Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Opið: 8 :00-18 :00 mánud . til fim mtud. 8:00-1 7:00 föstud aga Er bílrúðan brotin eða skemmd? Við erum sérfræðingar í bílrúðuskiptum og viðgerðum á minni rúðutjónum. Erum í samvinnu við öll tryggingafélög landsins. Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta La Fleche. AFP. | Ferðamönnum í Frakklandi gefst nú kostur á að dvelja í lúxusskála meðal hvíta- bjarna. La Fleche-dýragarðurinn í vestanverðu Frakklandi býður upp á gistingu í skálum þar sem gestir geta setið við arin og fylgst með ís- björnunum Taiko og Katinku synda fyrir utan stóra glugga. Þó er enginn ís á þessum slóðum, aðeins klaki til að kæla kampavínið. Allt að sex manns geta dvalið í hverjum skála og nóttin kostar að minnsta kosti 200 evrur, rúmar 30.000 krónur, fyrir hvern fullorðinn gest. Auk kampavíns er boðið upp á sælkerarétti sem gestir geta snætt þegar þeir fylgjast með björnunum og hlusta á ýlfrið í úlfum dýragarðs- ins. Hafa allar klær úti Átta skálar hafa verið teknir í notkun í dýragarðinum, sá fyrsti á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að sex skálar til viðbótar verði opnaðir árið 2016 og stefnt er að því að reisa síðar lúxushótel við dýragarðinn. Áætlað er að skálarnir einir kosti rúmar 300.000 evrur, jafnvirði 47 milljóna króna, og reksturinn fari að skila arði innan nokkurra ára. Allir skálarnir eru nú fullbókaðir út næsta ár. La Fleche-dýragarðurinn var opnaður 1946 og þurfti að leita nýrra leiða til að fjölga gestum og auka tekjur sínar. Dýragarðar víða um heim hafa farið svipaðar leiðir, með- al annars hefur dýragarður í Can- berra í Ástralíu boðið upp á gistingu innan um afrísk dýr og dýragarðar í London, Los Angeles og víðar hafa boðið upp á skemmtikvöld. Nokkrir aðrir dýragarðar í Frakklandi hafa boðið upp á gist- ingu í skálum eða kofum. Einn þeirra, Le Pal í sunnanverðu Frakk- landi, ætlar að fjölga skálum sínum úr 24 í 31 á næsta ári. „Eftirspurnin er mjög mikil,“ segir Arnaud Ben- net, framkvæmdastjóri dýragarðs- ins. Sophie Huberson, talsmaður sam- taka franskra tómstunda- og skemmtigarða, segir að dýragarð- arnir þurfi að brydda upp á nýj- ungum til að standast samkeppni í ferðaþjónustunni. Allir dýragarð- arnir sem bjóði upp á óvenjulega gistingu hafi aukið tekjur sínar. Tvö stór hótel hafa verið reist fyr- ir utan Beauval-dýragarðinn í mið- hluta Frakklands og á næsta ári hyggst dýragarðurinn opna þriðja hótelið með kínversku þema. Lögð verður áhersla á risapöndur dýra- garðsins. AFP Nótt meðal bjarna Fylgst með ísbirninum Taiko synda í tjörninni sinni. Gisting í návígi við hvítabirni Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fjölmiðlar í Noregi, Svíþjóð og Finn- landi hafa skýrt frá vísbendingum um umfangsmiklar farsímanjósnir í höf- uðborgum landanna að undanförnu. Ekki er vitað hverjir standa á bak við njósnirnar, hvort það eru leyniþjón- ustumenn erlendra ríkja, öryggisyfir- völd í norrænu löndunum eða jafnvel glæpamenn. Hermt er að grunur leiki á að not- aðar séu svonefndar falskar móður- stöðvar með búnað sem hægt sé að nota til að taka upp símtöl og lesa sms-skilaboð. Norska blaðið Aften- posten hefur eftir sérfræðingi að lík- legast sé þó að markmiðið með slíkum njósnum sé að safna grunnupp- lýsingum um fólk, fyrst og fremst um hvar menn séu staddir, hvað þeir séu að gera og hvert þeir hringi. Aftenposten greindi fyrr í mánuð- inum frá því að talið væri að falskar móðurstöðvar hefðu verið notaðar í grennd við þinghúsið, forsætisráðu- neytið og fleiri stjórnsýslubyggingar í miðborg Óslóar. Sænska blaðið Dag- ens Nyheter sagði fyrr í vikunni að fundist hefðu vísbendingar um að falskar móðurstöðvar hefðu verið not- aðar í grennd við byggingar þingsins og ráðuneyti í Stokkhólmi. Erlendir leyniþjónustumenn eða öryggiseftirlit? Norrænir fjölmiðlar höfðu í gær eftir fjölmiðlafulltrúa finnsku öryggislögreglunnar, Jyri Rantala, að hún hefði fengið upplýsingar um að falskar móðurstöðvar kynnu að hafa verið notaðar í Finnlandi og grunur léki á að þær tengdust njósnum er- lendra leyniþjónustumanna. Rantala vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið og sagði að öryggis- lögreglan vildi ekki að þeir sem stunda njósnirnar fengju upplýsingar um hvað hún vissi og hvaða aðferðum hún beitti til að afhjúpa slíkar njósnir. Norska blaðið VG hefur eftir norskum tæknisérfræðingi, Tore Tennøe, að líklegt sé að erlendir leyniþjónustumenn standi á bak við njósnirnar. „Áður voru það Bandarík- in, Kína og Rússland sem höfðu slíka getu en nú er þetta opið öllum,“ hefur VG eftir Tennøe. Hann telur þó lík- legast að böndin berist að Kína eða Rússlandi ef í ljós kemur að erlendir leyniþjónustumenn stundi slíkar njósnir á Norðurlöndum. Dagens Nyheter segir að njósnirn- ar byggist á því að símtölum sé beint að fölskum móðurstöðvum, í stað móðurstöðva farsímafyrirtækja, og hægt sé að nota þær til að taka upp símtöl og lesa sms-skilaboð. Blaðið hefur eftir tæknisérfræðingum að til- tölulega auðvelt sé að verða sér úti um tæknibúnað sem þarf til að setja upp falska móðurstöð en hann dugi þó aðeins til að ná merkjum frá elstu far- símakerfunum sem séu mjög óörugg. Búnaður sem þurfi til að ná merkjum frá G3-símum sé miklu dýrari og bannað sé að selja hann á almennum markaði. Johan Sigholm, tæknisérfræðingur við landvarnaháskóla Svíþjóðar, segir að ekki sé víst að erlent ríki eða glæpamenn standi á bak við farsíma- njósnir í Stokkhólmi. Hugsanlegt sé að sænsk öryggisstofnun fylgist með farsímanotkuninni í grennd við opin- berar byggingar í öryggisskyni, þ.e. til að fylgjast með mannaferðum með það fyrir augum að afstýra hugsan- legum árásum. Í kvöldfréttum RÚV í gær kom fram að Póst- og fjarskiptastofnun hafi hafið rannsókn á því hvort áþekk- um búnaði hafi verið komið fyrir hér á landi. Engin merki hafa fundist um að slíkur búnaðir sé í gangi hér, en kanna á málið frekar. Grunur um umfangs- miklar farsímanjósnir AFP Njósnað í Ósló? Grunur leikur á að njósnabúnaður hafi verið notaður við þinghúsið í Ósló, en ekki er vitað hverjir komu honum fyrir.  Vísbendingar um njósnir í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi Aðeins leyfður til öryggiseftirlits » Samkvæmt norskum lögum mega aðeins Þjóðaröryggis- stofnun Noregs (NSM), lög- reglan og öryggislögreglan (PST) nota njósna- og eftirlits- búnaðinn sem grunur leikur á að hafi verið notaður í grennd við þinghúsið, forsætisráðu- neytið og fleiri stjórnsýslu- byggingar í Ósló. » Notkun slíks búnaðar hefur verið gagnrýnd í Bandaríkj- unum og fleiri löndum. Bandarískir vísindamenn segja að búnaður sem notaður var til að fylgjast með ferðum smáfugla, sem nefnast gullskríkjur, hafi leitt í ljós að þeir hafi flogið frá varpstöðvum sínum í Tennessee daginn áður en skýstrókur gekk þar yfir og svo virðist sem þeir hafi fundið á sér að óveður væri í nánd. Gullskríkjurnar (golden-winged warblers á ensku) voru þá nýkomnar á varpstöðv- arnar eftir 5.000 kílómetra farflug frá vetrarstöðvunum. Daginn áður en skýstrókarnir gengu yfir í norð- anverðu Tennessee-ríki í apríl sl. forðuðu fuglarnir sér og flugu alls 700 kílómetra suður að Mexíkóflóa. Gullskríkjur eru mjög litlir söng- fuglar og vega aðeins níu grömm. Skýrt er frá flugi fuglanna í grein í tímaritinu Current Biology og vís- indamennirnir telja að niðurstöður rannsóknarinnar bendi til þess að gullskríkjur geti skynjað hættu á óveðri og forðað sér. Virðast hafa fundið óveður á sér og flúið BANDARÍKIN Benín eru vel vopnum búnir og mjög hættulegir, að sögn IMB. Sjóránin á Gí- neuflóa eru fleiri en á Adenflóa undan strönd Sómalíu þar sem tíu sjórán voru framin í janúar til september í ár. Sjóránum hefur fækkað mjög á Adenflóa síðustu misseri vegna öfl- ugs eftirlits herskipa. Sjóránum hefur fjölgað á Gíneuflóa á síðustu árum, að sögn Skrifstofu alþjóðlegra siglingamála, IMB, stofnunar sem safnar upplýsingum um sjórán í heiminum. Á hafsvæði sem nær frá Senegal til Angóla voru framin alls 33 sjórán á tíma- bilinu janúar til september í ár þótt ríki á svæðinu hafi heitið því fyrir ári að binda enda á sjóránin. Þeim fækkaði þó miðað við sama tímabil árið áður þegar 47 sjórán voru framin. Sjóræningjar sem herja á skip undan ströndum Nígeríu, Tógó og Erfiðlega gengur að fækka sjóránum Herskip á Gíneuflóa. GÍNEUFLÓI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.