Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 45
45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014
Illur fengur hefst eins ogglæpasaga, sem hún vissu-lega er – út um gluggann áFossi á Barðaströnd sést til
dularfullra mannaferða um miðja
nótt. Fljótlega
kemur í ljós að
þeir sem þar voru
á ferð höfðu eitt-
hvað á samvisk-
unni og í sveitinni
þykjast menn
vita hvaðan þeir
komu.
Þessi saga
byggist víst á
sönnu sakamáli
vegna sauða-
þjófnaðar sem heimafólkið á Hleina-
bergi, sem heitir svo í sögunni,
stundaði í áratugi og komst upp með
vegna linku sýslumanns sveit-
arinnar. Á endanum gripu yfirvöld
fyrir sunnan í taumana og beittu
brögðum til að fá einn grunaðra suð-
ur og síðan til að fá hann til að játa.
Þetta var ævintýraleg saga og
skiljanlegt að einhver vilji gera sér
mat úr öðru eins efni. Finnbogi
kemst líka langt með að gæða hana
lífi en þó ekki alla leið – hann skortir
skáldgáfu og frásögnin verður of
skýrsluleg og þurr á köflum. Einnig
er málfar of fornt og stíllinn óþarf-
lega snúinn.
Það er auðvelt að fá samúð með
Hleinabergsfólkinu, en Finnbogi sit-
ur svo fastur í málsskjölunum að
hann missir sjónar á fólkinu sem þau
segja frá. Að sama skapi hefði verið
gaman að fregna frekar af afdrifum
þess. Rétt er þó að geta þess að
vendingin í lokin þegar sagt er frá
Skagfirðingnum sem fluttist út í Ak-
ureyjar er skemmtilegur snúningur,
ekki síst í ljósi þess hver þessi Skag-
firðingur var.
Makleg
málagjöld
Skáldsaga
Illur fengur bbmnn
Eftir Finnboga Hermannsson.
Skrudda, 2014. 132 bls.
ÁRNI
MATTHÍASSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Glæpasaga „Málfar er of fornt og
stíllinn óþarflega snúinn.“
Danski blaðamaðurinn Jes-per Stein fer vel af staðá nýjum vettvangi, enfyrsta spennubók hans,
Órói, kom út í Danmörku fyrir um
tveimur árum og nýlega í íslenskri
þýðingu.
Sagan gerist að mestu á einni
viku í mars 2007, á tímum óeirða
vegna rýmingar ungdómshússins á
Nörrebro. Maður finnst myrtur í
hverfinu og Axel Steen fer með
rannsókn málsins, sem vindur upp á
sig og er mun alvarlegra og viða-
meira en talið var í byrjun.
Stein þekkir vel til verka og sag-
an er vel samin. Hann lýsir vel bar-
áttu götublaða og málgagna upp-
reisnarsinna við lögreglu, stöðu
minnihlutahópa gagnvart kerfinu og
stríðinu við eiturlyf og mansal. Fyr-
ir vikið er frá-
sögnin trúverð-
ug og spennan
er ekki aðeins
mikil heldur tek-
ur á sig ýmsar
myndir.
Helstu per-
sónulýsingar eru
góðar. Reyndar
orkar tvímælis
að lögreglumað-
ur reyki jónur í frítímanum en að
öðru leyti er Axel Steen dæmigerð
ofkeyrð týpa sem samsvarar sér vel
sem rannsóknarlögreglumaður.
Maður hlaðinn störfum, sem hefur
varla tíma fyrir neitt nema vinnuna
og jafnvel þar rekur hann sig á
veggi.
Höfundur lýsir ekki aðeins
glæpamáli heldur skyggnist inn í
veröld helstu persóna. Hann tekur
fyrir flækjur í fjölskyldulífi og
metorðaklifur í vinnu, mistök, þrár
og vonir.
Sagan er spennandi en óþarfa
„pöddur“ trufla lesturinn á stund-
um. Þær hefði auðveldlega mátt
laga með betri prófarkalestri. Það
breytir ekki því að glæpasagan Órói
er hin besta afþreying og gaman
verður að fylgjast með Jesper Stein
í nánustu framtíð.
Jesper Stein byrjar með látum
Skáldsaga
Órói bbbmn
Eftir Jesper Stein.
Sigurður Helgason þýddi. Draumsýn
bókaforlag, 2014. 467 bls.
STEINÞÓR GUÐ-
BJARTSSON
BÆKUR
„Stein þekkir vel til verka og sagan
er vel samin,“ segir í umsögn.
Bankas t ræt i 7 er samsta r f sað i l i Ga l l e r í L i s t .
einstakt
eitthvað alveg
einstakar gjafir fyrir
einstök tækifæri
handa einstöku fólki
Úrval einstakra málverka og listmuna eftir íslenska listamenn | Skipholt 50a | S 581 4020 | www.galleril ist.is