Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 því að víða eru settar hömlur á fjár- hættuspil í Bandaríkjunum. Í Fischer-setrinu kom Noah Sie- gel mönnum fyrir sjónir sem dag- farsprúður og þægilegur ein- staklingur. Og ekki kunnu keppendur því illa þegar tvær vel klæddar vinkonur hans, starfandi fyrirsætur frá New York, skruppu yfir hafið til heilsa upp á vin sinn og sátu í mestu rólegheitum yfir skák- um hans í Fischer-setrinu. Keppi- nautar hans stóðust honum ekki snúning að þessu sinni – kappinn hefur lofað að koma aftur – og voru þó á ferðinni býsna öflugir meist- arar. Noah Siegel hlaut 6 ½ vinning af sjö mögulegum en í 2.- 3. sæti komu Sverrir Unnarsson og Ingi- mundur Sigurmundsson með 4 ½ vinning. Þeir tefldu svo tveggja skáka einvígi um sæmdarheitið Skákmeistari SSON og vann Sverr- ir, 1 ½ : ½. Guðlaug Þorsteinsdóttir sigraði á vel sóttu Skákþingi Garðabæjar sem lauk um mánaðamótin nóv./des. Þetta mót dró til sín marga af yngstu og efnilegustu skákmönnum höfuðborgarsvæðisins. Þegar tími hefur gefist í annasömu læknisstarfi hefur Guðlaug stundum tekið góða spretti á skákborðinu og er aldrei að vita nema hún gefi kost á sér í verk- efni kvennalandsliðsins á næsta ári. Hún hlaut 5 ½ vinning af sjö mögu- legum, tapaði í fyrstu umferð fyrir Birni Hólm Birkissyni en var óstöðv- andi eftir það. Bárður Örn Birkisson og Páll Sigurðsson urðu í 2.-3. sæti með 5 vinninga. Í b-flokki mótsins sigraði Þorsteinn Magnússon, hlaut 6 vinninga af sjö mögulegum en í 2.-3. sæti komu tveir ungir skák- menn, Guðmundur Agnar Bragason og Robert Luu með 5 ½ vinning hvor. Vetrarmóti öðlinga, skemmtilegri keppni sem hinn kunni skákdómari Ólafur Ásgrímsson á mestan heiður af, lauk svo um svipað leyti í húsa- kynnum Taflfélags Reykjavíkur við Faxafen. Þar urðu jafnir og efstir þeir Magnús Pálmi Örnólfsson og Þorvarður Ólafsson, hlutu báðir 6 vinninga af sjö mögulegum en Magnúsi var dæmdur sigur á stig- um. Keppendur voru 25 talsins og má geta þess að í 3.-4. sæti varð Guð- mundur Aronsson, stigalaus skák- maður sem ekki hefur teflt á op- inberu móti í meira en 40 ár. Óvæntur sigurvegari á Meistaramóti SSON Sigurvegari Meistaramóts SSON, Skáksambands Selfoss og nágrenn- is, sem fram fór í Fischer-setrinu á Selfossi, kom úr óvænri átt. Þar voru keppendur átta talsins og tefldu allir við alla með klst. umhugsunartíma á skák. Ýmsum lék forvitni á að vita hvernig stæði á ferðum og þátttöku liðlega þrítugs Bandaríkjamanns, Noah Siegel, sem hafði nokkurra vikna dvöl í grennd við Selfoss í haust. Hann hélt sig þar að mestu til hlés, stundaði jóga hjá Dagmar Unu Ólafsdóttur og bar ýmis merki þess að hann væri að flýja skarkala New York-borgar en þaðan er hann. Við eftirgrennslan kom svo í ljós að hér var á ferðinni gömul vonarstjarna Bandaríkjamanna á skáksviðinu. Hann hafði fyrir u.þ.b. 20 árum teflt fyrir hönd Bandaríkjanna á heims- meistaramótum barna og unglinga, 12 ára og yngri og 14 ára og yngri, og kljáðst þar við ungstirni á borð við Armenann Levon Aronjan og Rússann Alexander Grischuk; lagt síðar út á brautir veðmála og fjár- hættuspila og við pókerborðið atti hann kappi við ýmsa nafntogaða ein- staklinga og rakaði saman fé svo af hlutust blaðaskrif og réttarhöld – Þrjú skemmtileg mót Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Á vesturströnd Afr- íku er að finna hið fal- lega land Síerra Leóne. Þar búa nú um 5,9 milljónir íbúa, flest- ir á Freetown- skaganum þar sem samnefnd höfuðborg landsins er. Saga Síerra Leóne nær langt aftur í aldir en talið er að samfélög manna hafi búið þar í tæp 2.500 ár. Nafn landsins kom hins vegar til skjalanna á landa- fundatímabilinu svokallaða um 1500 er portúgalski landkönnuður- inn Pedro de Sintra kom að land- inu á skipi sínu við Freetown- skagann. Sagan segir að honum hafi þótt fjöll skagans minna sig á ljónynju og því hafi hann gefið landsvæðinu þetta nafn. Á 19. öld varð Síerra Leóne bresk nýlenda sem hlaut að endingu sjálfstæði ár- ið 1961. Menning landsins er marg- breytileg og fjölskrúðug og dregur dám af séreinkennum héraða þess. Margt í menningunni sameinar þó íbúana, t.d. tungumálið krio. Land tækifæranna Frá sjálfstæði hafa atorkusamir íbúar Síerra Leóne leitast við að byggja hið fallega land sitt upp með nýtingu náttúruauðlinda til að efla þjóðarhag og bæta lífsskilyrði. Landið er nefnilega afar vel sett frá náttúrunnar hendi. Gjöful fiski- mið eru úti fyrir tæplega 400 km strandlengju landsins sem fallegar baðstrendur setja sterkan svip á. Inn til landsins finnast verðmætar steintegundir í jörðu á borð við demanta og málmgrýti eins og járn og báxít. Inn til landsins finnst gott landrými til margvíslegra nota m.a. til að stunda landbúnað og aðra mikilvæga iðju. Tækifærin í Síerra Leóne eru því mýmörg þeg- ar horft er til iðnaðar, ferðaþjón- ustu og sjávarútvegs svo einhver dæmi séu nefnd. Endurreisn eftir stríð Þótt íbúar Síerra Leóne hafi stigið mörg framfaraspor í upp- byggingu sinni hefur vegferð þeirra í þá átt verið þyrnum stráð. Hat- römm og langvinn borgarastyrjöld sem stóð yfir í landinu á árunum 1991-2002 olli gríðarlegum skaða í nær öllu tilliti: á fólki, eignum og innviðum. Um 50.000 manns lágu í valnum þegar yfir lauk auk þess sem um 2,5 milljónir þurfu að yfirgefa heimili sín og leggja á flótta undan skálmöldinni. Frá lokum styrjaldarinnar hefur lands- mönnum hins vegar auðnast með margvíslegu liðsinni alþjóða- samfélagsins að endurreisa land sitt upp úr rústum stríðsins og græða þau sár sem hildarleikurinn skildi eftir sig. Meðal þess sem gerst hefur á þessum tíma er að margt af því fólki sem yfirgaf land- ið í stríðinu snéri heim til að taka þátt í endurreisninni. Engu breytti þótt margir hefðu öðlast ríkisborg- ararétt og góða menntun í nýju og stöðugara landi með ótal mögu- leika á góðum starfstækifærum – fólk vildi heim til að taka þátt í uppbyggingunni. Dýrmæt þekking og reynsla hefur því flust til Síerra Leóne á allra síðustu árum. Við hjá Aurora velgerðarsjóði höfum verið svo lánsöm að fylgjast með þessari jákvæðu þróun á síðustu tíu árum á meðan við höfum unnið að verk- efnum okkar í landinu á sviði mennta- og heilbrigðismála. Skaðvaldurinn ebóla Því miður halda raunir landsins hins vegar áfram. Nú um 12 árum eftir borgarastyrjöldina hefur nýr skaðvaldur skotið upp kollinum í Síerra Leóne: sjúkdómurinn ebóla. Sjúkdómurinn barst til landsins í maí og hefur hann nú á rúmu hálfu ári sýkt um 8.300 manns og dregið um 2.100 til dauða. Flestir af þeim sem hafa veikst og látist eiga börn og eru því þúsundir barna for- eldralausar sökum sjúkdómsins við afar bágar aðstæður. Utan þessa hefur ebólan ýft upp ótta og óvissu sem komið hefur hart niður á efna- hagslífi landsins og leitt af sér spíral niður á við. Margir fjárfestar hafa kippt að sér höndum vegna óvissuástandsins með því að selja rekstur út úr landinu, loka fyr- irtækjum og stöðva námavinnslu. Fyrir vikið hafa margir íbúar misst atvinnu sína og lifibrauð. Þá eru dæmi um að íbúar með tvöfalt rík- isfang hafi yfirgefið landið til að koma sér og fjölskyldum sínum í öruggara skjól. Í þessum hópi er mikið af menntuðu fólki sem flutti aftur til landsins eftir stríðið. Eftir situr hins vegar samfélag í sárum sem eitt og yfirgefið er illa í stakk búið til að leysa þau risavöxnu verkefni sem við því blasa. Til marks um alvarleika ástandsins hafa stjórnvöld í landinu ákveðið að aflýsa öllum samkomum vegna jóla og áramóta í ár. Því fer lítið fyrir jólahaldi í Síerra Leóne að þessu sinni. Barátta fyrir framtíð landsins Þessu ástandi þarf að sporna gegn. Enn er stór hópur fólks og fjöldi hjálparasamtaka í Síerra Leóne sem leggur nótt við dag til að berjast gegn útbreiðslu sjúk- dómsins og sinna þeim veiku. Þetta fólk berst áfram og er það með réttu fólk ársins eins og alþjóðlega tímaritið Time ákvað á dögunum. Styðja þarf við þessa baráttu með öllum ráðum. Sú barátta mun áður en langt um líður breytast úr vörn í sókn og koma á jafnvægi í Síerra Leóne og í öðrum löndum Vestur- Afríku þar sem barist er gegn ebólu. Þó að landið sé vitaskuld laskað er það alls ekki hrunið og því ríður á að alþjóðasamfélagið og fjárfestar sýni Síerra Leóne þol- inmæði og stuðning. Slík hugsun er ekki síðri stuðningur í baráttunni gegn ebólu. Síerra Leóne er ekki hrunið Eftir Ólaf Ólafsson »Dýrmæt þekking og reynsla hefur því flust til Síerra Leóne á allra síðustu árum. Ólafur Ólafsson Höfundur er stjórnarformaður Auroru-velgerðasjóðs. Óvæntur sigurvegari á Selfossi, Noah Siegel Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is Ákvæði húsa- leigulaga geyma al- mennar reglur um réttindi og skyldur leigusala og leigu- taka en eru frávíkj- anleg þegar um er að ræða atvinnu- húsnæði. Gilda því ákvæði um atvinnu- húsnæði nema samið sé á annan veg. Þetta samningsfrelsi nýta leigu- salar sér óspart við samningagerð og oft er samningsstaða ójöfn milli aðila. Leigusalar eru yfirleitt með stöðluð samningsform sem þeir hafa sérsniðið að sínum hags- munum. Slíkir samningar eru afar óhagstæðir fyrir leigutaka enda fela þeir oftar en ekki í sér yf- irtöku leigutaka á ýmsum skyld- um leigusala samkvæmt húsa- leigulögunum. Sú staðreynd að leigutakar hafa þurft að sættast á svo óhagstæð kjör hefur leitt til þess að þeir geta lent í vandræð- um í rekstri sínum þegar á líður. Í rekstri fyrirtækja er grund- vallaratriði að þekkja umfang al- menns rekstrarkostnaðar. Þannig er hægt að gera rekstraráætlun og tryggja fjármögnun til að standa í skilum við skuldbind- ingar. Í rekstri er þannig mjög mikilvægt að takmarka óvænta útgjaldaliði eins og hægt er. Hús- næðiskostnaður er einn af stærstu útgjaldaliðum í rekstri fyrirtækja og því gríðarlega mikilvægt að fastur mánaðarlegur kostnaður vegna húsnæðis liggi fyrir eins og kostur er. Þetta gerir leiguúrræð- ið að álitlegri kosti umfram hús- næðiskaup því þá er engin áhætta af húsnæði heldur einungis greidd föst mánaðarleg húsaleiga. Sú skylda leigusala samkvæmt gildandi húsaleigulögum, sem nú tíðkast að yfirfæra á leigutaka þegar um atvinnuhúsnæði er að ræða, er viðhald á hinu leigða. Samkvæmt húsaleigulögunum skal leigusali annast viðhald hús- næðis innanhúss sem utan, fyrir utan viðhald á læsingum, vatns- krönum, raftenglum og öðru smá- legu sem hvílir á leigutaka. Leigusali skal einnig halda hús- næðinu í leiguhæfu ástandi, m.a. með því að mála, endurnýja gólf- efni með hæfilegu millibili eftir því sem góðar venjur um viðhald húsnæðis segja til um. Er eðlilegt að viðhaldsskyldan hvíli á leigu- sala þar sem hann er eigandi hús- næðisins og hagnast á því að halda húsnæðinu í góðu ástandi. Nú til dags er algengt að leigu- takar taki á sig þessar skyldur án þess að átta sig fyllilega á hvað það getur þýtt fyrir reksturinn til lengri tíma. Leigutakar geta á engan hátt vitað hver eiginlegur leigukostnaður í rekstrinum er í raun og veru. Því miður virðast leigusalar oft ná fram slíkum frá- vikum með samn- ingum og virðast jafn- vel komnir á þá skoðun að það að víkj- ast undan almennum skyldum sínum sé sanngjarnt og eðli- legt. Því er þveröfugt farið. Samnings- ákvæði sem kveða á um yfirfærslur skyldna leigusala til leigutaka eru ósanngjörn. Samningsaðilar þurfa að leitast við að gera sanngjarna samninga sem báðir geta unað vel við þann- ig að jafnræði ríki og samnings- samband geti dafnað til lengri tíma litið. Það eru ýmis önnur atriði sem er vert fyrir leigutaka að huga að við samningagerð við leigusala eins og til dæmis ákvörðun leigu- fjárhæðar og skipting rekstr- arkostnaðar. Mikilvægt er fyrir leigutaka að kanna hvort fyr- irhugað leiguverð sé í samræmi við markaðsverð leigu á viðkom- andi svæði þannig að ekki sé ver- ið að greiða yfirverð. Einnig þarf leigutaki að taka með í reikning- inn að leigufjárhæð er oft tengd vísitölu við mat á því hvort rekst- urinn ráði við greiðslu leigunnar. Eins þarf að huga vel að hækk- unar- og veltutengingu ef slík ákvæði eru í samningsdrögum leigusala. Varðandi rekstr- arkostnað sameignar atvinnu- húsnæðis þarf leigutaki að gæta þess að taka ekki yfir skyldur leigusala til að greiða m.a. kostn- að vegna endurbóta á lóð eða hús- eign enda er eðlilegt að slíkt falli á húseiganda. Hlutfallslegur kostnaður vegna endurbóta á lóð eða húseign getur verið töluverð- ur og komið sér illa fyrir leigu- taka, sérstaklega ef húsnæði er gamalt og þarfnast mikilla end- urbóta. Réttindi leigutaka atvinnu- húsnæðis eru á undanhaldi ef ekki er að gætt. Hvet ég alla leigutaka til að standa vörð um réttindi sín í samningagerð við leigusala og yfirtaka ekki skyldur þeirra nema að vel athuguðu máli og gera þá ráð fyrir hugsanlegum kostnaði í rekstraráætlun fyrirtækis síns sem af því getur hlotist. Er réttur leigutaka atvinnuhúsnæðis á undanhaldi? Eftir Ingibjörgu Björnsdóttur Ingibjörg Björnsdóttir » Samningsákvæði sem kveða á um yfir- færslur skyldna leigu- sala til leigutaka eru ósanngjörn. Höfundur er lögmaður, viðurkenndur bókari og rekstrarráðgjafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.