Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 12
Bílar lækka í verði um áramótin Dæmi um verðlækkanir* *Upplýsingar fengust frá bílaumboðunum 18.12. og 19.12. 14. Þær eru hér endurbirtar eins og þær komu frá umboðunum. Toyota AYGO x Yaris Hybrid Auris Touring Sports Hybrid RAV 4 GX bensín Land Cruiser 150 GX dísil Bílabúð Benna Porsche Caenne dísil Opel Astra Essentia 1,6 bsk. Opel Insignia 4dyra2,0dísil bsk. Chevrolet Spark LS 1,0 Chevrolet Captiva LT dísil ssk. Hekla VWTiguanSport& Style4Motiondísil,ssk. VWGolfComfortline, bensín,ssk. MitsubishiOutlander Intense,bensínssk. AUDI Q5, dísil, ssk. Skoda Octavia, dísil bsk. Suzuki Swift GL bsk. Swift GL ssk. S-Cross GL 4x4 bsk. Jimny JLX bsk. Grand Vitara Premium bsk. BL Nissan Qashqai Acenta 1.6 dísil ssk. Subaru Forester Premium4x42,0 ssk. Renault Clio 1,5 dísil bsk. Dacia Duster 1,5 dísil bsk. Range Rover Evoque 4x4 ssk. Brimborg MazdaCX-5Vision 4WD2,0ibensínssk. CitroënC4CactusLive 1,2 bensínbsk. FordFiestaTrend1,0i bensínbeinskiptur FordKugaTitaniumAWD 2,0 TDCidísil,ssk. VolvoV40Kinetic1,6D2 dísil, 6gírabsk. Nýtt verð 1.950.000 3.430.000 4.680.000 6.360.000 10.840.000 Nýtt verð 13.790.000 2.950.000 4.337.000 1.769.000 6.190.000 Nýtt verð 6.410.000 3.800.000 5.230.000 8.930.000 4.010.000 Nýtt verð 2.519.000 2.845.000 4.435.000 3.507.000 5.523.000 Nýtt verð 4.790.000 5.490.000 2.850.000 3.940.000 7.690.000 Nýtt verð 5.790.000 2.690.000 2.390.000 6.190.000 4.330.000 Lækkun 40.000 60.000 90.000 130.000 210.000 Lækkun 200.000 40.000 53.000 21.000 100.000 Lækkun 80.000 50.000 60.000 110.000 50.000 Lækkun 31.000 35.000 55.000 43.000 67.000 Lækkun 100.000 200.000 40.000 50.000 100.000 Lækkun 100.000 140.000 60.000 100.000 60.000 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nýir bílar lækka í verði um áramótin samhliða því að efra þrepið í virðis- aukaskatti er lækkað úr 25,5% í 24%. Dæmi um áhrifin af skattalækkuninni eru sýnd í töflunni hér til hliðar. Morgunblaðið leitaði til bílaumboð- anna og óskaði eftir fimm dæmum frá hverju þeirra um áhrif breytinganna á verð nýrra bíla. Lækkunin er meiri eftir því sem bílarnir eru dýrari, enda um hlutfalls- legan skatt að ræða. Björn Ragnarsson, framkvæmda- stjóri bílasviðs Bílabúðar Benna, væntir þess að skattalækkunin verði til að örva sölu nýrra bíla. „Við höfum séð sölu á nýjum bílum til almennings aukast töluvert á haustmánuðum. Það er margt sem hefur hjálpað til. Nýir bílar eru að verða sífellt eyðslugrennri og menga sífellt minna. Fólk kemst af með minni bíla en áður og viðhaldskostn- aður er hár á mörgum eldri bílum. Þannig að við höfum séð söluna aukast jafnt og þétt. Ég held að sú þróun haldi áfram og að þessi virðis- aukaskattslækkun hjálpi þar til. Þótt hún sé ekki mikil í prósentum vegur hún þungt þegar fjárfest er í bíl.“ Seldu fáa smábíla fyrir hrun Spurður hvernig kaupmáttur al- mennings til kaupa á bílum verði á næsta ári og hversu dýrir minnstu bíl- arnir eru nú í sögulegu samhengi bendir Björn á að fyrir efnahagshrun- ið hafi smábílar selst lítið á Íslandi. „Íslenski markaðurinn og bíla- framleiðendur voru lítið að selja litla bíla eins og til dæmis Chevrolet Spark, þessa smæstu bíla. Minnstu bílarnir sem fólk keypti á íslenska markaðnum voru t.d. Toyota Yaris og VW Polo og aðrir bílar í sama stærð- arflokki. Eftir hrunið urðu þessir bílar sterkari á markaðnum. Chevr- olet Spark kostar nú 1.790 þúsund. Gengi evru er nú um 154 krónur. Ef miðað er við að evran kosti 80 krónur, eins og hún gerði fyrir hrun, myndi þessi bíll kosta 930 þúsund krónur. Það var enginn bíll í boði á Íslandi á slíku verði fyrir hrun. Ódýrustu nýju bílarnir fyrir hrun voru í kringum eina og hálfa milljón á þávirði. Það var ekki verið að selja nýja bíla á und- ir einni milljón fyrir hrun,“ segir Björn. Spurður hvort hann telji að sala á eyðslufrekari bílum muni aukast vegna lækkandi eldsneytisverðs seg- ist Björn telja að neytendur muni áfram velja sparneytna bíla. „Elds- neytiskostnaður tekur svolítið í budd- una. Við finnum það á neytendum að fólki er orðið meira umhugað um um- hverfisáhrifin og að vera með spar- neytna bíla þýðir líka að mengunin minnkar … Þótt olíuverð sé lágt um þessar mundir eru stóru 8 strokka bílarnir ekki að koma aftur.“ Askja lækkar einnig verðið Einnig var óskað upplýsinga um verðlækkanir hjá Öskju. Kia Picanto LX 1,0, beinskiptur og bensínknúinn kostar 1.990.777 krón- ur og lækkar í 1.960.915 krónur, eða um 29.862 krónur. Þá lækkar Kia Cee’d, LX 1400, dísilknúinn og bein- skiptur, úr 3.290.777 krónum í 3.421.415, eða um 49.362 krónur. Loks lækkar Kia Sportage 1.700, dísilknúinn og beinskiptur úr 4.890.777 krónum í 4.817.415, eða um 73.362 krónur. Umboðið boðaði upp- lýsingar um verðlækkanir á Merce- des-Benz bílum en þær höfðu ekki borist í gærkvöldi. Alls tóku því sjö bílaumboð þátt í þessari lauslegu samantekt og eru bifreiðategundirnar samtals 33. Gengi krónu mun auðvitað hafa mikil áhrif á bílverðið á nýju ári. Nýir bílar lækka með lægri virðisaukaskatti á nýju ári  Lækkunin er frá 30-210 þúsund í 33 dæmum sem bílaumboðin lögðu fram 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957 Stöndum öll saman sem ein þjóð Sýnum kærleik og samkennd í verki. Við megum ekki gleyma fátæka fólkinu á Íslandi. Jólasöfnun er hafin hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Fjölskylduhjálp Íslands Iðufelli 14, Reykjavík • Hamraborg 9, Kópavogi Strandgötu 24, Hafnarfirði • Baldursgötu 14, Reykjanesbæ Hjálpið okkur að hjálpa öðrum. Margt smátt gerir eitt stórt. 546-26-6609, kt. 660903-2590 Guð blessi ykkur öll Áætlanir um verslun Ikea á Ak- ureyri eru nú í biðstöðu. Þetta segir Þórarinn Ævarsson, fram- kvæmdastjóri Ikea á Íslandi. „Í raun höfum við sett þetta tíma- bundið á ís. Við erum að bíða eftir að Ikea-samsteypan erlendis gefi út stefnuna sína varðandi litlar búðir. Búist var við henni nú í haust en hún hefur greinilega tafist og við tefjumst sömuleiðis af þeim sök- um.“ Aðspurður segir Þórarinn að búðin yrði líklega með þeim minnstu í heiminum. „Að öllum lík- indum myndi hún ekki vera meira en fimm þúsund fermetrar að stærð. Þá myndi hún líklega heldur ekki hafa stóran veitingastað eða stóran lager en auðvitað er þetta allt óljóst enn sem komið er. Þegar áætlun Ikea verður birt getum við tekið betri ákvarðanir til samræmis við hana.“ sh@mbl.is Áætlanir um Ikea á Akureyri settar á ís Ikea Fyrirhugað er að reisa litla Ikea- verslun í höfuðstað Norðurlands. Nokkrir nemendur í Verslunar- skóla Íslands urðu uppvísir að því að hafa svindlað á prófum en þeir komust yfir lykilorð sem veitti þeim aðgang að tölvukerfi skólans. Skólastjóri Verslunarskólans segir að svona mál hafi ekki komið upp áður og það sé litið alvarlegum augum. Próftímabilið í Verslunarskól- anum stóð frá 1. til 14. desember. Ingi Ólafsson, skólastjóri Versl- unarskóla Íslands, segir að um „örfáa einstaklinga“ sé að ræða. Málið komst upp við yfirferð á próf- um. Spurður til hvaða aðgerða verði gripið segir Ingi að það sé allt frá því að ógilda próf yfir í að vísa nemendum úr skóla. Endanleg nið- urstaða í málinu liggi ekki fyrir. Komust yfir lykilorð og svindluðu Lækkun á efra þrepi virðis- aukaskatts úr 25,5% í 24% mun líka hafa áhrif á útsöluverð á elds- neyti. Spurður hvaða áhrif lækk- unin muni hafa áætlar Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda, að eldsneytisverð muni lækka um ríf- lega 2 krónur á lítra miðað við nú- verandi útsöluverð. „Niðurfelling 15% vörugjalds á varahluti og lækkun efra þreps virðisaukaskatts í 24% ætti að skila sér í lækk- un iðgjalda öku- tækjatrygginga. Ég hef séð nálg- un frá trygg- ingafélagi þar sem fram kem- ur að um þriðj- ungur af tjóna- kostnaði í ökutækjatrygg- ingum sé vegna ökutækja- og munatjóna,“ segir Runólfur. Lækkar líka bensínverðið VIRÐISAUKASKATTUR LÆKKAR LÍKA Á BENSÍN Runólfur Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.