Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 64
64 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Árnað heilla 60 ára Kristján Hafsteinn Leifsson, vélvirkjameistari og lífskúnstner, er sextugur í dag. Elísabet Erla Birgisdóttir og Freyja Margrét Birgisdóttir komu færandi hendi í Rauða krossinn á Selfossi með fullan kassa af gjöfum sem þær hafa safnað allt árið með það í huga að gefa til barna sem fá fáa eða enga pakka um jólin. Eru þetta gjafir sem þær hafa fengið sjálfar og geymt. Hlutavelta Stefán Hjörleifsson, gítarleikari Nýdanskrar, og félagar hansgáfu út níundu breiðskífu hljómsveitarinnar í haust. „Þetta hef-ur gengið alveg ljómandi, viðtökurnar hafa verið stórkostlegar og þriðja upplagið af Diskó Berlín kom í búðir í gær og platan hefur því selst mun betur en við þorðum að vona. Hún hefur fengið frábæra dóma og mikla spilun og fjögur lög af plötunni hafa komist hátt á vin- sældalistum. Við höfum samt ekkert náð að fylgja plötunni eftir með tónleikum því Daníel Ágúst söngvari fór í tónleikaferð með Gus Gus daginn eftir útkomu plötunnar. Hann hefur nánast ekkert komið heim síðan og við höfum þá stefnu að halda ekki tónleika nema allir í hljóm- sveitinni séu með. Ég vona bara að Gus Gus-öldurnar fari að lægja svo við getum haldið fleiri tónleika á nýju ári.“ Stefán stofnaði Tónlist.is á sínum tíma en tengist því ekki lengur. „Nú einbeiti ég mér að bókunum, ég stofnaði ebækur.is sem er með sama konsept en við fórum í loftið 2012 og höfum verið að selja bækur rafrænt. Þetta hefur gengið hægt og bítandi en það hefur verið ör vöxtur nú í jólamánuðinum. Salan er því á uppleið, en það sem hefur helst háð okkur er að það mætti vera meira úrval til að unnendur raf- bóka sitji við sama borð og hinir en það er í höndum útgefenda.“ Stefán hefur ekki verið mikið fyrir að halda upp á afmælið sitt. „Ég ætla því að flýja af landi brott, en verð hátt uppi einhvers staðar í Ölp- unum ef fólk vill leita mig uppi.“ Eiginkona Stefáns er Rósa Stein- grímsdóttir, nýráðin fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar. Börn þeirra eru Silja, 21 árs lögfræðinemi, og Harpa 19 ára og er á síðasta ári í Versló. Stefán Hjörleifsson er fimmtugur í dag Morgunblaðið/Eggert Hjónin Stefán og Rósa fyrir tónleika með Justin Timberlake. Ánægður með við- tökur nýju plötunnar E linóra Inga fæddist í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík 20.12. 1954 og ólst þar upp. Hún gekk í Ísaksskóla, Breiðagerðisskóla og Vogaskóla og lauk stúdentsprófi frá MR. Elinóra var í sveit á sumrin frá 6- 15 ára aldurs, á Snorrastöðum við Laugarvatn, í Fagradal í Dalasýslu og á Grund í Höfðahverfi. Hún lauk B.Sc.-gráðu í jarðfræði frá HÍ 1982, prófum í hjúkrunarfæði frá Hjúkr- unarskóla Íslands 1986 og kennslu- og uppeldisfræði 1994. Þá lauk hún námi í nýsköpunarráðgjöf frá hönn- unarháskólanum í Eskilstuna í Sví- þjóð 2012. Hún hefur einnig sótt nám í markþjálfun og mentor- fræðum. Elinóra hefur verið jarðfræðingur í HÍ, starfandi hjúkrunarfræðingur í Reykjavík og í Stokkhólmi og kennari við FB. Hún stofnaði fyr- irtæki 1999 um eigin hugmynd og hefur síðan annast útflutning á gæludýrasnakki, Elinora’s Royal Natural Snack. Elinóra hefur verið formaður og sat í stjórn LHM, Landssambands hugvitsmanna, 1998-2007, og er varaformaður SFH, Samtaka frum- kvöðla og hugvitsmanna. Hún stofn- aði KVENN, félag kvenna í nýsköp- un, og er nú formaður þess. Hún situr í stjórn IFIA, alþjóðasamtaka Elinóra Inga Sigurðardóttir, forstjóri ELÁS ehf. – 60 ára Kúrekar Elinóra með þremur af fimm félögum sínum í Hvelli sem hefur hampað Íslands- og bikarmeistaratitli. Frumkvöðull og línudansari Einbeitt Elinóra leikur á slidegítar sem er vinsælt hljóðfæri í kántrýtónlist. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Ertu að nýta alla næringu úr vítamíninu þínu? • Bætir ónæmiskerfið • Hressir, kætir og eykur orku • Bætir geðið og eykur virkni • Gott gegn streitu • Fyrir fólk á öllum aldri Epresat fljótandi fjölvítamín er framleitt fyrir þá sem eiga erfitt með að taka töflur og hylki eða nýta ekki nógu vel næringarefnin í því formi. Epresat vítamínin eru blönduð með jurtum sem örva meltinguna og sjá til þess að sýrustig magans haldist jafnt og upptaka næringarefnanna verði semmest. Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.