Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 76
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 354. DAGUR ÁRSINS 2014
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Henti Fréttablaðinu í bunkum
2. Falin myndavél sýnir brot Apple
3. Átta börn fundust stungin til bana
4. Fann ferðafélaga með rétt nafn
Dúettinn My Bubba, skipaður hinni
sænsku My Larsdotter og Guðbjörgu
Tómasdóttur, lék í Det store Jule-
show, árlegum jólatónlistarþætti
danska ríkisútvarpsins, DR, sem
sýndur verður á RÚV annað kvöld kl.
20.45. Sinfóníuhljómsveit DR sá um
tónlistarflutning og ýmsir norrænir
listamenn stigu á svið, m.a. Zara
Larsson og Christopher frá Svíþjóð,
Donkeyboy frá Noregi, Nik og Jay og
Caroline Castell frá Danmörku og My
Bubba. Guðbjörg segir það hafa verið
óvænt og ánægjulegt fyrir þær My að
vera beðnar að spila í þættinum. „Við
vorum að spila með Damien Rice þeg-
ar við fengum fréttirnar og áttum að
stíga á svið í hinu margrómaða
Apollo Theatre í New York um kvöldið
svo við höfðum ekki mikinn tíma til
að hugsa um þetta. Við sögðum bara
já,“ segir Guðbjörg.
My Bubba í jólatón-
listarþætti DR
Listavefurinn Blouinartinfo birti í
vikunni lista með átta lögum sem
myndlistarmaðurinn Ragnar Kjart-
ansson segist hlusta á í vinnustofu
sinni. Lögin átta eru „None But the
Lonely Heart“ með Frank Sinatra,
„Nenni“ með Teiti Magnússyni, „I
Remember“ með Molly Drake, „Form-
idable“ með Stromae, „New Career in
a New Town“ með David Bowie,
„Battle Cry“ með
Angel Haze,
„Nulla in mundo
pax sincera“ eft-
ir Vivaldi og
„Blue Christmas“
með Elvis Presley
og Martinu
McBride.
Sinatra og Teitur á
vinnustofu Ragnars
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan 15-23 m/s með snjókomu en síðar slyddu eða
rigningu. Hægari og þurrt fyrir norðan og austan fram eftir degi. Hiti 0 til 7 stig.
Á sunnudag Suðvestlæg eða breytileg átt víða 3-10 m/s og él en snjókoma með köflum
á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 7 stig. Á mánudag Norðaustan 10-18 m/s norð-
vestantil og á annesjum nyrst. Hægari vindur annars staðar á landinu fram á kvöld. Snjó-
koma um landið fyrir norðan en stöku él syðra. Hiti breytist lítið.
Keflavík missti í vikunni Bandaríkja-
manninn William Graves til Ísraels og
var án Damon Johnson og Arnars
Freys Jónssonar vegna meiðsla en
náði samt sem áður að vinna tíu stiga
sigur á slöku liði Hauka í gærkvöld,
95:85, í Dominos-deildinni í körfu-
knattleik. Keflavík komst þar með
upp í 5. sæti deildarinnar í þessum
síðasta leik fyrir jólafrí. »2
Graves til Ísraels
en Keflavík vann
Elsa Sæný Valgeirsdóttir
hafði með sér tvær peysur á
verðlaunaafhendingu eftir
fyrri hluta keppnistímabilsins
í blaki. Hún var valin besti
þjálfarinn í Mizuno-deild karla
og tók við þeim verðlaunum í
HK-peysu en skipti svo yfir í
Stjörnu-peysuna og tók við
verðlaunum sem leikmaður.
Hún segir veturinn vissulega
hafa verið skrýtinn en
gengið furðuvel. »1
Varð að vera fljót
að hafa fataskipti
Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í
knattspyrnu, er afar ánægður með að
hafa brotið ísinn og skorað sín fyrstu
mörk fyrir spænska liðið Real Socie-
dad. Hann kann mjög vel við nýjan
þjálfara liðsins, Skotann David Moyes
og segir að nú þurfi hann að standa
undir því trausti sem sér hafi verið
sýnt og sanna að hann eigi heima í
liðinu. »3
Ánægður með að hafa
brotið ísinn og skorað
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hátíð ljóss og friðar er handan við
hornið og í Tungu í Neskaupstað er
nánast allt tilbúið. „Ég á bara eftir
að ryksuga,“ segir Unnur Bjarna-
dóttir, sem fæddist í húsinu 1933 og
hefur búið í því síðan, í liðlega 81 ár,
en á jóladag halda hún og eiginmað-
urinn Ásgeir Lárusson upp á 60 ára
brúðkaupsafmæli. Að sjálfsögðu í
Tungu sem hefur verið þeirra sam-
eiginlega heimili alla tíð.
Frá því þau hófu búskap hafa þau
skreytt húsið fyrir jólin. „Fyrstu
jólin var lítill peningur til en við
reyndum að gera eins og við gát-
um,“ segir Ásgeir, sem er á tíræð-
isaldri og nýbúinn að koma skreyt-
ingunum fyrir með aðstoð
eiginkonunnar, sem sér alfarið um
gluggaskreytingarnar innanhúss og
ýmislegt annað. „Ég get haldið á
ýmsu og eitthvað klifrað, held í
spotta fyrir manninn þegar við er-
um komin út fyrir hússins dyr,“ seg-
ir Unnur. „Hún er eitilhörð og dug-
leg,“ segir Ásgeir eða Geiri Lár í
Tungu eins og hann er kallaður.
Mikil vinna
Ásgeir segir að skreytingarnar
taki sinn tíma. „Þetta er heilmikið
verk,“ segir hann og bætir við að
hann fái ljósin að mestu í Neskaup-
stað og fylli svo á þegar hann eigi
leið um Reykjavík. „Það fara þó-
nokkuð margir dagar í þetta og ég
tala ekki um þegar maður er orðinn
svona fullorðinn.“ Áréttar að hann
fari ekki upp í eins háa stiga og áður
og sæti lagi þegar veður sé gott.
„Þetta tekst samt einhvern veginn
alltaf og lukkast ágætlega. Og ég
hef aldrei orðið fyrir skaða.“
Foreldrar Unnar bjuggu í Mið-
firði og fluttu litla húsið þaðan í
Neskaupstað 1923, en Ásgeir
byggði svo við það og yfir það.
„Húsið hét Hóll í Miðfirði en hér var
sandmelur, sem myndaði tungu og
þess vegna var húsið nefnt Tunga,“
segir Unnur. „Hér hefur alltaf verið
góður andi og ég hef aldrei getað
hugsað mér að flytja.“
Þegar Ásgeir var 75 ára hætti
hann að vinna en hann var fulltrúi
bæjarfógeta í Neskaupstað í 40 ár
auk þess sem hann var fréttaritari
Morgunblaðsins í 15 ár. „Það var
gríðarlega mikið að gera hérna þeg-
ar norsk-íslenska síldin var við
dyrnar hjá okkur,“ rifjar hann upp
með glampa í augum. „Þá lágu 70 til
80 skip inni á firðinum og því nóg að
gera hjá mér fyrir utan fasta-
starfið.“
Hann ekur um á 14 ára gömlum
Subaru og er ánægður með gripinn.
„Hann hefur aldrei klikkað. Það
eina sem ég hef þurft að gera er að
skipta einu sinni um geymi.“
Eiga bara eftir að ryksuga
Hafa skreytt
Tungu í Neskaup-
stað saman í 60 ár
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Skreytingar Unnur Bjarnadóttir og Ásgeir Lárusson hafa komið upp öllum skreytingum inni og úti.
Upplýstur skógarlundur Tunga er vel skreytt að vanda á jólum.