Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Spennandi, skemmtileg og gagnrýnin Djásn – Freyju saga bbbbn Eftir Sif Sigmarsdóttur. Mál og menning, 2014. 405 bls. Djásn er síð- ara bindi Freyjusögu, sem gerist í framtíðinni, eftir náttúruhamfarir sem urðu til þess að Íslend- ingar lifðu einir af og hafast við á hálendi Íslands. Í fyrri bókinni, Múrnum, sagði frá unglingsstúlk- unni Freyju sem bjó í borginni Dó- nol, umlukt múr þar sem örlög fólks voru ákveðin á unglingsaldri þess og það bjó við kúgun og örbirgð. Í Djásni er Freyja komin til Van- heima, þar sem nokkuð önnur mynd blasir við; fögur stórhýsi standa við þráðbeinar götur, íbúarnir stytta sér stundir við að kaupa sér ýmsan varn- ing í Miðstöðinni og allir virðast hafa allt til alls. Freyja er fræg og dáð, lausnari ríkisins og dóttir forseta ríkjasambandsins, sem auk Van- heima samanstendur af sjö öðrum héruðum sem sum bera nöfn úr nor- rænu goðafræðinni. Þegar betur er að gáð viðgengst alveg jafnmikil kúgun í Vanheimum og í Dónol, þótt hún birtist á annan hátt. Íbúar Vanheima vinna baki brotnu fyrir Yfirdráttinn, sem þeir taka út í Miðstöðinni með því að kaupa Djásn, alls konar varning, og greiða með því að skanna ígrædda örflögu. Yfirvöld hvetja landsmenn til að kaupa sem mest af Djásnum, helst óþörfum, því þannig öðlist þeir framhaldslíf, en það þýðir að þeir eru meira eða minna í vinnunni allan sólarhringinn. Öflug yfirstétt ríkir í landinu og trúarbrögðin felast í átrúnaði á hetjur Íslendingasagn- anna og að komast í vímu. Stjórn- völd hamra á þjóðernisrembingi og einskis er svifist í nýtingu náttúr- unnar og auðlinda hennar. Þegar Dónol gengur í ríkjasambandið er aðeins eitt sjálfstætt ríki eftir; Jötunheimar þar sem íbúar lifa í sátt við náttúruna og kæra sig ekki um lífsstíl Vanheima. Til að innlima Jöt- unheima ákveður forsetinn, pabbi Freyju, að nota dóttur sína sem hálf- gerða skiptimynt og það hugnast henni lítt. Djásn er nokkuð öflug ádeila og má finna þarna ýmsar hliðstæður við íslenskt samfélag fyrr og nú og líka önnur samfélög. Á köflum er býsna langt gengið í gagnrýni, draga hefði mátt úr sums staðar og leyfa sög- unni að flæða betur. Þetta er í heild- ina vel skrifuð bók og Freyja er eng- inn súper-unglingur, eins og títt er um persónur í bókum svipaðrar teg- undar. Flestar aðrar persónur eru margþættar og vel unnið úr þeim, helst eru það vondu kallanir sem eru helst til einhliða og óspennandi. En upp úr stendur að hér er sögð skemmtileg saga, spennandi og full af óvæntum uppákomum. Óhugnaður í kirkjugarði Rökkurhæðir – Vökumaðurinn bbbnn Eftir Mörtu Hlín Magnadóttur og Birgittu Elínu Hassell. Bókabeitan, 2014. 189 bls. Vökumaður- inn er sjötta bókin í Rökk- urhæðaröðinni, þar sem fjallað er um yfirnátt- úrlega atburði í úthverfinu Rökkurhæð- um. Í bókunum er fjallað um ýmis óhugn- anleg atvik sem börn og unglingar lenda í í hverfinu og hér er að- alsöguhetjan unglingsdrengurinn Pétur Kristinn, sem sér og skynjar meira en flestir. Hann er nýfluttur í gamalt hús þar sem hræðilegir at- burðir hafa gerst og finnur strax að þar er eitthvað á sveimi. Hann fær hjálp vina sinna, bæði þessa heims og annars, til að leysa gátu sem á upphaf sitt aftur í fortíðinni. Inn í þetta blandast unglingaástir, vinir, skóli og samskipti við foreldra, og ýmis minni í þjóðsögum og ævintýr- um krydda söguna, sem gerist að mestu í gömlum kirkjugarði. Vökumaðurinn er sjálfstæð saga, eins og aðrar Rökkurhæðabækur, þótt talsvert sé um vísanir í atburði og persónur fyrri bóka, t.d. koma sömu persónurnar ítrekað fyrir ým- ist sem aðal- eða aukapersónur. Það veldur þó ekki því að sagan verði eitthvað ruglingsleg eða lesandanum finnist hann skorta einhverjar upp- lýsingar. Pétur Kristinn er viðkunnanlegur unglingur og prýðilega skrifuð per- sóna. Vinur hans, Elli ofurhugi, er skemmtilegur karakter og vinkonan Vigdís forvitin og glögg, en aðrar persónur eru fremur litlausar. Sag- an er ágætlega uppbyggð, byrjar með hefðbundnum Rökkurhæða- óhugnaði, en verður síðan nokkru hófstilltari en fyrri Rökkurhæða- bækur. Það gætu sumir talið kost, en aðrir (þar með talin undirrituð) sakna hugsanlega meira krassandi og ógeðfelldra lýsinga. En þetta er fyrirtaks afþreying fyrir unglinga og aðra sem hafa yndi af dularfullum atburðum. Prúðmenni í helvíti Teningur Mortimers – Djöflastríðið bbbmn Eftir Kenneth Bøgh Andersen. Björt, 2014. 327 bls. Hið einstaka prúðmenni, unglingspilt- urinn Filip Engils, er hér kominn aftur á stjá í annarri bók af fjórum danska höf- undarins Ken- neths Bøgh Andersen um Djöflastríðið. Í fyrstu bókinni hafnaði Filip í helvíti fyrir misgáning og í þessari bók þarf hann að fara aftur í undirheima til að aðstoða engan annan en dauðann sjálfan, sem reyndar heitir Morti- mer, sem hefur týnt teningnum sín- um sem hann varpar til að skera úr um hversu löngum tíma fólki er út- hlutað á lífi. Að launum fyrir hjálp- ina fær Filip nokkuð sem fær hann til að velta vöngum yfir réttu og röngu, ódauðleika mannsins, lífinu og tilverunni. Með Satínu vinkonu sinni, djöflinum síkáta, leysir hann gamlar ráðgátur er þau fara um víð- an völl í neðra, þar sem býsna ókræsilegt er um að litast eins og nærri má geta. Fordæmdir líða þar eilífar vítiskvalir, púkar og aðrar ill- ar verur iðka þar sín illskubrögð og lýsingarnar, sem á köflum eru býsna myndrænar, eru ekki fyrir við- kvæma. Þrátt fyrir skuggalegt umhverfi er mikilvægt fyrir þá sem dvelja í helvíti að hafa þroska til að gera greinarmun á því sem er rétt og rangt og standa með sjálfum sér og vinum sínum. Og djöflar, demónar og aðrir árar eiga bæði sínar góðu og slæmu hliðar, rétt eins og þeir sem búa ofanjarðar. Í fyrstu bókinni um djöflastríðið, Lærlingi djöfulsins, voru persónur og sögusvið kynnt til sögunnar og grunnurinn lagður að áframhaldandi frásögn. Vissulega er oft vísað til þeirrar bókar í Teningi Mortimers, en vel er þó hægt að lesa hana án þess að hafa lesið fyrstu bókina. Þetta er ekki hreinræktuð fram- haldsbók, en ekki er óhugsandi að marga fýsi að lesa þá fyrri eftir lest- ur þessarar. Í bókinni er ýmsum spurningum velt upp eins og t.d. hvort það sé eft- irsóknarvert að lifa að eilífu og hversu langt maður sé tilbúinn að ganga fyrir þá sem maður elskar. Þetta er frumleg, skemmtilega skrif- uð og spennandi bók og þeir sem lásu fyrstu bókina munu væntanlega gleðjast. Djöflar, djásn og óhugnaður Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar og þýddar unglingabækur Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Fyrirtaks „Þetta er fyrirtaks afþreying fyrir unglinga og aðra sem hafa yndi af dularfullum atburðum,“ segir um nýjustu Rökkurhæðabókina. Frumlegur „Þetta er skemmtilega skrifuð og spennandi bók.“ Morgunblaðið/Rósa Braga Öflug „Djásn er nokkuð öflug ádeila og má finna þarna ýmsar hliðstæður við íslenskt samfélag fyrr og nú og líka önnur samfélög,“ segir um bók Sifjar. BÆKUR Of Icelandic Nobles & Idiot Savants Translated by Hallberg Hallmundsson and Julian Meldon D’Arcy An Anthology of theWritings of the Novelist, Essayist, and Humorist Thórbergur Thórdarson The funniest chapters from the writings of Mr. Thórdar- son, along with the most daring, as for example his letter to a Nazi from the year 1933. The books are available in all of the bigger bookshops The Poetry of Egill Skallagrímsson, Hallgrímur Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Stephan G. Stephansson, Einar Benediksson, Davíð Stefánsson, Tómas Guðmundsson, Jón Dan, Kristján frá Djúpalæk, Jón úr Vör, Einar Bragi, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Sigurður Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir, Ísak Harðarson, Jónas Þorbjarnarson and many more. Of Icelandic Nobles is 217 pages and Potpourri is 243 pages. Distributed by Forlagið – JPV. Also published by BRÚ: A Potpourri of Icelandic Poetry Through Eleven Hundred Years Translations and biographies by Hallberg Hallmundsson From the writings of an Icelandic humourist THÓRBERGUR THÓRDARSON Translated by HALLBERG HALLMUNDSSON andJULIAN MELDON D’ARCY “Long esteemed as a leading stylist andhumorist, Thórdarson is a peculiarmixture of paradoxical traits: a clear andkeen intellect and a singularly gulliblenature. He was an avowed Communistbut inasmuch as he accepted the conceptof life after death, he denied materialismAbove all, he was a firm believer inghosts, which he ‘felt’ everywhere aroundhim. For a time, he became a theosophistpracticed yoga, and even wrote a bookon the subject. In addition, he remainedone of the most ardent Esperantists inIceland. Through all his diverse interestcould be seen a man who was, basicallyan honest seeker after truth, althoughpolitically, he seemed to have found ionce and for all. Thórdarson wrote essays, biographiespoetry and autobiographical works. Hieccentricity, crowned with a brillianstyle and an ever present humor, whichhe frequently pointed at himself, resultedin some of the most original and uniqueworks of modern Icelandic literature.” HALLBERG HALLMUNDSSONFROM AN ANTHOLOGY OF SCANDINAVIAN LITERATURE ISBN 978-9935-9118-2-7 9 789935 911827 , . , s , , t , s t An Anthology of the Writings of the Novelist, Essayist, and HumoristThórbergur Thórdarson Translated by HALLBERG HALLMUNDSSONand JULIAN MELDON D’ARCY Of Icelandic Nobles & Idiot Savants Reykjavík 2014 O f Icelandic N obles & Idiot Savants Translated by:H .H allm undsson and Julian M .D ’A rcy 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.