Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 43
sem tortímdust. Hér fóru þeir sem síðar nefndu Góðrarvonarhöfða sínu rétta nafni áður en siglingar Evrópubúa leiddu þá suður fyrir Afríku og alla leið til Asíu. Það var fyrir fáum sekúndum á stóru lífsklukkunni, sem er Big Ben sköpunarverksins; hún tifar hér á þúsund ára fresti og hverjum hún glymur er milljón ára spurning. Tikk-takk fyrir þúsund árum: Skömmu eftir að Ísland byggðist lokaðist þessi trjálundur í eyði- mörkinni af. Sandalda færðist í veg fyrir vatnaleiðir sem áður vökvuðu rætur trjánna eftir árleg- an regntíma lengst í burtu. Trén þornuðu upp. En rotnuðu ekki vegna hita, standa áfram eins og vitnisburður um hvernig fer fyrir þeim sem lokast af, tréna í bók- staflegum skilningi. Sótsvört þó Bók Stefáns Jóns Hafstein, Afríka ást við aðra sýn, skiptist í fjóra hluta og er samsafn greina sem tengjast ýmsum þráðum. tíma þegar meginlöndin skildu að skiptum fyrir 300 milljónum ára eða svo og fóru hvert í sína áttina um heimshöfin sjö. Mannvistarleifar. Fyrir and- artaki eða svo, 30-40 þúsund ár- um, voru forfeður okkar með list- ræna tilburði hér, skráðu dýramyndir á klappir sem enn standa, eða abstrakt mynstur sem minna á myndgjörninga Guð- mundu Andrésdóttur, spírala, hringi, strik og línur sem fræði- menn standa ráðþrota frammi fyr- ir. Reyna að setja í samband við transdansinn sem enn er stund- aður hjá hinum fáu eftirlifandi af frumstofni mannkyns. Við sem trúum á skyggnigáfu, hugs- anaflutning, samband við fram- liðna og hvað það nú er sem kall- ast „af öðrum heimi“ eigum ekki í neinum vandræðum með þessi listaverk. Maður skilur þau hvorki né útskýrir. Eyðimerkurbúarnir ristu líka myndir af ljónum og gí- röffum – og selum! Trúlega minn- ingar úr saltleiðangri niður á strönd þar sem á einum stað er eins og náttúran hafi farið al- gjörlega útaf sporinu: 300 þúsund selir liggja rýtandi, rorrandi á steinklöppum sem úthafsaldan lemur linnulaust með eyðimörkina gjörvalla að baklandi. Hér utan við brennheita lífvana mörkina og grjótið og sandinn er lífssinfónían beljandi allan tónstigann í hafinu þar sem heitir straumar að sunn- an og kaldir að norðan mætast. Hvalir, hákarlar og selir svamla um gríðarlegar fiskitorfur og æti þar sem frjósemisgyðjur allra alda hafa sleppt fram af sér eyðimerk- urbeislinu. Stöndin heitir Heljargrind- aströnd vegna grúa skipsflaka sem varða veg um hafnlausar víð- áttur og sýna sögu leitandi manna hér hafi engar eldtungur um leikið nema þær sem sólin dreifir á degi hverjum. Dauðiskógur stendur í skál á stærð við fótboltavöll. Dauðaþögn er áþreifanleg. Ekki suð í flugu, tíst í fugli né rjátl í eðlu, harður sprunginn jarðvegur ber uppi kol- svartar kræklóttar tjáspírur, sum- ar margar mannhæðir. Það er freistandi að láta sér detta í hug að þetta sé mynd af heiminum eins og hann verður þegar hnattræn hlýnun hefur kyrkt okkur öll í greip sinni. Að svona verði hinn manngerði skóg- ur sem við þekkjum í dag, skýja- kljúfarnir, kirkjuturnspírurnar, mislægu gatnamótin, borgirnar – þegar síðasta loftkælingin hættir að murra og hinsta andvarpið yf- irgefur mannveruna. Morgunblaðið/Styrmir Kári 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.