Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014
Spennt fyrir jólum Börnin horfðu agndofa á Skyrgám sem heilsaði upp á þau í Þjóðminjasafninu. Þau lofuðu að vera ávallt stillt og prúð svo þau fengju nú örugglega eitthvað gott í skóinn.
Ómar
Öld er liðin frá því að
Þórhallur Bjarnarson
biskup vígði Hafn-
arfjarðarkirkju 4.
sunnudag í aðventu 20.
desember 1914. Mikil
saga er að baki kirkj-
unnar og mannlífs í
Hafnarfirði er hefur
tengst henni náið. Þeg-
ar hafist var handa við
byggingu Hafnarfjarð-
arkirkju eftir langan aðdraganda var
hún reist á átta mánuðum. Það kost-
aði fórnir. Guðni Þorláksson yf-
irsmiður lagði hart að sér, veiktist og
lést af lungnabólgu. Útför hans var
fyrsta athöfnin sem fram fór í kirkj-
unni eftir vígsluna.
Rögnvaldur Ólafsson, arkitekt
kirkjunnar, var fyrsti menntaði ís-
lenski húsameistarinn og vottar
Guðshúsið, er gert var úr stein-
steypu, sem þá var nýlunda, mikla
færni hans. Kirkjan var byggð fyrir
neðan Hamarinn við strönd og sjó
þar sem var helsta athafnasvæðið.
Hún varð strax kjarni byggð-
armyndar og sem leiðarviti fyrir skip
er sigldu inn í höfnina og tóku mið af
kirkjuturninum.
Séra Árni Björnsson prófastur
þjónaði Hafnarfjarðarkirkju fyrstu
18 árin, og miðlaði heitri trú á gleði-
stundum og líka í öldubrotum lífsins
eins og þegar togarinn Field Marshal
Robertson, er gerður var út frá
Hafnarfirði, fórst með allri áhöfn í
Halaveðrinu mikla. Séra Friðrik
Friðriksson æskulýðsleiðtogi þjónaði
kirkjunni um skeið uns séra Garðar
Þorsteinsson, síðar prófastur, gjörð-
ist sálnahirðir Hafnarfjarðarkirkju
og þjónaði henni samfellt í 45 ár. Sagt
var að hann hefði sungið sig inn í
hjörtu Hafnfirðinga og kemur þeim
ekki á óvart er hlýtt hafa á upptökur
af einsöng hans með Karlakórnum
Fóstbræðrum. Skollin var á kreppa
er séra Garðar hóf störf við kirkjuna.
Kirkjan var þá mörgum huggun og
haldreipi enda þótt vart væri til fé að
hita hana upp. Friðrik Bjarnason
organisti kirkjunnar uppörvaði með
orgelleik sínum og fagnandi söng-
flokkur kirkjunnar gladdi, og sönglög
hans, einkum bæjarsöngur Friðriks
og Guðlaugar Pétursdóttur eig-
inkonu hans, efldu
sjálfstraustið. Sókn-
arnefndir og kvenfélag
sinntu kirkjunni af mik-
illi fórnfýsi.
Kirkjan var bæna- og
griðastaður í heims-
stríði er beðið var ugg-
andi eftir því að togarar
og fiskiskip skiluðu sér
heim eftir háskaför um
ófriðarslóð. Eftir ófrið-
inn hélt tvísýn baráttan
áfram við Ægi og ísingu
á nálægum og fjar-
lægum miðum. Það reyndi mjög á
prest og söfnuð þegar hafnfirski tog-
arinn Júlí fórst á Nýfundnalands-
miðum en áfram var þó sótt á mið í
von og trú.
Álver og margþætt atvinnulíf
gerðu sjósóknina ekki jafn einráða og
fyrr í atvinnulífi Hafnfirðinga og
breytt kjör og tíðarandi ollu því að
kirkjan var ekki eins miðlæg og var í
huga fólks enda þótt hún væri grunn-
stoð í mannlífi fjarðarins og væri vel
sótt á stóru stundunum.
Páll Kr. Pálsson var þá organisti
Hafnarfjarðarkirkju og hafði lengi
verið frumkvöðull að framsæknu tón-
listarlífi í Hafnarfirði. Því var fylgt
eftir er Helgi Bragason varð org-
anisti kirkjunnar og tókst að koma
upp stórum kirkjukór og einnig
barnakór er hefur sett sitt góða mark
á helgihald kirkjunnar. Natalía Chow
og Antonía Hevesi sem síðar urðu
organistar kirkjunnar lögðu sig einn-
ig fram um að tónlistarlíf hennar
væri öflugt svo og barna og unglinga-
kórsstjórar.
Þegar framsæknir menn völdust í
sóknarnefnd var markvisst horft til
þess að reisa safnaðarheimili og bæj-
arstjórn Hafnarfjarðar lét sig varða
um framvindu og lyktir. Við Árni
Grétar Finnsson, þáverandi forseti
bæjarstjórnar, höfðum rætt þá hug-
mynd að vel færi á því að nýr tónlist-
arskóli bæjarins tengdist fyrirhug-
uðu safnaðarheimili. Guðmundur
Árni Stefánsson bæjarstjóri stuðlaði
árum síðar að því að bæjarstjórnin
óskaði eftir samstarfi við sókn-
arnefnd kirkjunnar við að efna til
arkitektasamkeppni um gerð slíkra
samtengdra bygginga við Hafn-
arfjarðarkirkju enda þyrfti vel að
vanda til þeirra á svo dýrmætum
stað. Byggt var samkvæmt 1. verð-
launa teikningu og hafa hin glæstu
mannvirki unnið til verðlauna fyrir
hagkvæmni og glæsileika og verið
talin á meðal fegurstu bygginga á
landinu. Þær eru grein sem vaxin er
fram af þeim stofni sem er Hafn-
arfjarðarkirkja.
Við séra Þórhildur Ólafs og svo
síðar einnig séra Þórhallur Heim-
isson er þjónuðum kirkjunni lögðum
okkur fram með tilstyrk sókn-
arnefndar við að koma upp fjöl-
breyttu helgihaldi og gróskumiklu
safnaðarstarfi, fjölþættu barna og
æskulýðstarfi, bæna- og kyrrð-
arstundum, Biblíulestrum, fræðslu-
erindum og framsækinni fullorð-
insfræðslu, málþingum og
ráðstefnum um trú, mannlíf og
menningu. Skákklúbbur fékk athvarf
í Strandbergi, AA-starf, Málfreyjur,
Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og
lögmannavakt og að sjálfsögðu sókn-
arnefnd, söngkórar kirkjunnar og
kvenfélagið góða. Safnaðarheimilið
hefur einnig nýst fyrir samkomur af
ýmsu tagi.
Eftir aldamótin merku var hafist
handa við að endurgera inniviði
Guðshússins og jafnframt unnið að
því að endurnýja hið rómaða róm-
antíska Walcker-orgel kirkjunnar er
hafði hljómað vel en var úr sér geng-
ið. Undir forystu Guðmundar Sig-
urðssonar organista var ákveðið að fá
tvö sérsmíðuð þýsk orgel í kirkjuna
af allra bestu hljómgæðum, 25 radda
rómantískt hljóðfæri af Sauer-
Scheffler-gerð og 12 radda barokk
hljóðfæri af Silbermann-Wegs-
cheider-gerð, er nú teljast hvað
fremst kirkjuorgela hér á landi svo
sem fagurlega hefur sýnt sig á org-
eltónleikum í kirkjunni. Messu-
söngur og helgihald kirkjunnar nýtur
hljóðfæranna, atgervis kantors og
Barbörukórs og hæfileikaríkra
presta, séra Jóns Helga Þórarins-
sonar og séra Þórhildar Ólafs. Og
þótt safnaðarstarf drægist saman við
efnahagshrun er aðstaða öll til fyr-
irmyndar svo að starfið sé framsækið
og kröftugt. Því er að treysta að
sóknarnefnd með Magnús Gunn-
arsson formann sinn í fararbroddi
stuðli vel að því. Eftir innri end-
urgerð kirkjunnar er sóknarnefnd
beitti sér fyrir undir forystu Sig-
urjóns Péturssonar, þáverandi for-
manns hennar, er Hafnarfjarð-
arkirkja glæst utan sem innan á
aldarafmæli sínu.
Snemma á komanda ári mun
merkisrit eftir Gunnlaug Haraldsson
sagnaritara í tveimur stórum bindum
koma út undir heitinu, Helgistaðir
við Hafnarfjörð. Síðara bindið mun
að mestu fjalla um sögu Hafnarfjarð-
arkirkju. Sú saga lýsir fyrri tíð, dýr-
mætri samleið Hafnarfjarðarkirkju
og Hafnfirðinga, horfnum kynslóðum
er sóttu lífsmið til kirkjunnar og
lögðu henni lið. Kirkjan tengist jafn-
framt samtíð og á erindi við framtíð í
frelsarans nafni. Hún er ekki ein-
vörðungu guðshúsið fagra heldur
söfnuðurinn, fólkið sem er lifandi
kirkja hverju sinni, hlúir að kirkj-
unni, sækir hana og nærist af lífsins
orði hennar og náðarmeðulum. Ná-
tengd lífsbaráttu Hafnfirðinga og
annarra velunnara sinna breiðir
Hafnarfjarðarkirkja lífsins ljós, Guðs
nánd og blessun yfir Hafnarfjarð-
arbæ og byggð, út á haf og inni í
hjörtu, á aðventu, helgum jólum og
ávallt endranær og miðlar friði og
fögnuði í Jesú nafni.
Hún horfir yfir höfn og sjávaröldur
Hafnarfjarðarkirkja, traust og góð.
Lengi hefur lífi verið skjöldur
og lýst og vermt með trúar bjartri glóð.
Kynslóðir fyrri kallaði til dáða
og hvatti til að frelsarinn mætti ráða.
Svo lífið eflist enn í Hafnarfirði
á öld er nýir tímar blasa við
þarf trú og von að létta lífsins byrði
og lífga sál og efla stefnumið.
Sé ræktarsemi sýnd við helgidóma
sækir menning fram og er í blóma.
Við strönd og háan Hamar rís sú kirkja
sem hundrað yfir lítur gengin ár,
hverja kynslóð vill til dáða virkja
og vera huggun, græða mein og sár.
Hún þakkar þeim sem verkin Guði
vinna
og verður gæfa þeim, sem á hann
minna
(G.Þ.I.)
Eftir Gunnþór
Þ. Ingason
»Kirkjan var bæna-
og griðastaður í
heimsstríði er beðið var
uggandi eftir því að tog-
arar og fiskiskip skiluðu
sér heim eftir háskaför
um ófriðarslóð.
Gunnþór Þ. Ingason
Höfundur er prestur.
Hundrað ára Hafnarfjarðarkirkja
Morgunblaðið/Sverrir
Aldargömul Hafnarfjarðarkirkja og Tónlistarskóli Hafnarfjarðar.