Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Suðurlandsbraut 48 (bláu húsunum Faxafeni) · 108 Reykjavík · Sími 553 3450 · www.spilavinir.is · Sendum um land allt. Spil í jólapakkann! BEZZERWIZZER Nýtt spurningarspil á íslensku. 2007-14 ára7 Nýtt Guðni Einarsson gudni@mbl.is Blómlegt safnaðarstarf fer fram í hinni aldargömlu Hafnarfjarðar- kirkju. Kirkjan var vígð 20. desem- ber 1914, sem þá bar upp á 4. sunnudag í aðventu, og því rétt öld liðin frá vígslunni. Af því tilefni verður hátíðarmessa í Hafnarfjarð- arkirkju klukkan 11.00 á morgun. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, mun prédíka og Kristján Valur Ingólfsson vígslu- biskup þjónar fyrir altari ásamt séra Jóni Helga Þórarinssyni sókn- arpresti, Þórhildi Ólafs presti kirkj- unnar og þeim séra Gunnþór Inga- syni og séra Guðbjörgu Jóhannesdóttur sem bæði hafa þjónað við kirkjuna. Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju frumflytur nýja messu, Missa brevis, eftir Þóru Marteinsdóttur. Verkið var samið fyrir kórinn í tilefni af aldarafmæli kirkjunnar. Stjórnandi er Helga Loftsdóttir og Anna Magnúsdóttir leikur undir á píanó. Guðmundur Sigurðsson, organisti Hafnarfjarð- arkirkju, mun leika á orgel og stjórna söng Barbörukórsins. Að messu lokinni verður kirkjugestum boðið að þiggja veitingar í Hásölum Strandbergs. Eftir hádegi á morgun verður op- ið hús í kirkjunni frá klukkan 13.00 til 15.00. Þar verður á dagskrá org- elleikur, ritningarlestur og kyrrð. Í boði verður kakó og piparkökur. „Það er mikill hugur í okkur að halda uppi góðu safnaðarstarfi og engin ellimerki á því,“ sagði séra Jón Helgi Þórarinsson, sóknar- prestur Hafnarfjarðarkirkju. Hann tók við embættinu fyrir rúmu ári. Blómlegt sönglíf í kirkjunni Hann sagði að kórastarf hefði löngum verið blómlegt í kirkjunni. Þar starfa bæði barnakór og ung- lingakór sem njóta mikilla vinsælda. Meira en 100 börn og unglingar taka þátt í kórastarfinu. Helga Loftsdóttir stjórnar kórnum ásamt Önnu Magnúsdóttur. Kirkjukórinn heitir Barbörukór- inn og honum stjórnar Guðmundur Sigurðsson, organisti Hafnarfjarð- arkirkju. Í Barbörukórnum syngur fólk sem hefur lært söng og það skiptir því með sér að syngja við messur. Einnig heldur Barbörukór- inn tónleika og syngur við útfarir og aðrar athafnir. Guðsþjónustur og sunnudagaskóli eru á sunnudögum auk þess sem messað er á öðrum helgidögum. Einnig fer fram margþætt starf í kirkjunni á virkum dögum. „Yfir vetrartímann erum við með hálftíma langar messur klukkan 8.15 á miðvikudagsmorgnum. Svo er morgunverður á eftir. Þetta hefur verið gert í nokkur ár og það er fastur hópur sem sækir þessar góðu stundir,“ sagði sr. Jón Helgi. Stund- um hafa verið helgistundir í hádeg- inu og er rætt um að endurvekja þær. Þá fer fram þróttmikið ferm- ingarstarf yfir veturinn. Kvenfélag hefur starfað við Hafn- arfjarðarkirkju um áratugaskeið og styður það á ýmsan hátt við safn- aðarstarfið auk þess að vera fé- lagsstarf kirkjukvenna. Hafnarfjarðarkirkja tekur þátt í samstarfi kirknanna í Hafnarfirði sem m.a. tengist starfi eldri borgara og samverustundum á Sólvangi. Unnið er að stefnumörkun safnað- arstarfsins í tengslum við afmæl- isárið. Áformað er að efla barna- og æskulýðsstarf sem og að auka fjöl- breytni í helgihaldi og fræðslu. Hafnarfjarðarkirkja var tekin í gegn og máluð að innan árið 2008. Tvö nýleg pípuorgel eru í kirkjunni. Annað er níu radda barokk-orgel og hitt 25 radda í þýsk-rómantískum stíl. Orgeltónleikar eru í kirkjunni í hverjum mánuði yfir vetrartímann. Hafnarfjarðarkirkja í heila öld  Meira en 100 börn og unglingar taka þátt í kórastarfinu  Unnið verður að stefnumörkun safnaðar- starfsins á afmælisárinu  Hátíðarmessa á morgun í tilefni af 100 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju Morgunblaðið/Golli Sóknarprestur Jón Helgi Þórarinsson segir safnaðarstarf fjölbreytt í hinni 100 ára gömlu Hafnarfjarðarkirkju. Hafnfirðingar áttu kirkjusókn að Görðum á Álftanesi áður en Hafnarfjarðarkirkja var byggð. Hafnarfjörður fékk kaupstað- arréttindi 1908 og í kjölfar þess komst skriður á áform um bygg- ingu kirkju í bænum. Rögnvaldur Ólafsson arki- tekt, sem teiknaði m.a. Húsavík- urkirkju og Vífilsstaðaspítala, teiknaði kirkjuna. Framkvæmdir hófust haustið 1913 og lauk smíðinni á aðventu 1914. Þór- hallur Bjarnarson biskup vígði svo kirkjuna 20. desember 1914. 100 ára vígsluafmæli HAFNARFJARÐARKIRKJA VÍGÐ 20. DESEMBER 1914
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.