Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 ✝ VilhjálmurBjörnsson fæddist í Öldu- hrygg í Svarf- aðardal 1. mars 1942 og ólst þar upp. Hann lést á heimili sínu, Vík- urhóli Dalvík, 7. desember 2014. Foreldrar hans voru Þorbjörg Vil- hjálmsdóttir frá Bakka í Svarfaðardal, f. 17.1. 1908, d. 27.1. 1968, og Björn Jónsson frá Hóli í Svarfaðardal, f. 7.12. 1903, d. 8.3. 1977. Systk- ini Vilhjálms eru: Ásdís, f. 1930, d. 2005, gift Hróðmari Mar- geirssyni, d. 2012, Auður, f. 1932, gift Magnúsi Stefánssyni, Helgi Heiðar, f. 1936, giftur Sig- rúnu Friðriks- dóttur, Ingibjörg Jónína, f. 1939, gift Árna Reyni Ósk- arssyni, Kristín, f. 1946, d. 1947, Svav- ar Kristinn, f. 1949, giftur Ann Björns- son. Vilhjálmur stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum í tvo vetur. Hann vann síðan ýmis verkamannastörf en lengst af við fiskvinnslu á Dalvík, fyrst hjá KEA og síðan Samherja. Útför Vilhjálms verður gerð frá Dalvíkurkirkju 20. desember 2014 kl. 13.30. Vilhjálmur eða Villi, eins og hann var alltaf kallaður, frændi okkar systkinanna, var alla tíð stór hluti af tilveru okkar. Dag- lega kom hann í kaffi á Smára- veginn, átti sinn stað við eldhús- borðið og hafði gaman af því að spjalla við okkur um heima og geima. Ekki síst voru áhugamál hans rædd sem voru íþróttir af öllu tagi en á sínum yngri árum var hann efnilegur frjálsíþrótta- maður og voru hlaup hans sér- grein. Hann reyndi mikið að glæða áhuga okkar á íþróttum og hvatti okkur óspart til að taka þátt, með misjöfnum ár- angri þó. Hann stjórnaði oft langstökkskeppni á milli okkar krakkanna og í hlaupum var líka keppt. Við minnumst margra stunda með Villa við spilaborðið þar sem manni, kani og vist voru spiluð af miklum móð og spila- mennskan krufin til mergjar. Ættfræði var honum hugleik- in og minni hans var með ólík- indum. Það var hægt að fletta upp í Villa með marga hluti, ár- töl, fæðingadaga, úrslit í ýmsum íþróttagreinum og fleira. Eftir að hann hætti að vinna dvaldi hann á bóka- og skjalasafni Dal- víkur löngum stundum við að fara í gegnum gamlar ljósmynd- ir og kveðskap. Út úr þessu kom að hann fékk sér tölvu og grúsk- aði í Íslendingabók, þá opnaðist alveg nýr heimur fyrir honum. Jólagjafir gaf Villi öllum af- komendum systkina sinna og frændrækni hans var einstök. Hann bjó einn en hafði mikla ánægju af því að hitta fólk, vera í margmenni og var virkur þátt- takandi í ýmiss konar fé- lagsstarfi. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Villa þökkum við allar sam- verustundirnar. Við söknum þess að heyra ekki „sælnú“ leng- ur kallað úr forstofunni en góðar minningar lifa. Helga, Óskar, Víkingur, Þorbjörg, Snjólaug og fjölskyldur. Sælú. Ég hef aldrei heyrt nokkurn mann nota þetta orð nema Villa. Svo sérlega smellið og sérstakt orð, líkt og Villi sjálfur. Það eru ótal minningar sem leita á hugann þegar ég sit hér og skrifa þessi orð, ég veit varla hvar ég á að byrja. En ætli ég hafi ekki byrjað með sælú. Ég kom alltaf til Dalvíkur í einn mánuð á hverju sumri til að heimsækja föðurfólkið mitt og var nú aðallega úti að leika mér, fyrstu árin að minnsta kosti. Ég man ekki mikið eftir sam- skiptum okkar Villa þessi fyrstu ár, en ég man þó að krakkarnir í bænum töluðu um að Villi væri alltaf að skrá þau á einhver mót, þótt þau væru ekki einu sinni að æfa íþróttir. Svo tóku unglingsárin við. Mér þótti Villi ekkert voðalega skemmtilegur þegar hann var að giska á hvað ég væri þung og hversu langt ég gæti kastað spjóti. Frekar vandræðalegt fyrir unglingsstúlku með gelgjuna á háu stigi. Það var heldur ekkert voðalega spennandi þegar hann skráði mig sem starfsmann á einhverju frjálsíþróttamótinu, var í tímatöku í grenjandi rign- ingu heila helgi. Þegar Villi varð fimmtugur fékk hann í afmælisgjöf frá ung- mennafélaginu ferð á Ólympíu- leikana í Barcelona. Það hittist oft þannig á að sumardvöl mín á Dalvík var á sama tíma og stór- mót í frjálsum íþróttum og venju samkvæmt sátum við afi límd við skjáinn þetta sumar. Alltaf vonaðist ég eftir að sjá Villa og varð að ósk minni þegar Ísland vann Suður-Kóreu í handboltan- um. Villi á áhorfendapallinum í fjólubláum stuttbuxum og gulum pólóbol, fagnandi eins og óður maður. Sumrinu sem ég fékk bílpróf- ið varði ég hjá ömmu og afa á Dalvík og vann í rækjunni. Það sumar samdi Villi söngtexta fyr- ir alla heimaleiki Dalvíkurliðsins í knattspyrnu. Hann bar textana gjarnan undir ömmu og það var alveg óborganlegt að hlusta á sam- skipti þeirra systkina. Amma lá ekki á skoðunum sínum og Villa þótti þetta allt jafn fyndið og sagði mér sögurnar á bak við textana. Jólin eftir fékk ég allar vís- urnar innrammaðar að gjöf frá Villa, þar sem dagsetning, mót- herji, úrslit, lag og markaskor- arar koma fram. Mér sýnist í fljótu bragði að Örvar og Garðar hafi verið markahæstir og að sumarið hafi verið ansi líflegt, fyrir utan 0-7 tap gegn Leiftri. Þótt ég hafi ekki hengt upp rammann passa ég vel upp á blaðið og geymi það á góðum stað. Ómetanlegt. Minningarnar á liðnum árum tengjast svo strákunum mínum, því þeir hafa æft knattspyrnu frá unga aldri. Við höfum ósjald- an farið á mót á Norðurlandi og Villi gerði sér oft ferð í Ólafs- fjörð eða til Akureyrar til að kíkja á leik. Svo má ekki gleyma að hann gisti hjá okkur fjölskyldunni þegar hann átti leið á unglinga- landsmót UMFÍ hér fyrir aust- an. Sonum mínum þótti Villi frá- bær frændi og kunnu sannarlega vel að meta áhugann sem hann sýndi þeirra áhuga- málum og hugðarefnum. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Villa sem frænda. Hann var einstakur persónuleiki og það eru svo ótal mörg skondin og skemmtileg atvik honum tengd sem ég geymi í minningabank- anum. Blessuð sé minning hans. Sigrún Birna Björnsdóttir. Hægt og hljótt kvaddi frændi minn þetta jarðlíf eins og hans lífsbraut var. Hann var hægur í framgöngu, prúður og yfirveg- aður til orðs og æðis. Reglumað- ur í hvívetna, íhugull í hugsun og verkum sínum, flanaði aldrei að neinum hlut. Hugurinn leitar til bernskuár- anna, sumarsins 1947 er und- irritaður kom fyrst í Svarfaðar- dalinn að Bakka. Þar hittumst við fyrst þegar þú komst í heim- sókn til Kristínar ömmu og hennar fólks ásamt móður þinni Þorbjörgu. Það sérkennilega og raunar fyndið – að við vorum jafn gamlir – báðir fæddir 1. mars 1942, en mæður okkar voru systur. Í Dalnum fagra átti ég ynd- isleg sjö sumur. Þar byrjaði ég að æfa íþróttir undir handleiðslu Helgu frænku á Bakka. Við krakkarnir héldum auðvitað frjálsíþróttamót, enda afrek okk- ar manna erlendis haft í háveg- um og eins hér heima að vonum. Ég man það eins og það hefði gerst í gær – að þú varst alltaf fljótastur að hlaupa af okkur strákunum. Seinna á ævinni fór Villi „hlaup“ eins og hann var oft kall- aður í daglegu tali milli manna að stunda langhlaup, og fetaði þar með í fótspor margra ann- arra góðra hlaupara úr Eyjafirð- inum m.a., þeirra Stefáns Jóns- sonar, Sveins í Kálfsskinni og Jóns Gíslasonar. En á þeirri tíð var oft hent gaman og jafnvel gert grín að slíkum mönnum. Nú er öldin önnur, „frændi“. Þú hefðir átt að vera ungur lang- hlaupari í dag, þá hefði stjarna þín risið hátt og skinið skært. En við vitum að tímarnir breytast og mennirnir með. Félagsmál lét hann til sín taka á ýmsum sviðum en þekktastur er hann fyrir störf sín fyrir ung- mennafélagshreyfinguna. Hann bar hana ætíð mjög fyrir brjósti. – Hann var góður leiðtogi fyrir uppvaxandi kynslóð. Mannvinur með sterka réttlætiskennd. Hann sagði við mig eitt sinn að í sál hvers manns væri söngur, sem ekki fengi alltaf að hljóma nema að aðgát væri höfð í nær- veru sálar. Vinátta er dýrmæt gjöf, og þeir sem eiga trygga vini búa að auðugri framtíð. Hann fylgdist vel með hjart- slætti fósturjarðarinnar, og í Dalnum sem átti svo djúpar ræt- ur í öllu hans lífi og mótun lífs- göngu hans. Hinn heiðarlegi maður undi ekki öðru en að leysa hvert verk vel af hendi sem verklagni og kunnátta frekast leyfði án þess að hugsa um þann tíma er í það fór. – Þannig minn- ist ég hans. Nú er kveðjustundin runnin upp. Þá kveð ég þig, frændi minn, þegar þú siglir inn í sól- setrið og ríst upp aftur, er sólin fer aftur að rísa í skammdeginu. Ástvinum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hér er góður drengur kvaddur. Blessuð sé minning þín. Þinn frændi, Eyjólfur Magnússon Scheving. Það var blússandi þurrkur í Svarfaðardalnum og allt heim- ilisfólk úti á túni þar sem hey- skapur var í hámæli. Úr fjarska sjáum við bifreið nálgast og upp heimreiðina læðist rauð fólksbif- reið og þegar hún er kominn á bæjarhlaðið sjáum við að þetta er Cortína. Þetta þýddi bara eitt; frjálsíþróttamót! Villi hlaup var mættur að sækja okkur bræðurna og gilti einu þótt allir væru uppteknir við heyskap og þess vegna var viðmót föður okkar heldur kuldalegt, hann mátti ekki við að missa vinnu- mennina. En Villi bara beið eins og enginn væri morgundagur- inn, beið á meðan við gerðum okkur klára til að stökkva burt með honum. Og svona liðu sumrin, Villi einfaldlega birtist á hlaðinu, sagðist vera búinn að skrá okkur á mót. Við bræðurnir vorum allt- af ánægðir með þetta framtak Villa því okkur þótti öllum gam- an að hlaupa og stökkva. Villi var líka forsjáll, hann bar æv- inlega með sér margir stærðir af hlaupaskóm og kom það sér oft vel þegar stokkið var af stað með stuttum fyrirvara. Okkur fannst gaman að ferðast með Villa, hann var afar fróður, sérstaklega þegar kom að íþróttum. Hann var geysilega minnugur, mundi alla okkar hlaupatíma, hversu langt við höfðum stokkið og meira að segja hvenær það hafði gerst. Okkur fannst þetta alltaf stór- kostlegt og í raun gátum við hreinlega „flett“ upp í Villa, hann mundi allt. Þá var oft glatt á hjalla hjá okkur því kímnigáfa Villa var okkur að skapi. Áhugi Villa á íþróttum var einstakur og margar urðu ferð- irnar með honum bæði stuttar og langar og um allt land, suður, vestur og austur. Afar minnis- stæð er ferð með honum 1980, en þá fór hann með okkur á sumaríþróttaleika til Reykjavík- ur. Heimleiðin er okkur sérstak- lega minnisstæð því þessa nótt var Vigdís Finnbogadóttir kosin í fyrsta sinn forseti Íslands, en Villi stoppaði sérstaklega til þess að vera þess fullviss að missa ekki af því þegar úrslitin voru kynnt í útvarpinu. Villi sýndi í verki að hann vildi okkur vel og fyrir það vilj- um við þakka. Við viljum þakka fyrir þann kærleik sem hann sýndi okkur ásamt endalausri hvatningu á sviði íþróttanna. Við viljum þakka fyrir alla þá aðstoð og góðvilja í okkar garð. Blessuð sé minning Vilhjálms Björnssonar. Arnar Már, Atli Örn og Árni Þór frá Völlum í Svarfaðardal. Minningabrotin eru mörg sem koma upp í hugann við fráfall Vilhjálms Björnssonar og öll tengjast þau gjöfulum og eft- irminnilegum samskiptum við góðan dreng. Við rifjuðum oft upp hvenær við hittumst fyrst fyrir um 47 árum þegar ég bjó á Árskógsströndinni. Minni Villa var óbrigðult og hann mundi vel þegar ég keppti á gönguskíðum á lánsskíðum frá Sveini í Kálf- skinni og ég man eftir honum að keppa á héraðsmótum í hlaupum en hann keppti lengi í milli- lengda- og langhlaupum. Íþróttastarfið innan UMSE var mjög öflugt og ég met mikils að hafa fengið að njóta þess. Villi starfaði ötullega í áratugi fyrir UMSE og frjálsíþróttahreyf- inguna og var meðal okkar mestu sérfræðinga í statistik og hafsjór fróðleiks um frjáls- íþróttasöguna. Hann sótti frjáls- íþróttamót betur en flestir og það var alltaf gaman að hitta Villa og spjalla um íþróttamenn og afrekin og hann kunni marg- ar sögurnar af vellinum. Við vor- um báðir í nokkuð stórum hópi áhugafólks um frjálsíþróttir sem fór til að fylgjast með Ólympíu- leikunum 1992 í Barcelona og var það mikið ævintýri fyrir Villa og okkur öll. Það verður enginn Villi til að spjalla við á frjálsíþróttamótunum í vetur og ég veit að við erum mörg í hreyfingunni sem söknum hans mikið. Blessuð sé minning góðs drengs og aðstandendum votta ég innilega samúð. Gunnar Páll Jóakimsson. Stórt skarð hefur verið höggvið í raðir Ungmennafélags Svarfdæla á Dalvík, því í dag verður borinn til grafar Vil- hjálmur Björnsson eða Villi hlaup eins og hann ætíð var kall- aður. Villi var gríðarlega áhuga- samur um íþróttir allar og má segja að hann hafi borið frjáls- íþróttastarf á vegum UMFS á baki sér í mörg ár. Hann var óþreytandi í sínu sjálfboðastarfi og ófá voru mótin sem hann hélt eða stóð fyrir á einn eða annan hátt. Kannast þá margir við að Villi hafi rennt upp að þeim á bílnum og skrúfað niður rúðuna eða stoppað þá í búðinni og sagt: það er frjálsíþróttamót um helgina, á ég ekki að skrá þig? Svo þegar við mættum þá var búið að skrá okkur í fimm grein- ar, jafnvel fleiri, og jafnvel greinar sem við höfðum aldrei prófað. Engar afsakanir giltu því hann var með skottið fullt af hlaupaskóm og öðru sem til þurfti. Allar mælingar, tímatök- ur og annað mundi Villi, sama hvað mótið hét eða íþróttamað- urinn. Hann kom á 17. júní- hlaupi félagsins sem haldið er árlega og var hann mikil drif- fjöður í því að koma Unglinga- landsmóti UMFÍ á laggirnar en það var haldið í fyrsta skipti hér á Dalvík árið 1992 og lét hann sig ekki vanta á eitt einasta unglingalandsmót eftir það. Sömu sögu er að segja af Landsmótum UMFÍ, alltaf var Villi mættur. Hann var fulltrúi félagsins á ársþingum Ung- mennasambands Eyjafjarðar til fjölda ára og var sæmdur gull- merki UMSE árið 2012 fyrir störf sín. Árið 2008 heiðraði Dalvíkurbyggð Villa fyrir stuðn- ing hans við íþróttastarf og íþróttafólk í sveitarfélaginu. Hann fékk í fimmtugs- afmælisgjöf ferð á Ólympíuleik- ana sem haldnir voru í Barse- lóna á Spáni 1992. Þar var hann fremstur í flokki stuðningmanna íslenska landsliðsins. Hann var skákáhugamaður mikill og fór með íslenska skáklandsliðinu til Sviss á ólympíuskákmót árið 1982 til að fylgjast með. Eitt sinn var haldið fjöltefli hér á Dalvík þar sem rússneskur stór- meistari, Kuzmin að nafni, kom til landsins og voru tefldar einar 60 skákir og vann hann þær all- ar nema tvær, gerði eitt jafntefli en tapaði svo fyrir Villa og fékk Villi viðurnefnið Kuzmin-baninn eftir þetta. Það í rauninni skipti engu máli hvaða íþrótt um ræddi, Villi mætti á alla leiki í fótbolta og í öllum flokkum, eins keyrði hann til Akureyrar á handboltaleiki sem þar voru haldnir. Félagsvist spilaði hann af miklum móð og keyrði oft langar leiðir ef hann frétti ein- hvers staðar af spilakvöldum. Villi var söngáhugamaður mikill og söng til fjölda ára með Karla- kór Dalvíkur og síðar með Mím- iskórnum. Það eina sem gat stoppað hann frá þingsetu á vegum íþróttahreyfingarinnar var söngur. Eins sótti hann allar leiksýningar, tónleika og tónlist- arviðburði sem haldnir voru í sveitarfélaginu. Já, félagsmaður mikill var Villi og óeigingjarnari mann er erfitt að finna, ómet- anlegt er allt hans starf sem hann innti af hendi fyrir félagið og verður það seint fullþakkað. Ég veit ég mæli fyrir hönd allra í íþróttahreyfinguni er ég þakka Villa fyrir öll hans störf og gleðistundir sem hann færði okkur Fh. UMFS, Jónína G. Jónsdóttir. Vilhjálmur Björnsson Sigtúni 38, sími: 514 8000 erfidrykkjur@grand.is / grand.is Hlýlegt og gott viðmót Fjölbreyttar veitingar í boði Næg bílastæði og gott aðgengi erfidrykkjur Grand HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Davíð Ósvaldsson útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur Friðþjófsson útfararstjóri ✝ GUÐRÚN KRÜGER Vesturgötu 7, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 18. desember. Haraldur Olgeirsson, Margrét Hauksdóttir, Haukur Þór Haraldsson, Bryndís Skúladóttir og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HILMIS HÖGNASONAR. Þökkum starfsfólki Hraunbúða fyrir frábæra umönnun. Alda Björnsdóttir, Hörður Hilmisson, Marentza Poulsen, Hrefna Hilmisdóttir, Ólafur Örn Ólafsson, Guðný Sigríður Hilmisdóttir, Birna Hilmisdóttir, Inga Jóna Hilmisdóttir, Högni Hilmisson, Óðinn Hilmisson, Örn Hilmisson, Annika Morit Guðnadóttir, afa- og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.