Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 0. D E S E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  298. tölublað  102. árgangur  RITDÓMAR OG KAFLAR ÚR NÝJUM BÓKUM FRÍDAGAR LANDS- MANNA NOKKUÐ MARGIR Í ÁR STÓRU BRANDAJÓL 18BÆKUR 38-49 Morgunblaðið/Ásdís Mein Það skiptir máli hvað krabbameinið er kallað, samkvæmt nýjum rannsóknum.  Fjandsamlegar myndlíkingar til að lýsa krabbameini geta reynst sjúklingum í meðferð óþægur ljár í þúfu. Þetta er meðal þess sem kem- ur fram í nýrri rannsókn sem birt verður í janúarútgáfu sálfræðirits- ins Personality and Social Psycho- logy Bulletin. Sigrún Lillie Magnúsdóttir, for- stöðumaður ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, segir það að takast á við sjúkdóminn yfirleitt ekki vera spretthlaup, heldur lang- hlaup. »30 Ekki skal talað um krabbameinið sem óvin Þrýstir verðbólgu niður » Söluverð nýrra bíla og verð á varahlutum og eldsneyti hef- ur áhrif á þróun verðbólgu. » Þessar lækkanir munu því leiða til minni verðbólgu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verð á nýjum bílum lækkar talsvert um áramótin þegar efra þrep virðis- aukaskatts lækkar úr 25,5% í 24%. Lækkunin er mismikil eftir því hversu dýrir bílarnir eru. Morgun- blaðið óskaði eftir dæmum um væntanlega lækkun hjá sjö umboð- um. Alls 33 dæmi bárust og er megin- línan sú að smábílar lækka um 20-40 þúsund en dýrari bílar talsvert meira. Má þar nefna að Land Crui- ser 150 GX og Porsche Cayenne lækka báðir um 200 þúsund krónur. Samhliða þessu mun verð á bens- íni og dísilolíu lækka. Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) áætlar að sú lækkun skili 2 krónum á lítra og verður útsöluverð- ið án afsláttar að óbreyttu því farið að nálgast 200 krónur í fyrstu viku nýs árs. Þá mun verð á varahlutum lækka og telur FÍB að það eigi að skila sér í ódýrari bílatryggingum. Björn Ragnarsson, framkvæmda- stjóri bílasviðs Bílabúðar Benna, tel- ur að neytendur muni áfram kjósa sparneytna bíla þótt olíuverð lækki. MNýir bílar lækka »12 Lækka um allt að 200 þúsund  Nýir bílar lækka í verði um áramótin vegna lægri virðisaukaskatts  Varahlutir og eldsneytisverð lækkar líka  Bílasali telur sparneytna bíla hafa fest sig í sessi Ljósmynd/Art Gray Hús formanna Einbýlishúsið sem EON fékk verðlaun fyrir. EON arkitektar, stofa Hlédísar Sveinsdóttur, báru sigur úr býtum í tveimur flokkum þegar hið virta hönn- unartímarit Interior Design úthlutaði verðlaunum fyrir framúrskarandi verk á árinu 2014 í New York á dögunum. Annars vegar sigraði EON í flokki stærri einbýlishúsa, fyrir Hús form- anna við Elliðavatn, sem er í eigu Kára Stefánssonar, og hins vegar í flokki safna/gallería fyrir Heklusetur á Leir- ubakka. Síðarnefndu verðlaununum deildi EON með arkitektunum sem hönnuðu 9/11-safnið á Manhattan. Verðlaunin eru veitt fyrir fullbyggð verk en EON sá um hönnun bygging- anna, að utan sem innan, ásamt lóða- og landslagshönnun. „Dyr hafa opnast. Það er alveg greinilegt. Við fundum að verkin okkar vöktu athygli á hátíðinni, auk þess sem við vorum kynnt fyrir fjölmörgu fólki í faginu,“ segir Hlédís við Sunnudags- blað Morgunblaðsins. „Stofan okkar er orðin þekktara nafn en hún var og búið að sýna fjölmörgu málsmetandi fólki í faginu verkin okkar. Nú er það bara undir okkur komið að vinna úr þessu.“ Deila verðlaunum með 9/11  EON arkitektar hlutu tvenn verðlaun í keppni í New York Á morgun, sunnudag, verða vetrarsólstöður og þá er stysti sólardagur ársins. Sólstöður eru sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til norð- urs eða suðurs og eru þær tvisvar á ári. Sumarsól- stöður eiga sér stað á tímabilinu 20. til 22. júní, þegar sólargangurinn er lengstur, og vetr- arsólstöður, sem verða klukkan 23:03 þetta árið, verða iðulega 20. til 23. desember. Nafnið sól- stöður vísar til þess að sólin stendur í stað, það er að segja hættir að hækka eða lækka á lofti. Þrátt fyrir myrkrið munu jólaljósin eflaust lýsa upp daginn enda hátíðarundirbúningur í algleymingi. Sólin fer hækkandi á lofti frá og með sunnudeginum Morgunblaðið/RAX Vetrarsólstöður á morgun þegar sólargangurinn verður sá stysti á árinu  Verðbólga á 12 mánaða grund- velli mælist nú 0,8% og hefur hún ekki verið minni í um tvo áratugi. Bankarnir og Seðlabankinn spáðu mun meiri verðbólgu undir lok þessa árs en raunin er og kemur mikil lækkun olíuverðs þar við sögu. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, væntir þess að verðbólga aukist á ný á síðari hluta næsta árs. Bankinn spáir því nú að verðbólga verði um 1% fram á mitt næsta ár. »4 og 27 Verðbólga ekki minni í tvo áratugi dagar til jóla 4 Gluggagægir kemur í kvöld www.jolamjolk.is Suomi PRKL! Design Laugavegi 27 (bakhús) www.suomi.is, 519 6688 18.900,- XS-XXXL Til í svörtu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.