Morgunblaðið - 20.12.2014, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Samningar náðust ekki um stjórnun
veiða og skiptingu afla úr stofnum
norsk-íslenskrar síldar og kolmunna
á fundum strandríkja í London í vik-
unni. Hámarksafli var hins vegar
samþykktur í báðum tegundum og
fyrir 1. maí eiga að liggja fyrir til-
kynningar þjóðanna um hvað hver
þeirra hyggst veiða á næsta ári.
Fundir um stjórnun veiða á síld og
kolmunna árið 2016 hefjast í janúar,
en mörg ár tók að ná þeim samning-
um, sem í gildi voru fram til þessa.
Áhyggjuefni
Ákveðið var á fundinum að miða
við 1.260 þúsund tonna hámarksafla í
kolmunna. Evrópusambandið hefur
sett fram kröfur um mun stærri hlut
en sambandið hefur fengið síðustu ár
og sömuleiðis vilja Færeyingar fá
aukna hlutdeild.
Meðan kolmunnastofninn virðist
sterkur gegnir alls ekki sama máli
um norsk-íslensku síldina því stofn-
inn hefur verið á niðurleið síðustu ár.
Norðmenn og Færeyingar hafa farið
fram á verulega auknar heimildir um-
fram það sem var í eldri samningi eða
sem nemur öllum afla Íslendinga og
Rússa á þessu ári.
Kristján Freyr Helgason, sem fór
fyrir íslensku samninganefndinni í
London, segir að vonir standi til að
strandríkin virði á næsta ári skipt-
inguna sem verið hefur í gildi. Það sé
þó visst áhyggjuefni að samningar
séu ekki lengur í gildi og ekki þurfi
nema einn aðili að bregða út af til að
aðrir fylgi á eftir, veiðar fari úr bönd-
unum og afli umfram það hámark
sem ákveðið var á fundinum.
Stíf fundahöld
Kristján segir að búast megi við
stífum fundahöldum á næsta ári um
veiðar á þessum tegundum. Hann tel-
ur að gagnkvæmur vilji sé fyrir því að
ná niðurstöðu í málinu. Því verður
fljótlega á nýju ári sest að samninga-
borði, en ekki beðið nýrrar veiðiráð-
gjafar sem kemur í október ár hvert.
Ekki samið um
stjórnun veiða
Ákváðu hámark í kolmunna og síld
Ekki samið um skiptingu milli þjóða
Kolmunni
Skipting á veiðum næsta árs virði
aðilar ákvörðun um heildarafla og vinni
samkvæmt samningi sem hefur verið
í gildi.
Kvóti
Ísland
ESB
Færeyjar
Noregur
Samtals
Rússland/
Grænland
Samtals
204.458,69
353.731,25
302.976,58
298.569,60
1.159.718,11
100.281,89
1.260.000
Skíðaunnendur í borg og bæjum nærri Bláfjöllum geta
tekið gleði sína því að í gær var skíðasvæðið opnað í
fyrsta skipti í vetur. Færið ku vera með besta móti, ný-
fallinn púðursnjór. Þeir Auðunn Loki og Aron Kristinn
biðu ekki boðanna og voru mættir fyrstir á svæðið áður
en það hafði formlega verið opnað. Stólalyfturnar voru
svo settar í gang klukkan 14 og umsvifalaust tók skíða-
fólk að streyma í Bláfjöll.
Morgunblaðið/Hallur Már
Fyrsti skíðadagur vetrarins í Bláfjöllum
Stólalyfturnar voru settar í gang eftir hádegi í gær
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Verðbólga á tólf mánaða grundvelli,
samkvæmt skilgreiningu Seðlabank-
ans, mælist 0,8% í desember. Það er
langt undir spám banka og Seðla-
bankans, eins og sýnt er hér í töflu.
Ingólfur Bender, forstöðumaður
Greiningar Íslandsbanka, segir
margt skýra litla verðbólgu á árinu.
„Þær eru nokkrar en þó fyrst og
fremst sú að innflutt verðbólga hefur
verið talsvert minni en reiknað var
með. Hún hefur í raun knúið verð-
bólgu niður frekar en hitt að undan-
förnu. Þar koma við sögu hrávöru-
verðslækkanir og þá fyrst og fremst
lækkandi olíuverð. Síðan hefur gengi
krónu verið mjög stöðugt og aðeins
sterkara en við gerðum ráð fyrir í
verðbólguspá okkar 15. janúar sl,“
segir Ingólfur en bankinn spáir um
1% verðbólgu fram á mitt ár 2015.
Bankinn telur að innlendur kostn-
aður muni vaxa eftir því sem slakinn
hverfur úr hagkerfinu, þ.m.t. laun.
Stefán Ólafsson, prófessor í fé-
lagsfræði við Háskóla Íslands, telur
að nú séu kjöraðstæður til að örva
eftirspurn með því að hækka launin.
Reynslan hafi sýnt að „verðbólgu-
áhrif launahækkana á þessu ári hafi
verið minna en óveruleg“.
Rétti tíminn til að hækka launin
„Ég tel að þetta séu kjöraðstæður
til að láta á það reyna núna að auka
eftirspurnina í hagkerfinu með
kaupmáttaraukningu. Við sjáum
reynsluna af síðustu kjarasamning-
um. Þá var samið mjög hóflega um
2,8% hækkun nafnlauna. Við endum
árið með að minnsta kosti helmingi
meiri kauphækkun á almennum
vinnumarkaði, tæplega 6%. Samt fer
verðbólgan niður,“ segir Stefán og
vísar til þess að laun á almennum
markaði hækkuðu um 2,8% 1. jan. sl.
„Við stöndum frammi fyrir hætt-
unni á verðhjöðnun og samdrætti.
Þannig að þetta hljóta að vera kjör-
aðstæður til þess að sækja fram með
alvörukaupmáttaraukningu. Það er
auðvitað svo að kaupmátturinn fór
óvenjumikið niður með hruninu. Það
hefur alltof lítið endurunnist af því,
þótt það sé eitthvað. Þetta er þá ef til
vill það sem við þurfum helst á að
halda núna,“ segir Stefán.
„Þjóðarframleiðsla á mann hefur
aukist talsvert meira en einkaneysl-
an frá því uppsveiflan hófst árið
2011. Ef mið er tekið af því að kaup-
máttur megi aukast jafn mikið og
framleiðnin, þ.e. þjóðarframleiðsla á
mann, á hverju ári, sem er algengt
viðmið í grannríkjunum, þá mætti
segja að við ættum að ráða vel við
4-6% kaupmáttaraukningu á næsta
ári, án þess að verðbólga verði að
vandamáli. Þegar framleiðni hefur
aukist meira en laun og einkaneysla
á þennan hátt þá eigum við inni-
stæðu, sem taka mætti út núna. Það
yrði gott bæði fyrir atvinnulífið og
heimilin,“ segir Stefán.
Verðbólgan er langt undir spám
Bankarnir og Seðlabanki Íslands spáðu í ársbyrjun að verðbólga yrði 2,6-3,9% í ár Hún er nú 0,8%
Prófessor í félagsfræði telur að hægt sé hækka laun myndarlega án þess að verðbólga farið af stað
Verðbólguspár bankanna
Spár um ársverðbólgu í %
*Seðlabankinn leggur fram verðbólguspámeð óvissubilum.Hér er valin almenn spá SÍ.
**Bankinn lagði ekki fram spá fyrir 2016 í byrjun þessa árs.
Hagspá Arion banka 19. febrúar 2014
Verðbólguspá Greiningar Íslandsbanka
15. janúar 2014**
Þjóðhagur Landsbankans, Hagspá 2013-2016
í nóvember 2013
(meðaltal árs er haft innan sviga)
Verðbólguspá Seðlabankans í Peningamálum
í febrúar 2014*
2013
3,9
4,2
3,8 (3,5)
3,8
3,1
3,1
3,9 (3,4)
2,6
2014
3,6
3,3
3,8 (3,6)
3,5
2015
3,7
3,6
3
2016
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að
gera eins árs samning við Ný-
listasafnið um leigu á húsnæði á
Bankastræti 0 þar sem áður voru
snyrtingar kvenna og karla. Óskuðu
bæði Samband íslenskra myndlist-
armanna og Nýlistasafnið eftir að fá
að nýta rýmið til sýninga.
Snyrtingarnar voru lagðar niður
árið 2007 og rýmin, sem eru neð-
anjarðar, voru friðuð og hafa því ver-
ið ónotuð síðan. Um er að ræða til-
raun til að koma lífi í ónotaða rýmið.
Þorgerður Ólafsdóttir, safnstjóri Ný-
listasafnsins, segist hlakka til að tak-
ast á við þetta verkefni og ætlar safn-
ið að bjóða upp á fjölbreyttar
sýningar, viðburði og gjörninga í
rýminu. „Þetta er frábært fyrir
menningarlífið í Reykjavík enda eru
innréttingar rýmisins afar fallegar.
Það hafa margir verið spenntir fyrir
því að nota rýmið þannig það verður
skemmtilegt að sjá þetta verða að
veruleika,“ segir Þorgerður. Ljóst er
að mikla vinnu þarf til þess að koma
rýminu í gott ástand en safnið ætlar
að halda í upprunalegar innréttingar
rýmisins og verða því salernisbásar
hluti af þessu tímabundna verkefni
safnsins.
Nýlistasafnið flutti í nýtt húsnæði í
Breiðholti fyrr á árinu og hefur auðg-
að menningarlífið þar með sýn-
ingahaldi, fræðslu og rannsóknum. Í
umsögn menningar- og ferða-
málasviðs Reykjavíkurborgar er Ný-
listasafnið, sem er rekið af starfandi
myndlistamönnum, sagt einstakt í
menningarflóru borgarinnar. Er sýn-
ingarýmið talið líklegt til þess að
vekja nýjar hugmyndir og fyr-
irkomulagið styðja við menningarlíf í
hjarta Reykjavíkur. benedikta@mbl.is
Salerni breytt í sýningarými
Nýló tekur við
Bankastæti núllKaupum bíla
Hærra uppítökuverð
Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með
fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum.
Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is
og við sendum þér staðgreiðslutilboð
þér að kostnaðarlausu.