Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Á nyrðri heim- skautasvæðunum lifa um fjórar milljónir manna. Þær hafa haft lítil áhrif á gróðureyð- ingu og loftmengun. En samtímis byggir fólkið svæði sem er gríðarlega þýðing- armikið þegar kemur að framvindu lífsskil- yrða. Jöklar, hafís, pól- sjór, kaldir haf- straumar og jarðklaki eru breytur í veðurfarsjöfnunni; svo stórar að miklar breytingar náttúrufars á svæðinu skipta sköpum fyrir mann- kynið. Þegar menn nú standa í ræðustól og fagna opnun norðursins sem hafsjó tækifæra og sæg erfiðra verk- efna er þörf á að staldra við og segja: – Já, kannski, en horfumst í augu við raunveruleikann og málum ekki enn eina rósrauða mynd af okkur sjálf- um og veröldinni. Við erum ekki lengur á braut sem stefnir að hlýnun undir tveimur stig- um á heimsvísu heldur að illviðráð- anlegri fjögurra stiga hækkun. Enn má þó ná fyrra markmiðinu, ef þjóð- ir heims taka sig saman í fullri al- vöru á loftslagsráðstefnunni í Kaup- mannahöfn, COP 2015. Áhuginn á norðrinu Heimskautasvæðin voru lengst af ekki skrifuð hátt meðal stjórnmála- manna eða umsvifamanna; athafna- skálda sem svo hafa verið nefnd, gjarnan af aðdáun. Land- og haf- svæðin hafa heldur ekki staðið hátt í huga almennings vegna fjarlægðar og óaðgengileika. Margar þjóðir hafa skipulagt heimskautastofnanir og samstarf þeirra um nám, rann- sóknir og miðlun til samfélaga og þjóða margfaldast. Norðurheimskautsráðið og hlið- arafurðir stofnunarinnar eru stað- festing þess að þjóðir á norður- slóðum, og allmargar utan þeirra, hafa tekið upp bráðnauðsynlegt samstarf til að koma þar á sam- ræmdu skipulagi og jákvæðum að- gerðum. Á allra síðustu árum hafa svo augu fjárfesta, fjármálastofnana og ríkjaráðuneyta beinst að svæðinu. Ástæðan er einföld: Skyndilega blas- ir við að aðgangur að gjöfulum auð- lindum opnast og nýjar siglingaleiðir að auki. Mikill auður og digur hagn- aður getur fallið mörgum í skaut; reyndar eftir himinháar fjárfest- ingar. Talið er að um 90 milljón milljónir dala fari ef til vill í þær á næstu árum. Réttur frumbyggja og hugmyndafræði Eins og oftast í mannkynssögunni við sókn auðlindanýtenda inn á ný landsvæði eru þar fyrir mannverur. Hver kann ekki sögur um misbeit- ingu valds gegn fólkinu og hundsun á þeirra rétti eða lífsháttum? Nú til dags er ekki unnt að fara þannig óheft fram á norðurslóðum. Frum- byggjar hafa skipulagt sig og sett fram sínar kröfur og staðið á sínum rétti. Að því sögðu er ekki þar með viðurkennt að viðhorf frumbyggja séu í alla staði og ávallt rétt. Meg- inatriðin eru þó ljós. Rétt frum- byggja til að lifa af náttúrunni og í sátt við hana ber að virða. Líka rétt þeirra til að ákvarða hvernig þeir að- lagast breyttum aðstæðum og tækni og rétt til sjálfbærrar auðlindanýt- ingar. Misgjörðir liðinna áratuga ber að bæta fyrir. Þúsunda ára reynsla frumbyggja af sambýli við náttúru norðursins á erindi við alla sem koma að mál- efnum norðurslóða. Þar er að finna upplýsingar, viðhorf, hugmynda- fræði og aðferðir sem eiga fullt er- indi í alla ákvarð- anatöku um næstu og fjarlægari skref við nýtingu og stjórnun norðurslóða. Efla verð- ur miðlun frá frum- byggjum til okkar, t.d. með stofnun Frum- byggjaskóla SÞ. Auðlindir á norðurslóðum Þrenns konar höf- uðauðlindir eru mest áberandi í umræðunni um „tækifæri og áskor- anir“ á norðurslóðum: Jarðefnaelds- neyti, málmar og steinefni og loks land undir vegi, járnbrautir, orku- og efnaleiðslur, flugvelli og hafnir. Tækifærin eru sögð felast í auð- legð og framförum, ásamt hagvexti, en áskoranirnar í að minnka eða koma í veg fyrir rask og mengun, og enn fremur neikvæð áhrif á sam- félög manna. Hvernig finnum við jafnvægið á milli þessara póla? Hve- nær er best að láta verkefni kyrr liggja? Margir vilja ræða þetta til hlítar og láta náttúru og vilja nærsam- félaga ráða mestu en aðrir meta tækifærin mest og telja tækni og góðan vilja einkafjármagnseigenda, í samvinnu við ríki og þjóðir, geta leyst vandamálin. Og jafnvel fer þannig að gamaldags orðanotkun er tekin upp sbr. sérútgáfu Morg- unblaðsins 1. nóvember 2014. Ensk þýðing á hugtakinu norðurslóðasókn er þar orðin að: Conquering the north – norðrið sigrað. Þegar þess er gætt að þumalfingursregla í olíu- og gasvinnslu er á þann veg að fyrir hvern dollar sem fjárfest er fyrir fást tíu í staðinn, ef sæmilega tekst til, er ekki að undra að margir vilji sigrast á … hverju? Meiri olía og gas? Enn eru um 70% raforku heimsins framleidd með jarðefnaeldsneyti og langmest af farartækjum veraldar gengur fyrir því. Um þaulrætt viðmið eru flestir vísindamenn og fjölmargar al- þjóðastofnanir, líka fjármálastofn- anir, sammála: Aðeins má vinna 25- 30% þekktra olíu- og gaslinda. Vinnsla umfram það er því miður fyrst og fremst drifin áfram af hagn- aðarvon fyrirtækja og skorti á sam- félagslegri ábyrgð. Verulegt magn olíu og gass er að finna á norð- urslóðum og er vinnsla þegar hafin næst meginlöndunum en fjær, við strendur Grænlands, Jan Mayen, og á miklu sjávardýpi, er hún enn allt of dýr. Rússneskur sérfræðingur á ráðstefnu Arctic Circle 2014 nefndi að 60% af olíu- og gasþörf samtím- ans yrðu að koma úr óþekktum lind- um og af þeim væri stór hluti í norðrinu. Og hann upplýsti um leið að umhverfisáhrif leitar og vinnslu væru „largely unknown“ – að mestu leyti óþekkt. Vissulega er vitað nægilega mikið um áhrif olíuleitar, olíuvinnslu og vaxandi notkunar jarðefnaeldsneytis til að þau megi meta. Andsvarið við framrás olíu- og gasrisanna í norðri á að vera þetta: Setja verður núverandi vinnslu skorður og hverfa frá frekari hug- myndum um stórfellt nám jarð- efnaeldsneytis á norðurslóðum. Öflugari námuvinnsla? Önnur námuvinnsla en vinnsla gass og olíu er þegar hafin norðan heimskautsbaugs. Sókn í málma og sjaldgæf jarðefni er skilgetið af- kvæmi kröfu um tækniframfarir, æ fleiri mannvirki og sem mestan hag- vöxt. Opinn aðgangur að námu- vinnslu, án tillits til burðargetu nátt- úrunnar á námustöðum, með skertri getu staðbundinna samfélaga til að lifa samkvæmt eigin, lýðræðislegu ákvörðunum, og sem sniðgengur raunverulegar þarfir mannkyns, er andstæð okkur öllum. Sú röksemd að námuvinnsla leiði til uppbygg- ingar innviða og þar með framfara er til lítils, því hún lýtur þörfum fyr- irtækja en afar sjaldan þörfum sam- félaga eins og þau skilgreina þær. Námavinnsla er aldrei sjálfbær og verður að undanskilja hana öllum merkingum eða tali um sjálfbærni. Líta ber á takmarkaða vinnslu jarð- efna sem nauðsynlegan fórn- arkostnað við velferð mannkyns og þá um leið að lágmarka umhverfis- áhrifin með mótvægisaðgerðum. Í stað stórsóknar fyrirtækja inn í þennan heim verður að nýta al- þjóðlega samvinnu heimskautaríkja og alþjóðastofnana á jafnrétt- isgrunni til þess að skilgreina þá vinnslu sem mörg landsvæði geta borið með lágmarks umhverfisáhrif- um og í samræmi við þarfir alþjóða- samfélagsins, ekki einstakra ríkja eða fyrirtækja. Kapphlaup og árekstrar? Til eru þeir sem telja að samvinna í Norðurskautsráðinu og samvinna þess og margra landa, sem þar hafa áheyrnarfulltrúa, geti tryggt að ekki verði alvarlegir átrekstrar við opnun norðursins, hve langt sem hún kann að ná að lokum. Aðrir óttast að ströng hags- munagæsla hvers ríkis og merki um nýja og aukna heruppbyggingu séu til vitnis um að andstæðingar takist á þegar fram í sækir. Ekki endilega með vopnavaldi heldur með því að helga sér og tryggja haf- og botn- svæði og segjast munu verja þau. Önnur ríki gætu reynt að koma sér fyrir, beint eða bakdyramegin, með verkefnum, fólki og aðstöðu í lönd- Opnun norðursins Eftir Ara Trausta Guðmundsson » Við erum ekki lengur á braut sem stefnir að hlýnun undir tveimur stigum á heimsvísu heldur að illviðráð- anlegri fjögurra stiga hækkun. Ari Trausti Guðmundsson Ísjakar Skútan Ópal frá Húsavík í Scoresbysundi. Jakinn hefur brotnað af nálægum skriðjökli. Grænland Séð fyir hluta Scoresbysunds á Austur-Grænlandi, stærsta fjörð heims. Hérar Snæhérar eru algengir á norðurslóðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.