Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 ✝ Þórður Krist-jánsson fædd- ist að Hreðavatni 8. júní 1921. Hann lést á dvalarheim- ilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 15. desember 2014 . Foreldrar Þórð- ar voru Kristján Eggert Gestsson, f. 21. desember 1880, d. 22. september 1949, og Sigurlaug Daníels- dóttir, f. 6. febrúar 1877, d. 8. febrúar 1974. Bræður Þórðar voru Daníel, f. 1908, d. 1982, Gestur, f. 1910, d. 2000, Ingi- mundur Hörðdal, f. 1912, d. 2000, Haukur, f. 1913, d. 2001, Magnús Kristinn, f. 1916, d. þrúði Margréti 24. mars 1952. Eiginmaður hennar er Sverrir Guðmundsson, f. 23. febrúar 1950. Börn þeirra eru: 1) Hrafnhildur, f. 20. nóvember 1976, maki Axel Friðgeirsson, f. 18. ágúst 1975, 2) Þórður Smári, f. 4. júní 1979, maki Hanna Kristín Bjarnadóttir, f. 12. ágúst 1980. Börn þeirra eru Dagmar Laufey, f. 7. júní 2013, og Dagur Sverrir, f. 9. ágúst 2014, 3) Sverrir Már, f. 6. júlí 1985. Þórður stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti og Bændaskólann á Hvanneyri. Hann var oddviti Norður- árdalshrepps um skeið, formað- ur Veiðifélags Norðurár í fjölda ára, sat í stjórn dval- arheimilis aldraðra í Borg- arnesi og lét sig hin ýmsu fé- lags- og sveitarstjórnarmál varða. Útför Þórðar fer fram frá Reykholtskirkju í dag, 20. des- ember 2014, kl. 11. 2003. Eftirlifandi uppeldisbróðir Þórðar er Reynir Ásberg Níelsson, f. 1931. Þórður giftist Guðrúnu Hrafn- hildi Ingibers- dóttur 16. febrúar 1952, f. 7. sept- ember 1926, d. 6. mars 1998. Þórður og Hrafnhildur stunduðu búskap á Hreðavatni allt til ársins 1970 er þau tóku við umsjón orlofs- húsa BSRB í Munaðarnesi og fluttu þangað árið 1975. Árið 1996 létu þau af störfum og fluttu í Borgarnes. Þau eignuðust dótturina Sig- Það er sterk tilfinning að eiga og missa ástvin eins og pabbi var. Hann var oft hljóður en tók virkan þátt í daglegu lífi með samferðafólkinu. Hann fylgdist vel með og naut að hlusta á frá- sagnir og gladdist með öðru fólki. Hann hafði yndi af að ferðast og fylgjast með bú- skapnum í landinu. Það var mikið áfall fyrir hann þegar mamma dó, en hann vann úr því á undraverðan hátt. Eftir að heilsan og getan versnaði þurfti hann meira á hjálp að halda og flutti út á Dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi en fór með aðstoð Dag- marar flesta daga yfir í íbúðina sína og fékk sér í pípu, drakk kaffi og tók á móti gestum og naut þess sérstaklega. Sólargeislarnir í lífi pabba voru afabörnin og langafabarnið og það er falleg minning þegar þau komu öll til hans tveim dög- um áður en hann dó og hann og langafastrákurinn tókust í hend- ur og skellihlógu. Að þessu loknu sofnaði pabbi og vaknaði ekki eftir það. Komdu minn Jesú komdu til mín í kvöld er það bænin mín til þín. Ljá mér blessun þína ljós og frið um lausnarans himnesku sælu ég bið. Oft þegar ég var lítil sátum við pabbi uppi í túni og pabbi kenndi mér ýmislegt um lífið, vísur og frásagnir. Eitt af hans uppá- haldsljóðum var eftirfarandi: Svanir fljúga hratt til heiða, huga minn til fjalla seiða. Vill mér nokkur götu greiða? Glóir sól um höf og lönd. Viltu ekki, löngun, leiða litla barnið þér við hönd? Elsku pabbi. Nú ert þú laus við þrautir og kominn til mömmu og allra sem þú unnir svo mjög. Ég þakka þér fyrir að vera pabbi minn og afi barnanna minna. Þín dóttir, Sigþrúður Margrét Þórðardóttir. Það er skrítið að hugsa til þess að hann afi hefur kvatt okk- ur. Eftir sitja minningar um frá- bæra manneskju sem kenndi okkur svo margt, mann sem var örlátur og hlýr en á sama tíma agaður og ábyrgur. Það eru ótrúlegar margar skemmtilegar sögur sem rifjast upp núna við fráfall hans. Við fengum öll að kynnast honum afa, hvert á sinn hátt, og áttum hvert okkar eigið samband við hann. Hrafnhildur og afi fengu sér alltaf hestapiparmyntur þegar þau skoðuðu hestana, Þórði Smára kenndi hann að smíða sem síðar kveikti svo í smíða- og verkfræðiáhuga hans og loks spiluðu hann og Sverrir Már oft lottó í svokölluðu „hlutafélagi“. Hann var ákaflega fé- lagslyndur maður og það var sjaldan þegar við heimsóttum hann á skrifstofuna í Munaðar- nesi að hann væri einn. Þar sat venjulega einhver, starfsmaður af staðnum, gestur úr orlofs- húsum, vinur eða ættingi. Það var það sama heima í húsi í Munaðarnesi og svo síðar í Borgarnesi. Hann var sjálfstæður og vildi lifa lífinu. Þegar amma dó ákvað hann til að mynda að læra að elda en þá var fyrst hringt í mömmu til að fá leiðbeiningar. Hann kunni líka að njóta lífs- ins og kaus helst að sitja í stóln- um sínum með pípuna og kaffi- bollann, helst í góðum félagsskap. Ekki var síðri unun að því að ferðast og fylgjast með öllu í kringum sig og sveitinni. Hann kenndi okkur að hver stund í líf- inu er mikilvæg og hennar ber að njóta. Framsýni var í fyrirrúmi og gerði hann alltaf ráð fyrir nýj- um verkefnum og uppákomum næsta dag, sama hvað á dundi. Hann bar sig alltaf vel þrátt fyrir mótlæti í lífinu, fór í gegn- um það af æðruleysi og yfirveg- un. Hann var gjafmildur en á sama tíma kunni hann að þiggja, það er ekki síður dyggð. Hann hafði áhuga og skoð- anir á flestu. Hann vissi alltaf hvað var að gerast hjá okkur, hvort sem það var í Kaup- mannahöfn, Reykjavík eða sveitinni, og alltaf var hann til staðar að hlusta, hjálpa, styðja og hvetja. Allir þessir eiginleikar héld- ust fram á síðustu stund. Gleðin sem við sáum hjá honum á laug- ardaginn síðastliðinn, þegar hann og litli Dagur Sverrir kúrðu saman og hlógu, var sú sama og sú sem við höfum þekkt alla tíð. Núna situr hann líklega hjá ömmu með pípuna sína og ný- lagað kaffi, laus við verki og veikindi. Við erum sorgmædd yfir frá- falli hans og söknum hans mik- ið. Á sama tíma gleðjumst við yfir að hafa átt svona afa og er- um honum mjög þakklát. Hann er okkur mikil fyrirmynd og við geymum í hjörtum okkar allt sem hann gaf okkur og kenndi. Hrafnhildur, Þórður Smári og Sverrir Már. Elskulegur föðurbróðir minn hefur kvatt þennan heim, sadd- ur lífdaga. Hann átti nokkurn þátt í uppeldi mínu þar sem ég dvaldi hjá honum á Hreðavatni í sex sumur frá átta ára aldri. Ég gat varla beðið eftir að skól- anum lyki á vorin svo ég kæmist í sveitina og fór ekki heim fyrr en að afloknum réttum. Þarna var ég í snúningum innanhúss og utan og hjálpaði til við störfin á heimilinu sem var mannmargt eins og svo víða háttaði til um miðja síðustu öld. Sumardvöl barna á góðu heimili var ævintýri út af fyrir sig og börn komust til aukins þroska og fundu að þau urðu að ein- hverju gagni með hóflegri kröfu um vinnuframlag. Þarna var Þórður húsbóndinn og Hrafn- hildur húsmóðirin og reyndust mér afar vel. Ekki spillti að vera í návist Sigurlaugar ömmu minnar sem fræddi og leiðbeindi af sinni löngu reynslu og þekk- ingu. Þarna leið mér vel. Þórður bjó þarna í tvíbýli við bróður sinn Daníel og hans fjölskyldu svo mannmargt var í húsinu. Mér lærðist fljótt að eins gott var að kunna á áttir og þekkja helstu örnefni. Þeir bræður gáfu gjarnan fyr- irmæli með því að nefna átt- irnar. Eða „sæktu nú kýrnar, Gunna mín“ og nefndu staðinn og þá þýddi ekkert að vera með heimskulegar spurningar. Mað- ur bara hlýddi og stökk af stað og eins gott að fara ekki í vit- lausa átt. Þórður var maður hægur og rólyndur, skipti sjaldan skapi, gat verið kátur og gert að gamni sínu og átti til að vera stríðinn. Hann var skýrmæltur og sagði vel frá, framvindan í frá- sögninni góð, engin aukaorð eða útúrdúrar. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefn- um og var fastur fyrir. Þótt Þórður flytti frá Hreða- vatni og ynni síðari hluta starfs- ævinnar í Munaðarnesi kenndi hann sig alltaf við Hreðavatn og þar var hans lögheimili alla tíð. Þótt líkaminn væri orðinn lé- legur hélt hann sér lengi ótrú- lega vel andlega. Ekki er langt síðan ég kom við hjá honum á dvalarheimilinu og hann rifjaði upp atburði frá fyrri hluta síð- ustu aldar og frásögn hans var skýr og ljóslifandi. Ég vil þakka frænda mínum samfylgdina og votta Siggu og fjölskyldu samúð. Guðrún Helga Gestsdóttir. Þeim fækkar óðum gömlu ná- grönnunum og vinunum sem voru hér í sveitinni á mínum uppvaxtarárum. Og nú er Þórð- ur vinur minn á Hreðavatni all- ur. Þegar ég hugsa um Þórð er mér þakklæti efst í huga, þakk- læti fyrir órofa vináttu hans og hjálpsemi. Þeir pabbi voru mestu mátar og samstarfsmenn til margra ára í sveitarstjórn og Veiðifélagi. Þeir hittust gjarnan og ræddu málin ofan í kjölinn og mér er nær að halda að nið- urstaðan hafi oft reynst happa- drjúg. Mörg síðustu árin voru pabba erfið, hann lamaðist að hluta og gat lítið borið sig um. Þá var enginn utan fjölskyld- unnar duglegri en Þórður að líta inn og hitta sinn gamla vin. Var þá margt spjallað. Báðir fróðir og minnugir og höfðu ævinlega um margt að tala. Þessar heim- sóknir voru pabba og ég held þeim báðum mikils virði og sannkallaðar gæðastundir. Á miðjum aldri þurfti Þórður að gangast undir erfiða bakað- gerð, sú aðgerð tókst ekki vel og gekk hann aldrei heill til skógar eftir það. Mun þetta heilsuleysi m.a. hafa orðið til þess að þau hjón brugðu búi á Hreðavatni og gerðust umsjónarmenn hjá BSRB í Munaðarnesi. Þar stóðu þau vaktina við miklar vinsældir í mörg ár. Þegar aldurinn færð- ist yfir fluttu þau í litla íbúð sem þau keyptu í Borgarnesi. Þar leið þeim vel en Hrafnhildar naut þar ekki lengi við því hún andaðist stuttu eftir að þau fluttu, öllum harmdauði sem hana þekktu því hún var einstök sómakona. Eftir það bjó Þórður einn í sinni íbúð, rækilega studdur af einkadótturinni Sig- þrúði og hennar fjölskyldu. Gerðu þau allt sem í þeirra valdi stóð til að létta honum lífið. Það litu margir inn hjá Þórði enda var mjög gaman að spjalla við hann. Hann var glettinn og gamansamur, fylgdist vel með og kunni frá mörgu að segja. Minnið var gott fram á síðustu mánuði en þá hallaði nokkuð ört undan fæti og hvíldin mun hafa verið honum kærkomin. 93 ára lífsgöngu er lokið og við sem áttum hann að vini þökkum samfylgdina. Góður maður er genginn. Blessuð sé minning hans. Við hjónin sendum Siggu Möggu, Sverri og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Auður Eiríksdóttir. Kveðja frá Landssam- bandi veiðifélaga Látinn er í hárri elli heið- ursmaðurinn Þórður Kristjáns- son, fyrrverandi bóndi á Hreða- vatni. Þórður var mikill félagsmálamaður og markaði djúp spor í sögu sinnar sveitar. Hreðavatn á laxveiði í Norðurá og snemma var Þórður kvaddur til að sinna málefnum laxveiði í Borgarfirði. Hann var formaður Fiskræktarfélags Hvítár, sem sinnti fiskræktarstarfi í hinu víð- feðma vatnasvæði Hvítár. Fiskræktarfélagið starfrækti meðal annars klakhús á Hvassa- felli í Norðurárdal en þar voru laxaseiði af borgfirskum stofn- um ræktuð til að auka við veiði í héraðinu. Þegar fiskræktar- félagið var lagt niður og Veiði- félag Borgarfjarðar stofnað á sama grunni varð hann fyrsti formaður þess. Að Veiðifélagi Borgarfjarðar stóðu öll veiði- félög á vatnasvæði Hvítár. Þá gegndi Þórður formennsku í Veiðifélagi Norðurár um tuttugu og þriggja ára skeið. Þórður sat í stjórn Landssambands veiði- félaga á árunum 1970-1973 og árið 1998 var hann gerður að heiðursfélaga landssambandsins. Þórður var eftirminnilegur maður og gæddur ríkri frásagn- argáfu. Hann var fróður um menn og málefni og mikill mála- fylgjumaður. Þegar hann lét af búskap á Hreðavatni tók hann að sér umsjón orlofshúsa BSRB í Munaðarnesi. Í því starfi ávann hann sér bæði vinsældir og virð- ingu. Landssamband veiðifélaga sendir fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur við fráfall Þórð- ar Kristjánssonar. Guð blessi minningu hans. Óðinn Sigþórsson. Kveðja frá Veiðifélagi Norðurár Veiðifélag Norðurár er eitt elsta veiðifélag á landinu, stofn- að árið 1926. Þórður Kristjáns- son frá Hreðavatni var annar til að gegna þar formennsku, næst- ur á eftir Sverri Gíslasyni í Hvammi, er fyrstur gegndi starfinu. Þórður tekur við emb- ætti formanns á sjöunda ára- tugnum og sinnti því til ársins 1988, eða langt á þriðja áratug. Hann var mannasættir, hæglát- ur, húmorískur, en fastur fyrir. Haft var á orði að enginn færi með Þórð Kristjánsson þangað sem hann vildi ekki fara sjálfur. Er Þórður tekur við for- mannsstarfinu var stangveiði ekki stunduð í allri ánni. Neðsti hluti Norðurár var enn neta- svæði. Hafði hann fullan hug á því að sameina ána í eitt veiði- félag, taldi að styrkur myndi fel- ast í því. Honum tókst ætlunar- verk sitt, því á aðalfundi árið 1972 var samþykkt að Veiðifélag Norðurár skyldi ná yfir alla ána, allt frá upptökum í Holtavörðu- vatni að ósum við Hvítá. Hefur þessi ráðstöfun verið síðan. Það er Þórði Kristjánssyni og stjórnarfólki hans að þakka að Norðurá er eitt veiðisvæði í dag. Fyrir það er vert að þakka. En sú kynslóð, þeir brautryðjendur, sem að þeirri sameiningu unnu, er óðum að hverfa. Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir stóðu, sem festu rætur í íslenskri jörð, veggi og vörður hlóðu og vegi ruddu um hraun og skörð, börðust til þrautar með hnefa og hnú- um og höfðu sér ungir það takmark sett: Að bjargast af sínum búum að breyta í öllu rétt. Það lýsti þeim sama leiðarstjarnan, en lítið er um þeirra ferðir spurt. Allir kusu þeir kjarnann, en köstuðu hýðinu burt. Þeir fræddu hver annan á förnum vegi um forna reynslu og liðna stund og döfnuðu á hverjum degi af drengskap og hetjulund. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Veiðifélag Norðurár þakkar Þórði Kristjánssyni trúmennsku, tryggð og vel unnin störf og sendir ástvinum öllum innilegar samúðarkveðjur. Birna G. Konráðsdóttir, formaður. Þórði Kristjánssyni kynntist ég fyrst sem sumardvalargestur í orlofsbyggðum BSRB í Mun- aðarnesi fljótlega eftir að sum- arbyggðirnar risu þar á áttunda áratugnum. Ég var þá starfs- maður Ríkisútvarpsins og í gegnum aðild að starfsmanna- félaginu þar á bæ átti ég þess kost að dvelja í Munaðarnesi. Þótt dvölin væri aldrei lengri en vika í senn fór það svo að börnin mín litu á Munaðarnes sem sveitina sína og hús Starfs- mannafélags Sjónvarpsins var sumarbústaðurinn „okkar“. Og bóndinn í sveitinni var Þórður Kristjánsson. Þórður hafði reyndar verið al- vöru bóndi, því hann hafði búið á Hreðavatni og stundað þar bú- skap ásamt Hrafnhildi konu sinni. Þau hjón fluttu árið 1971 í Munaðarnes þegar Þórður gerð- ist þar staðarhaldari og sendi- herra BSRB í orlofsbyggðunum og gegndi hann því starfi fram á tíunda áratuginn. Það var mikil gæfa fyrir BSRB að fá Þórð í þetta starf. Hann naut velvildar og virðing- ar í sveitinni og gagnvart orlofs- gestum kom hann jafnan fram af mikilli greiðvikni og uppskar hann eftir því. Þætti mönnum eitthvað misfarast og skapsmun- ir ekki í jafnvægi nægði nálægð Þórðar til að sefa jafnvel hinn æstasta mann. Þórður hélt þá um pípu sína og útskýrði málin af rósemi og virðingu fyrir við- mælanda sínum. Féll þá allt í ljúfa löð. Ekki svo að skilja að óánægja væri tíð. Þvert á móti sá maður sjaldan ánægðara fólk en sum- ardvalargesti í Munaðarnesi. Um alllangt skeið og alveg fram á þennan dag hef ég lagt leið mína til Þórðar á dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi um áramótin til að heilsa upp á hann. Þær ferðir verða ekki fleiri. En í huga mér geymi ég minningu um góðan mann og höfðinglegan bæði á að líta og í öllum gjörðum sínum. Það er mikil eftirsjá að Þórði Kristjáns- syni og votta ég fjölskyldu hans samúð. Ögmundur Jónasson, fyrr- verandi formaður BSRB. Þórður Kristjánsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær sími 842 0204 • www.harpautfor.is ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.