Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 27
Forgangskröfuhöfum slitabúanna,
sem hafa fengið greidda út um 30
milljarða í krónum, verður heimilað
að taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðla-
bankans hinn 10. febrúar nk.
Í tilkynningu frá Seðlabankanum
segir að gerð hafi verið breyting á
útboðsskilmálum vegna kaupa bank-
ans á íslenskum krónum í skiptum
fyrir erlendan gjaldeyri. Er við-
skiptabönkum heimilað að safna til-
boðum sem byggjast á krónueign er-
lendra aðila sem komin er til vegna
greiðslu innlends þrotabús á við-
urkenndum forgangskröfum.
Hluti útgreiðslna slitabús gamla
Landsbankans (LBI) og slitabús
Glitnis hefur verið greiddur í ís-
lenskum krónum. Þegar LBI fram-
kvæmdi fyrstu hlutagreiðslu sína til
forgangskröfuhafa í desember 2011,
samtals um 410 milljarðar, voru 10
milljarðar greiddir út í krónum.
Glitnir gerði slíkt hið sama í mars
2012 þegar búið innti af hendi um
106 milljarða greiðslu til forgangs-
kröfuhafa. Þar af voru um 20 millj-
arðar greiddir út í krónum, bæði
vegna samþykktra og umþrættra
krafna. Fjármunirnir hafa verið á
geymslureikningum í innlendum
bönkum. hordur@mbl.is
Kröfuhaf-
ar fá að
taka þátt
Breyting gerð
á gjaldeyrisútboði
FRÉTTIR 27Viðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014
Glæsilegur
þýskur náttfatnaður
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • www.selena.is
Póstsendum • Næg bílastæði • Selena undirfataverslun
Opið til 21
alla daga
til jóla
Vísitala neysluverðs hækkaði um
0,31% í desember. Þar af leiðandi
mælist ársverðbólga nú 0,8% og er
þetta minnsta ársverðbólga sem hef-
ur mælst í tvo áratugi. Helstu hækk-
unarliðir þennan mánuðinn voru flug-
fargjöld, húsnæði og matarkarfan.
Bensín hafði mest áhrif til lækkunar
en stærri raftæki, sjónvörp og hljóm-
flutningstæki lækkuðu einnig í verði.
Sé miðað við vísitölu neysluverðs
án húsnæðis mælist 0,4% verðhjöðn-
un yfir árið 2014, en á þann kvarða
hækkaði verðlag um 0,2% milli mán-
aða í desembermánuði.
Fjallað er um verðbólguhorfur
bæði í Markaðspunktum greiningar-
deildar Arion banka og Morgunkorni
greiningar Íslandsbanka.
Greiningardeild Arion banka spáir
nú um 0,9% verðbólgu næstu mánuði
og að ársverðbólga verði nálægt 0,8%
að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi
2015. Horfur á lækkandi verðbólgu
byggjast aðallega á áframhaldandi
lækkun hráolíuverðs. Þá telur Arion
banki svigrúm vera fyrir frekari
lækkanir á eldsneytisverði innan-
lands.
Greining Íslandsbanka gerir ráð
fyrir að verðbólga muni að jafnaði
mælast 0,7% á fyrsta fjórðungi 2015
og spáir jafnframt frekari lækkun
eldsneytisverðs og flugfargjalda. Ís-
landsbanki telur ljóst að verðbólgu-
þróunin nú og skammtímahorfur séu
til þess fallnar að auka líkur á frekari
lækkun stýrivaxta við næstu vaxta-
ákvörðun Seðlabankans 4. febrúar
2015.
Af þessu tilefni bendir Íslands-
banki jafnframt á að verðbólga sé nú
undir 1% neðri þolmörkum verð-
bólgumarkmiðs Seðlabankans í fyrsta
skipti frá upptöku markmiðsins vorið
2001. Því þurfi Seðlabankinn að rita
greinargerð til stjórnvalda með skýr-
ingum á þessari litlu verðbólgu og lýs-
ingu á viðbrögðum Seðlabankans
vegna ástandsins, sem sé ný staða
fyrir bankann. brynja@mbl.is
Verðbólga komin
niður í 0,8%
Morgunblaðið/Þórður
Bensín Eldsneyti er einn helsti
lækkunarliðurinn í mánuðinum.
Minnsta ársverðbólga í tvo áratugi