Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 10
Mikilvægasta stund Barn að aldri var fjölmiðlakonan Marta María Jónasdóttir farin að elda mat fyrir fjölskylduna. Hún hefur alla tíð notið þess að elda og veit fátt betra að strembnum vinnudegi loknum en að elda eitthvað dásamlegt fyrir strákana sína. Í nýrri matreiðslubók hennar sem nefnist einfaldlega MMM er höfuðáhersla lögð á heilsusamlegar sælkerauppskriftir sem ekki tekur langan tíma að undirbúa og elda. og helst seinni partinn sé engin dagskrá heldur séu bara allir heima. Ég lifi annasömu lífi og finnst góð leið að elda til þess að vinda ofan af mér eftir daginn. Mér finnst það róandi og þegar maður er mikil fjölskyldumann- eskja í hjartanu er þessi stund mjög mikilvæg og það verður að vera góð stemning í kringum mat því allt í kring á bara að vera nær- andi og gott.“ Marta María leggur áherslu á að eldamennskan taki ekki of langan tíma en sé samt vönduð og á því byggist bókin. „Nútímafólk er mjög upptekið þannig að matreiðslan þarf að taka stuttan tíma en ég legg samt áherslu á að allt sé gert frá grunni og ekki verið að kaupa tilbúnar sósur og svoleiðis. Um leið og maður fer að lesa utan á umbúðir Nýtt Á annað hundrað uppskriftir er að finna í bókinni MMM. Malín Brand malin@mbl.is Mörtu Maríu þekkjamargir úr fjölmiðlumen hún stýrir Smart-landi á vefnum mbl.is þar sem fjallað er um mat, tísku og mannlíf. Á Smartlandi Mörtu Maríu er að finna eitt stærsta upp- skriftasafn landsins en á vefnum eru yfir 3.000 uppskriftir og auð- velt að nota hann sem uppflettirit. Þær uppskriftir koma úr öllum átt- um. Sumar hefur hún geymt vand- lega og birtist úrval þeirra nú í ný- útkominni Matreiðslubók Mörtu Maríu, MMM. Ljósmyndirnar í bókinni tók æskuvinkona Mörtu Maríu, Guðný Hilmarsdóttir, og var eitt og annað rætt og rifjað upp á meðan þær unnu að bókinni. „Guðný rifjaði til dæmis upp að þegar við vorum níu ára gamlar gekk hún í hús með mömmu sinni fyrir jólin og seldi jólakort en ég var sveitt í eldhúsinu að elda spa- gettí handa sex manna fjölskyldu. Henni fannst dálítið skrýtið að ég væri ein í eldhúsinu að græja hlut- ina á meðan hún gat ekki gengið ein í hús og mamma hennar þurfti að fara með henni,“ segir Marta María og brosir að minningunni. Áhuginn á matreiðslu kviknaði greinilega snemma og hefur vaxið jafnt og þétt með árunum. Alltaf kvöldmatur kl. 19 Marta María tilheyrir mikilli matarfjölskyldu, ef svo má segja. Öllum þykir gott að borða og mat- ur skipar því veigamikið hlutverk. Á jólum var mikil veisla og einn eftirréttur var ekki látinn nægja heldur voru á borðum fjölmargar tegundir. Það var líka mikið lagt upp úr hversdagslegum sam- verustundum fjölskyldunnar um kvöldmatarleytið. „Það vara alltaf kvöldmatur klukkan sjö. Það var alltaf eldað og maður vandist því að þetta væri normið,“ segir hún og hefur sjálf haldið í þann góða sið að elda kvöldmat heima og setjast niður með sonum sínum og borða. „Mér finnst þetta mikilvæg- asta stund dagsins. Ég passa mjög vel upp á að yfir matmálstímann Spari Ekta súkkulaðikaka er bökuð fyrir sérstök tilefni. Uppskriftin fylgir hér til hliðar ásamt uppskrift að karamellubúðingi í kaffibollum. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is ENAMICRO 9 ONE TOUCH Fékk hæstu einkun hjá þýsku neytendasamtökunum en 14 vélar voru prófaðar. Hægt að velja um kaffi, espresso, latte macchiato, cappuccino eða heitt vatn í te með því að þrýsta á einn hnapp. Tilboð: ENAMicro 9 kr. 129.900 Tilboð: ENAMicro 1 kr. 95.920 Inni á bókasöfnum má gjarnan finna ró og þangað er gott að fara með börnin smáu. Þau hafa gaman af því að láta lesa fyrir sig, en í dag kl. 14 verður boðið upp á notalega sögu- stund fyrir yngstu börnin og fjöl- skyldur þeirra í aðalsafni Borgar- bókasafns Reykjavíkur í Tryggvagötu. Katrín Ósk Jóhannsdóttir rithöfundur ætlar að lesa úr bókum sínum Karó- lína og eggið og Karólína og týndu skórnir. Boðið upp á heitt kakó og smákökur. Enginn aðgangseyrir er að stundinni góðu og allir velkomnir. Vefsíðan www.borgarbokasafn.is Könguló Karólína er skemmtileg könguló sem lærir að telja og þekkja litina. Notaleg stund á bókasafninu Boðið er til skáldaveislu á veitinga- staðnum Einari Ben við Ingólfstorg í dag kl 16. Lesið verður úr fimm nýjum bók- um og Bjartmar Guðlaugsson tekur lag- ið. Einar Kárason les úr Skálmöld, þar sem glæsimennið Sturla Sighvatsson er í aðalhlutverki; Yrsa Sigurðardóttir les úr spennusögunni DNA; Þórdís Gísla- dóttirles úr ljóðabókinni Velúr og Ófeig- ur Sigurðsson les úr skáldsögunni Öræfi, en bæði Velúr og Öræfi eru til- nefndar til íslensku bókmenntaverð- launanna; Vera Illugadóttir les úr hinni rómuðu endurminningabók Jóhönnu Kristjónsdóttur, Svarthvítir dagar, þar sem höfundur dregur upp ógleyman- legar myndir af veröld bernskunnar. Endilega … … komið við á skáldaveislu Skáld Þórdís Gísla ætlar að lesa. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Gera má ráð fyrir að margir verði á þönum alla þessa helgi þar sem stutt er til jóla og allir að ljúka því af sem þarf í undirbúningnum. Þeir sem verða á hlaupum um höfuðborgina geta endað helgina á því að ganga ró- legum skrefum inn í Dómkirkjuna annað kvöld, sunnudagskvöld, því þá verða þar árlegir jólatónleikar kl. 22. Dómkórinn í Reykjavík býður öllum að koma án endurgjalds og hlýða á hann syngja ýmis jólalög sem vekja jólaandann í hug og hjarta. Dómkórinn í Reykjavík var stofn- aður árið 1978 af Marteini H. Friðriks- syni en stjórnandi núna er Kári Þor- mar. Kórinn hefur gefið út nokkra hljómdiska og haldið fjölda tónleika, bæði hér heima og erlendis. Fjölmörg verk hafa verið samin sérstaklega fyrir kórinn. Dómkórinn syngur ýmis jólalög á sunnudagskvöld Morgunblaðið/Ómar Dómkórinn Mörgum finnst jólin komin þegar hlustað hefur verið á söng hans. Gott að enda helgina á ókeyp- is tónleikum í Dómkirkjunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.