Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Strætó bs. hefur orðið að fella niður 178 ferðir á landsbyggðinni það sem af er desembermánuði, fyrst og fremst vegna veðurs og ófærðar. Flestar hafa ferðirnar verið áætl- aðar á Vestur- og Norðurland, eða 80, en á Suðurlandi hafa 48 ferðir verið felldar niður og 50 á Norð- austurlandi. Strætó rekur þessar leiðir fyrir viðkomandi landshluta- samtök, sem verða fyrir tekjutapi af þessum sökum, svo ekki sé minnst á þá röskun sem þetta hefur haft í för með sér fyrir farþegana. Sú ferð sem oftast hefur þurft að fella niður er á leið nr. 57, á milli Reykjavíkur og Akureyrar, eða 66 sinnum frá mánaðamótum til dags- ins í gær. Í ljósi ófærðar á norð- urleiðinni kemur það ekki á óvart en sá strætó fer um vindasama staði og erfiða fjallvegi, eins og Kjalarnes, fyrir Hafnarfjall, yfir Holtavörðuheiði, Þverárfjall og Öxnadalsheiði. Næst þar á eftir kemur ferð á leið 51, á milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði, sem 37 sinnum hefur verið felld niður, síðast í gær frá Höfn vegna slæmrar veðurspár. Vagn 51 frá Reykjavík fór aðeins að Vík í Mýrdal og sneri þar við. Ferðir leiða 78 og 79 hafa hvor um sig fallið niður 22 sinnum, en vagnar þeirra ganga annars vegar á milli Akureyrar og Siglufjarðar og hins vegar á milli Akureyrar og Þórshafnar. Aðrar ferðir hafa gengið greiðar fyrir sig, eins og sjá má á meðfylgj- andi töflu. Til viðbótar má nefna að ferðir um Suðurland, leiðir nr. 72- 75, hafa einu sinni fallið niður, á hvorri leið um sig. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að þegar ákveðið er að fella niður ferð- ir sé fyrst og fremst stuðst við var- úðarviðmið Samgöngustofu og Vegagerðarinnar en ófærðin hefur einnig stöðvað vagnana. 178 ferðir felldar niður hjá Strætó Niðurfelldar ferðir Strætó í desember Leið Ferðir Leið 57 66 Leið 51 37 Leið 78 22 Leið 79 22 Leið 52 7 Leið 59 7 Leið 56 6 Leið 58 5 Leið 82 2  Tíðarfarið á aðventunni hefur raskað ferðum Strætó á landsbyggðinni  Oftast verið fellt niður á milli Reykjavíkur og Akureyrar eða 66 sinnum  Leiðin milli Reykjavíkur og Hafnar einnig verið erfið Morgunblaðið/Golli Strætó Farþegar á leið upp í vagn 57 í Mjódd, á leiðinni norður. Vetrarlandið hefur fært þeim gleði sem hafa unun af því að leika sér í snjónum enda fátt betra en að gleyma stað og stund í mjúkri kuldasænginni. Svo get- ur þó farið að eitthvað minnki fannfergið á stórum hluta lands- ins í dag því Veðurstofa Íslands spáir hlýnandi veðri og hvassri suðaustanátt. Í fyrstu með snjó- komu en þegar líða tekur á dag- inn má búast við slyddu eða rign- ingu. Þá er því spáð að hiti á landinu verði 0-7 gráður síðdegis. Hægt og þurrt verður á Norður-, og Austurlandi. Veður snýst í mun hægari suðvestanátt í kvöld með skúrum eða slydduéljum. Ökumenn hafi varann á Í umhleypingum er betra að hafa varann á og í athugasemd veðurfræðings kemur fram að varhugaverðar aðstæður geti myndast á vegum úti sunnan- og vestanlands frá hádegi og fram eftir degi. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Golli Blautt og hvasst á landinu Veðurstofan spáir hvassri suðaustanátt í dag og slyddu eða rigningu síðdegis Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Okkar mat er það að mikið beri í milli,“ sagði Þorbjörn Jónsson, for- maður Læknafélags Íslands, eftir fund samninganefnda lækna og rík- isins hjá ríkissáttasemjara í gær. Fundurinn stóð í um fjórar klukku- stundir og hefur annar fundur verið boðaður klukkan 11 í dag. Læknar lögðu fram nýjan flöt á tillögum á þriðjudag og hafa fundir undanfarna daga farið í að ræða það útspil. „Nú er beðið eftir því hvort samninga- nefndin fái víðtækara umboð. Þeir hafa ekki komið nægilega til móts við okkur þannig að það sé neinn mögu- leiki á því að skapa samningsgrund- völl,“ sagði Þorbjörn. Í gær sendi fjármálaráðuneytið frá sér tölur sem sýna að meðallaun lækna eru í heild rúmar 1.130 þúsund krónur á mánuði. Á Face- book-síðunni Raddir lækna segir að „til þess að ná þessum tölum fyrir kandídata og almenna lækna þurfa þeir að vinna 100% starf og síðan 85- 97 vaktatíma í mánuði.“ Þorbjörn tekur undir þetta. „Það er ekki eins og þetta sé hefðbundin 8-4 vinna. Algengast er að sérfræð- ingar séu á gæsluvakt, þar sem þú ert á jafnaðarkaupi og svo ertu ræstur út, ef svo ber undir,“ segir Þorbjörn. Að sögn hans þýðir það að læknir á gæsluvakt fær sömu greiðslu hvort sem hann er í biðstöðu eða er kall- aður til vinnu á sjúkrahúsinu. Segir Þorbjörn að þegar laun fyrir gæslu- vaktir og yfirvinnu séu tekin saman sé um að ræða svipaða upphæð og fyrir hefðbundna dagvinnu. Hann segir að algengustu grunnlaun sér- fræðilækna séu 596 þúsund krónur á mánuði. „Í okkar huga hefur þetta snúist um hlutfall launagreiðslna ut- an grunnvinnunnar, sem er allt of hátt,“ segir Þorbjörn. Hann segir einnig ljóst að nauðsynlegt sé að bæta við fleiri læknum svo dreifa megi álaginu betur. „Ef það er allt of mikill munur á launakjörum hérlend- is og erlendis þá fáum við ekki fólk hingað heim. Stjórnmálamenn og yf- irvöld þurfa að horfast í augu við þetta,“ segir Þorbjörn. Ekki aukagreiðsla fyrir útköll „Fyrir sérfræðinga og yfirlækna er mjög mismunandi hvað þeir þurfa marga klukkutíma á vakt, enda mis- munandi hvort þeir eru með helg- unarálag, menntunarálag o.s.frv. Lægstu vaktagreiðslur til sérfræð- inga eru 752 krónur á klukkustund og hæstu 6.076 krónur á klukkustund. Til dæmis má nefna að á gæsluvakt þar sem reiknað er með að þú sért í útkalli 50% af tímanum eru greiddar 3.645 krónur á klukkustund og ekki aukalega fyrir útköll, hvert sem til- efnið er,“ segir í færslu á Face- booksíðu Radda lækna. Mikið ber í milli í læknadeilu  Heildarlaun lækna eru rúmar 1.130 þúsund krónur  Segja almenna lækna og kandídata þurfa 85-97 tíma fyrir utan grunnvinnu til að vinna sér inn slík laun Morgunblaðið/Ásdís Aðgerð Læknar telja of hátt vinnu- hlutfall vera utan dagvinnutíma. Lögregla og sjúkralið voru köll- uð út vegna vinnuslyss sem varð í Þorlákshöfn á sjötta tímanum í gær. Þar festist maður í fisk- vinnsluvél og urðu slökkviliðs- menn að beita klippum til að losa hann úr vélinni. Maðurinn var fluttur í sjúkrabíl til Reykjavík- ur. Nánari upplýsingar um líðan mannsins liggja ekki fyrir að svo stöddu, en hann var með meðvit- und þegar hann var fluttur á brott. Maðurinn var að þrífa fisk- vinnsluvél þegar drifhjól vél- arinnar krækti í vinnugalla hans með þeim afleiðingum að hann dróst inn í vélina. Lögreglan segir að það hafi orðið manninum til happs að vinnufélagar hans heyrðu neyð- aróp hans og náðu að slökkva á vélinni. Dróst inn í fiskvinnslu- vél og festist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.