Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 73
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Það ætlar að vera óvinnandivegur að skrifa þessa pistlasvo vel sé, eða reyndar alls ekki, vandamálið er nefnilega að ég á erfitt með að stoppa. Þeir gætu þess vegna verið tíu. Það er óþol- andi að í dag getur maður ekki bara flett upp þúsundum jólaplatna með því að smella nokkrum sinnum á lyklaborðið, þú átt þess kost að hlusta á þær allar líka! Þetta eru dá- semdir og djöfulskapur netvæðing- arinnar í hnotskurn, takmarkalaust aðgengi sem er um leið yfirþyrm- andi. Sykurhúðun Á spotifytölti rakst ég t.a.m. á jólaplötu Shelby Lynne, þeirrar frá- bæru kántrí/þjóðlagatónlistarkonu, og platan er mergjuð. Frábært dæmi um að sumir hlaða í jólaplötur af listrænum metnaði og þörf, en ekki bara vegna dollarans. Lögin eru strípuð; í hráum blús-, blágresis- og á stundum appalasíuanda og yfir öllu einlæg túlkun Lynne. Minnir sumpart á stórgóða plötu Dylans í þessum efnum. Þá fann ég líka jóla- plötu Sheryl Crow sem ég var hálf- partinn búinn að gleyma, stórgott stöff. Arrrg, ég þarf að glósa svona hjá mér! En, ég ætlaði reyndar að byrja á því að fara í dreggjarnar og enda á gæðunum og skal það nú gjört. Nema hvað, ekki ná allir jafn góðri lendingu og Lynne og hér er t.d. ein sem vara ber við. Haldið þið að Billy gamli Idol hafi ekki slengt í sosum eina hátíðarplötu og útkoman er al- gert jóla-járnbrautarslys. Hrein hörmung. Og það þarf ekki mikið til að gleðja mig í þessum geira. Hún fer ekki einu sinni hringinn. Og það er erfitt að festa fingurinn nákvæm- lega á hvað það er sem fór úrskeiðis. Því að Idol hefði alveg getað raulað sig í gegnum þetta með svalheitin að vopni en einhverra hluta vegna féll hún hinum megin við línuna. Enda- laust gæti ég talið upp, Michael Bolton fer algerlega yfir um á sinni og eftir situr eyrnavítissódi og Mich- ael McDonald, sá frábæri söngvari, var eitthvað að misskilja. Mary J. Blige og Michael Bublé kunna hins Dásemdir jólatónlistarinnar: Síðari hluti vegar að sykuhúða af smekkvísi. Hvar eru skilin þarna? Vandi er um slíkt að spá. Hjartans mál En jæja, vindum okkur í ger- semarnar. Ég vil byrja á að nefna jólaplötu Bobs Dylans, Christmas in the Heart, sem er hreint út sagt stórkostleg. Það er einhver mögnuð stemning á henni, hún er hlý og notaleg og væmni eða yfirkeyrsla heyrist ekki. Dylan syngur þessi lög af raunverulegri ástríðu og ein- lægni og gleymum því ekki að Dylan er gangandi alfræðiorðabók um am- eríska alþýðutónlist, og gildir einu um hvaða blæbrigði hennar er að ræða. Og úr þeim arfi spretta þau jólalög sem hann reynir sig við. Jólaplata Stings, If on a winters night …, sprettur úr sams konar viðhorfi mætti segja og eftirfarandi velti ég fyrir mér í mikilli langloku um Dylan fyrir réttum fimm árum: „Getur verið að við það að búa til svona plötur, sem eru ekki „alvöru“ plötur heldur sniðnar að ákveðnu formi sem löng og traust hefð er fyr- ir, hafi losnað um þessa tvo menn? Þeir hafi slakað á, leyft sér að vera hæfilega hispurslausir og við það hafi þessi góði og öruggi andi mynd- ast?“ Ég neyðist til að hætta, plássins vegna, en nefni líka jólaplötu Low, tvo frábæra safndiska frá Rhino (Hipster’s Holiday og Doo Wop Christmas), Josh Groban (í alvöru!) og svo meistara eins og Nat King Cole og Bing Crosby, en ekki hvað. Þrjú á palli og plata þeirra Hátíð fer að höndum ein er þá mikill og góður gestur á aðfangadag og Plata Sig- urðar Guðmundssonar og Memfis- mafíunnar, Nú stendur mikið til, og Majonesjól þeirra Bogomils Fonts og Samúels J. Samúelssonar – þetta eru meistaraverk og ekkert annað. Gleðileg jól, kæru lesendur. Ég lofa tíu pistlum á næsta ári sem munu hefja göngu sína um miðjan október. »Ég vil byrja á aðnefna jólaplötu Bobs Dylans, Christmas in the Heart, sem er hreint út sagt stórkostleg  Ósköpin öll af skelfilegri jólatónlist eru þarna úti  Kjörgripirnir eru þar í stöflum líka, íslenskir og erlendir Sá rámi „Fyrst ætla ég að sigra heiminn, svo ætla ég að gefa út jólaplötu.“ sem við þekkjum ekki eða í það minnsta ekki í þeim búningi sem þær bera og fyrir vikið verður lest- urinn enn skemmtilegri. Frágangur á bókinni er allur til fyrirmyndar, myndirnar mjög skemmtilegar og þýðingin víðast vel heppnuð. Ástæða er til að þakka að- standendum bókarinnar fyrir þessa þörfu útgáfu. Kærkomið „Þetta sagnasafn er kærkomið áhugasömum um þjóðleg fræði og almenn skemmtilesning,“ segir m.a. í rýni um Orkneyskar þjóðsögur. MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 12 16 16 -EMPIREJÓLAMYNDIN 2014 POWERSÝNING KL. 10 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU L L NIGHT AT THE MUSEUM 3 Sýnd kl. 2 - 4:30 - 5:50 - 8 EXODUS Sýnd kl. 7 - 10 (P) MOCKINGJAY PART 1 Sýnd kl. 7 - 10 BIG HERO 6 2D Sýnd kl. 2 - 4:30 MÖRGÆSIRNAR 2D Sýnd kl. 1:50 - 3:50 NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 10:10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar (lau&sun) 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.