Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 27
Forgangskröfuhöfum slitabúanna, sem hafa fengið greidda út um 30 milljarða í krónum, verður heimilað að taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðla- bankans hinn 10. febrúar nk. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að gerð hafi verið breyting á útboðsskilmálum vegna kaupa bank- ans á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Er við- skiptabönkum heimilað að safna til- boðum sem byggjast á krónueign er- lendra aðila sem komin er til vegna greiðslu innlends þrotabús á við- urkenndum forgangskröfum. Hluti útgreiðslna slitabús gamla Landsbankans (LBI) og slitabús Glitnis hefur verið greiddur í ís- lenskum krónum. Þegar LBI fram- kvæmdi fyrstu hlutagreiðslu sína til forgangskröfuhafa í desember 2011, samtals um 410 milljarðar, voru 10 milljarðar greiddir út í krónum. Glitnir gerði slíkt hið sama í mars 2012 þegar búið innti af hendi um 106 milljarða greiðslu til forgangs- kröfuhafa. Þar af voru um 20 millj- arðar greiddir út í krónum, bæði vegna samþykktra og umþrættra krafna. Fjármunirnir hafa verið á geymslureikningum í innlendum bönkum. hordur@mbl.is Kröfuhaf- ar fá að taka þátt  Breyting gerð á gjaldeyrisútboði FRÉTTIR 27Viðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Glæsilegur þýskur náttfatnaður Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • www.selena.is Póstsendum • Næg bílastæði • Selena undirfataverslun Opið til 21 alla daga til jóla Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,31% í desember. Þar af leiðandi mælist ársverðbólga nú 0,8% og er þetta minnsta ársverðbólga sem hef- ur mælst í tvo áratugi. Helstu hækk- unarliðir þennan mánuðinn voru flug- fargjöld, húsnæði og matarkarfan. Bensín hafði mest áhrif til lækkunar en stærri raftæki, sjónvörp og hljóm- flutningstæki lækkuðu einnig í verði. Sé miðað við vísitölu neysluverðs án húsnæðis mælist 0,4% verðhjöðn- un yfir árið 2014, en á þann kvarða hækkaði verðlag um 0,2% milli mán- aða í desembermánuði. Fjallað er um verðbólguhorfur bæði í Markaðspunktum greiningar- deildar Arion banka og Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Greiningardeild Arion banka spáir nú um 0,9% verðbólgu næstu mánuði og að ársverðbólga verði nálægt 0,8% að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi 2015. Horfur á lækkandi verðbólgu byggjast aðallega á áframhaldandi lækkun hráolíuverðs. Þá telur Arion banki svigrúm vera fyrir frekari lækkanir á eldsneytisverði innan- lands. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að verðbólga muni að jafnaði mælast 0,7% á fyrsta fjórðungi 2015 og spáir jafnframt frekari lækkun eldsneytisverðs og flugfargjalda. Ís- landsbanki telur ljóst að verðbólgu- þróunin nú og skammtímahorfur séu til þess fallnar að auka líkur á frekari lækkun stýrivaxta við næstu vaxta- ákvörðun Seðlabankans 4. febrúar 2015. Af þessu tilefni bendir Íslands- banki jafnframt á að verðbólga sé nú undir 1% neðri þolmörkum verð- bólgumarkmiðs Seðlabankans í fyrsta skipti frá upptöku markmiðsins vorið 2001. Því þurfi Seðlabankinn að rita greinargerð til stjórnvalda með skýr- ingum á þessari litlu verðbólgu og lýs- ingu á viðbrögðum Seðlabankans vegna ástandsins, sem sé ný staða fyrir bankann. brynja@mbl.is Verðbólga komin niður í 0,8% Morgunblaðið/Þórður Bensín Eldsneyti er einn helsti lækkunarliðurinn í mánuðinum.  Minnsta ársverðbólga í tvo áratugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.