Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 55
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014
Bílstjórar
Vanir bílstjórar óskast strax á búkollur og
vörubíla á höfuðborgarsvæðinu.
Reglusemi og stundvísi skilyrði.
Áhugasamir sendið inn umsókn með ferilskrá
á netfangið: anna@gtv.is
GT hreinsun ehf.
Atvinnuauglýsingar
Árvakur óskar eftir að ráða
starfsmann í mötuneyti í
tímabundið starf.
Í mötuneytinu er eldaður og framreiddur
matur fyrir starfsfólks Árvakurs hf., sem
gefur út Morgunblaðið. Starfið felst í
undirbúningi fyrir hádegismat, þrifum í
eldhúsi, uppvaski, þjónustu vegna funda og
þess háttar. Eins er mikilvægt að viðkomandi
geti leyst matráð af og þá eldað hádegismat
fyrir allt að 100 manns.
Um er að ræða 50% starf, frá 10-14 en
viðkomandi þarf að vera tilbúinn í 100%
starf þegar leysa þarf matráð af.
Við leitum að starfsmanni sem hefur reynslu
af ofangreindu, er snyrtilegur, þjónustulipur
og samstarfsfús. Viðkomandi þarf að geta
hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Svanhvít
Ljósbjörg Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri
Árvakurs, í síma 569 1332. Umsóknarfrestur
er til 5. janúar 2015
Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is, neðst
á forsíðu. Á umsóknareyðublaðinu skal velja
almenn umsókn og tiltaka mötuneyti þegar
spurt er um ástæðu umsóknar. Einnig er hægt
að skila inn umsókn merktri starfsmannahaldi í
afgreiðslu Morgunblaðsins að Hádegismóum 2.
Viltu vinna
Lögfræðingur
Sýslumaðurinn á Vesturlandi auglýsir
lausa til umsóknar stöðu lögfræðings á
sviði gjafsóknarmála.
Á grundvelli samnings við innanríkisráðuneyt-
ið tekur Sýslumaðurinn á Vesturlandi að sér frá
1. janúar 2015 þjónustu við gjafsóknarnefnd. Í
því felst m.a. að annast öll samskipti við ráðu-
neyti vegna gjafsóknarmála, taka á móti og skrá
umsóknir um gjafsókn sem sendar eru nefndinni
til umsagnar, fara yfir málsgögn og undirbúa
umsagnir sem lagðar eru fyrir fundi nefndarinn-
ar og frágangur þeirra að fundi loknum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Embættis- eða meistaraprófi í lögfræði
Gott vald á íslensku í ræðu og riti og ensku
Kunnátta í einu Norðurlandatungumáli kostur
Þekking á verkefnasviði gjafsóknarnefndar
eða sambærilegum verkefnum
Þekking og reynsla í stjórnsýslu ríkisins,
sérstaklega verður horft til reynslu sem
tengist verkefnum og stjórnsýslu sýslu-
manna
Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
sem og í hópi
Þjónustulund, jákvæðni og góð hæfni í
mannlegum samskiptum
Metnaður og skipulagshæfileikar
Helstu verkefni:
Auk þeirra verkefna sem nefnd eru hér að ofan
felst í starfi lögfræðingsins:
Að sitja fundi nefndarinnar og bóka þá
Að undirbúa umsagnir nefndarinnar og
ganga frá þeim í samræmi við ákvarðanir
hennar
Að annast gerð ársskýrslu nefndarinnar og
halda utan um tölfræði um afgreiðslur
nefndarinnar
Önnur verkefni lögfræðings, á skrifstofu
sýslumanns, sem honum kunna að vera
falin
Um fullt starf er að ræða. Laun greiðast sam-
kvæmt kjarasamningi BHM og fjármálaráðherra.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja
um auglýst starf.
Embætti Sýslumannsins á Vesturland tekur
formlega til starfa 1. janúar 2015 þegar lög
um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í
héraði, nr. 50/2014, öðlast gildi. Embættið
verður til með sameiningu sýslumannshluta
núverandi sýslumannsembætta á Akranesi, í
Borgarnesi, sýslumanns Snæfellinga og sýslu-
mannsins í Búðardal. Starf lögfræðings á sviði
gjafsóknarmála verður unnið á aðalskrifstofu
Sýslumannsins á Vesturlandi.
Flutningur á umsýslu og þjónustu við gjaf-
sóknarnefnd úr innanríkisráðuneyti til Sýslu-
mannsins á Vesturlandi er í samræmi við
bráðabirgðaákvæði III í lögum nr. 50/2014 um
aðgerðaráætlun fyrir Stjórnarráðið, þar sem
afmörkuð skulu þau stjórnsýsluverkefni ráðu-
neyta og undirstofnana þeirra, sem talið er
ákjósanlegt að flutt verði til embætta sýslu-
manna. Einnig er flutningurinn í samræmi við
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 22. maí
2013.
Nánari upplýsingar um gjafsóknarnefnd er að
finna á heimasíðu innanríkisráðuneytisins,
www.irr.is.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur K. Ólafsson,
verðandi sýslumaður á Vesturlandi, í síma 430-
4100.
Umsóknarfrestur er til 5. janúar 2015.
Umsóknum má skila rafrænt á netfangið
oko@syslumenn.is eða senda þær á Borgar-
braut 2, 340 Stykkishólmi.
Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Bifvélavirki óskast til starfa á verkstæði Suzuki.
Á verkstæði Suzuki starfar frábær hópur fag–
manna, þar sem margir eru með yfir áratuga
reynslu í faginu.
Suzuki er líflegur og skemmtilegur vinnustaður,
vertu með okkur og sæktu um.
Ferilskrá sendist á verkstaedi@suzuki.is
Suzuki Þjónustan Skeifunni 17
108 Reykjavík s: 568-5100
BIFVÉLAVIRKI Á
VERKSTÆÐI SUZUKI
Atvinnuauglýsingar • augl@mbl.is
Nú ert þú farinn
elsku afi og horfir
niður til okkar
ásamt hinum engl-
unum. Með miklum söknuði
finnst okkur við hæfi að kveðja
þig með þessari bæn.
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á
himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð,
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa
oss frá illu.
Því að þitt er ríkið,
mátturinn og dýrðin
að eilífu. Amen.
Guð geymi þig, elsku afi.
Erna Sif, Viktoría Ágústa,
Stefán og Agnes Eva.
Elsku Einar. Ekki grunaði
mig að ég væri að kveðja þig í
hinsta sinn þegar ég kyssti þig á
kinnina fyrir örfáum dögum. En
svona getur nú lífið verið skrítið.
Ég kveð þig nú með miklum
söknuði og takk fyrir að vera þú.
Það er ekki auðvelt að finna
svona gott eintak af mannveru.
Ferjan hefur festar losað,
farþegi er einn um borð,
mér er ljúft af mætti veikum
mæla nokkur kveðjuorð.
Þakkir fyrir hlýjan huga,
handtak þétt og gleðibrag,
þakkir fyrir þúsund hlátra,
þakkir fyrir liðinn dag.
(J. Har.)
Guð geymi þig og við hittumst
síðar.
Dagmar Skúladóttir.
„Þar sem lundinn er ljúfastur
fugla,“ segir skáldið í óð sínum til
lundans sem er tákn úteyja-
manna í Vestmannaeyjum. „Þar
unir fugl í kletta skor.“ Í Brand-
inum, einni af úteyjum Vest-
mannaeyja, þar undi Einar Ólafs-
son hag sínum vel og lengi. Um
1950 kom Einar inn í veiðifélag
Brandsins og var þar með mörg-
um góðum veiðimanninum. Einar
Ólafsson frá Víðivöllum var félagi
í Bjargveiðimannafélagi Vest-
mannaeyja númer 55, þegar fé-
lagið var stofnað 19. júlí 1952.
Á þessum tíma var verið að
byggja það sem í dag kallast
gamli kofi eða Brandsból, þá var
verið að fara úr torfkofa í flott
veiðihús sem gamli kofinn þótti.
Seinna var þó byggt nýtt hús og
stærra, þar sem í dag heitir
Brandsból og merkt með út-
skurði eftir Einar.
Einar lagði gjörva hönd á nýja
veiðihúsið og var þar hrókur alls
fagnaðar, þótti hann með ein-
Einar Ólafsson
✝ Einar Ólafssonfæddist 23. des-
ember 1933. Hann
lést 30. nóvember
2014.
Útför Einars fór
fram 13. desember
2014.
dæmum góður
kokkur. Veiðimaður
góður og áræðinn á
brúnum. Einar var
sókningsmaður í
mörg sumur bæði í
Brandinn og aðrar
úteyjar. Saman áttu
þeir Einar, Ágúst
Guðmundsson og
Guðjón Pálsson
báta er báru nafnið
Bára sem voru not-
aðir til sókningar í Brandinn og
snatt fyrir aðra. Álseyingar
þekktu bátinn Báru, því það ang-
aði vindlalykt um allan sjó þegar
Einar sótti, þó var hann hættur
að reykja, en fékk sér vindil þeg-
ar sókning var í suðureyjarnar.
Klukkuna mátti setja eftir ferð-
um Einars, slík var nákvæmnin,
rósemin og yfirvegun var hans
far.
Í Bólsöng Brandsmanna segir:
„Ég elska Brand, það lista land
með fjalla djásnin fríð.
Við fuglaklið,
um sæla sumartíð.
Þar unaðssýn mér aldrei dvín
er Eygló skæra skín.
Ég elska Brand, það lista land
því hann er eyjan mín“.
(Óskar Kárason)
Einar var heiðraður af Bjarg-
veiðimannafélagi Vestmannaeyja
aldamótaárið 2000.
Á kveðjustund þakka veiði-
félagar í Brandinum Einari
Ólafssyni fyrir góðan félagsskap í
gegnum tíðina, áræði við sókn-
ingu og vinarþel. Sendum að-
standendum samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Einars.
Bjargveiðifélag Brandsins,
Ólafur E. Lárusson.
Kveðja frá Golfklúbbi
Vestmannaeyja
Fyrir hönd Golfklúbbs Vest-
mannaeyja (GV) vil ég með fáum
orðum kveðja okkar góða félaga,
Einar Ólafsson, sem nú er látinn.
Einar var traustur félagi í GV
til margra ára. Jafnframt því að
vera fastagestur í golfinu með fé-
lögum sínum vann hann ýmis
störf fyrir klúbbinn og gegndi
trúnaðarstörfum. Einar var lag-
inn smiður og hagleiksmaður og
hefur víða aðstoðað við uppbygg-
ingu á golfvelli og í golfskála,
m.a. tók hann að sér að skera út
merki GV sem prýðir golfskál-
ann. Þrátt fyrir erfið veikindi hélt
Einar golfleiknum áfram til síð-
asta dags með félögum sínum í
svarta genginu svokallaða.
Spiluðu þeir golf flesta daga árs-
ins í Herjólfsdal og gáfu okkur
yngri meðlimum og fyrirsvars-
mönnum GV heilræði á eftir. Ein-
ar var ljúfmenni og góður félagi,
spilaði golf með mörgum félögum
hér heima og erlendis, alltaf í
góðu skapi og eigum við í klúbbn-
um eftir að sakna hans mikið. Ég
vil fyrir hönd félaga í GV senda
eftirlifandi eiginkonu, börnum og
ástvinum samúðarkveðjur. Minn-
ingin um góðan félaga lifir.
F.h. Golfklúbbs Vestmanna-
eyja,
Helgi Bragason formaður.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar