræddu smjörið og súkku- laðið saman í potti. Taktu pott- inn af hellunni þegar blandan er slétt, helltu henni í skál og hrærðu eggjarauðum og hrá- sykri saman við. Blandaðu svo þurrefnunum saman við. Stíf- þeyttu eggjahvíturnar í hræri- vél og blandaðu þeim mjög var- lega saman við súkkulaði- blönduna. Bakaðu kökuna í 30 mínútur við 175°C. Ekta súkkulaðikrem 150 g mjúkt smjör 2 eggjarauður 200 g flórsykur 50 g hrátt kakóduft 1 dl rjómi ½ dl sterkt kaffi Settu allt hráefnið í hræri- vélarskál, þeyttu það saman og settu á kökuna. Ekta súkkulaðikaka Kalifornískur karamellubúðingur (fyrir 10) Ef ég ætti að velja mér einn stað í heiminum til að búa á yrði Kalifornía fyrir valinu. Ekki bara út af heimsins besta karamellubúðingi, sem ég smakkaði þar í fyrsta skipti, heldur út af matarmenning- unni, stemningunni, veður- farinu og heilsubyltingunni sem hefur orðið þar. Þessi karamellubúðingur kemur frá veitingastaðnum Gjelina á Venice Beach og voru kokkar staðarins svo elskulegir að deila uppskriftinni með les- endum LA Times. Í upp- haflegu uppskriftinni var kara- mellusósa sem hellt var yfir búðinginn í lokin en mér finnst hann smakkast betur án henn- ar og svo er töluvert minna vesen að gera búðinginn svona. 9 eggjarauður 6 msk. smjör 360 ml púðursykur, þjappaður í mælikönnuna ½ msk. salt ½ msk. lífrænt vanilluduft 800 ml rjómi 240 ml sýrður rjómi (má sleppa) sjávarsalt til skreytingar Hitaðu ofninn í 160°C. Þeyttu eggjarauðurnar í stórri skál uns þær freyða vel og settu þær svo til hliðar. Bræddu smjörið á pönnu við meðalhita. Hrærðu púðursykri og salti saman við smjörið. Bættu vanilluduftinu út í og láttu malla uns blandan fer að dökkna og gefur frá sér hnetu- og karamellukenndan ilm (það tekur um 5 mínútur). Lækkaðu hitann og helltu rjómanum rólega saman við sykurbráðina. Hrærðu stöðugt í uns allt er samlagað og suðan komin upp. Taktu pönnuna af hitanum. Pískaðu u.þ.b. 250 ml af rjóma-sykurblöndunni vel saman við eggjarauðurnar. Helltu svo afganginum út í og gættu þess að píska vel. Síaðu búðinginn í gegnum grisju. Settu 10 tebolla eða lítil form í ofnskúffu eða stórt eldfast bökunarform og hafðu 2-3 cm á milli. Fylltu hvert form til hálfs með búðingi. Settu ofnskúffuna inn í ofn og helltu sjóðandi vatni varlega í hana. Settu álpappír yfir. Bakaðu búðinginn í um það bil 45 mínútur en athugaðu hann eftir 30 mínútur. Bök- unartíminn er misjafn eftir stærð formanna, getur verið 35- 55 mín. Búðingurinn á að hrist- ast mjúklega þegar komið er við hann. Taktu ofnskúffuna gæti- lega út og láttu búðinginn kólna. Berðu búðinginn fram við stofuhita, skreyttu hvern skammt með sýrðum rjóma og stráðu örlitlu salti út á. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Góðar jólagjaf ir lÍs en ku ALPARNIR s Faxafeni 8 // 108 Reykjavík Sími 534 2727 // www.alparnir.is www.alparnir.is Góða gæði Betra verð ✓ ✓ Mikið úrval af svefnpokum frá PINGUIN og ROBENS 100% merine ullarfatnaður á alla fjölskylduna Lúffur og hanskar á börn og fullorðna, Tökum notaðan skíða- og brettabúnað upp í nýjan • Svigskíði • Fjallaskíði • Gönguskíði • Snjóbretti Fjölbreytt úrval af bakpokum frá SALOMON, LOWE, ALPINE og PINGUIN 20% jólaafsláttur af bakpokum jólatilboð 20% afsl.Það er alltaf gaman að borða undir berum himni en nú um helgina verður í Fóg- etagarðinum við Aðalstræti í Reykjavík skyndiútgáfa af KRÁS götumatarmark- aðnum. Þar ætla ýmsir veitingastaðir í borginni að gera götuútgáfu af þeim mat sem þeir bjóða alla jafna upp á. Einnig verður boðið upp á jólaglögg og kakó. Þeir sem taka þátt í Jólakrás eru m.a. Uno, Bergsson mathús, Grillið á Hótel Sögu, DILL, Coocoos nest, Kjallarinn, Sandholtsbakarí, Smurstöðin í Hörpu og Austurlandahraðlestin. Jólakrás á Pop-up-götumarkaði Gleði Stemningin er ævinlega góð á götumarkaði, þessi er frá því í sumar. Götumatur og annað góðgæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.