Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Hrímland gerist að mestu íReykjavík, höfuðborgHrímlands, landi semhefur verið hernumið af Krúnunni, Kalmar-herveldinu. Íbú- arnir eru alla jafna látnir í friði, enda sækist herveldið eftir seið- magni sem það vinnur í verksmiðju sinni í Öskjuhlíð. Sumir íbúanna sækjast þó eftir frelsi, en mótmæli eru kæfð í blóði og eftir það hefur folk hægt um sig að mestu. Garun, sem er huldu- fólksblendingur, og því hötuð af huldufólki og fyr- irlitin af mann- fólki, heldur þó andófinu áfram með seiðmögnuðu veggjakroti, en Sæmundur, fyrrverandi sambýlis- maður hennar, er svo sólginn í fróð- leik um eðli galdra að hann er að tapa vitinu. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær jafn kraftmikla og eft- irminnilega skáldsögu og Hrímland upp í hendurnar, með fullsköpuðum furðuheimi með trúverðugum per- sónum sem glíma við grimmileg ör- lög. Þessi magnaða og stórskemmti- lega saga gerist á Hrímlandi sem er eins konar blendingur af Íslandi allra tíma, því innan um furðuverur íslenskra þjóðsagna eru verur sem Alexander hefur smíðað sjálfur, eins hinir hrafnkenndu náskarar, og svo ýmsar persónur úr Íslandssögunni. Að sumu leyti minnir sagan á svo- nefnt gufupönk, að öðru leyti á æv- intýri eða vísindaskáldskap, en að mestu er hún hreinræktuð furðu- saga krydduð svartri kímni og hrikalegum örlögum. Bókin sækir mikið í þjóðsagnaarf okkar en líka í aðrar áttir og atburð- ir í nútímanum hafa líka sín ahrif – til að mynda mætti lesa úr henni skælda mynd af hruninu og eins gagnrýni á það hvernig auðmenn hafa sölsað undir sig náttúru- auðlindir. Stuttlega er drepið á söguþráð bókarinnar ofar, en hann er talsvert snúnari og aðalsnúningurinn kemur undir lokin með hrikalegu uppgjöri. Heimurinn sem bókin gerist í er sérdeilis forvitnilegur og trúverð- ugur innan ramma sögunnar og fengur yrði að fleiri bókum sem nýta sér sama ævintýralega umhverfið. Alexander gefur bókina út sjálfur og hun hefði eflaust orðið enn betri ef hann hefði haft stöndugt forlag á bak við sig. Með bókinni fylgir disk- ur þar sem Árni Bergur Zoëga, fé- lagi Alexanders í svartmálmssveit- inni Carpe Noctem, snýr hughrifum sínum af lestri bókarinnar í tóna. Músíkin er afbragð, en mér fannst þó betra að semja eigin hughrifa- hljómkviðu við fyrsta lestur bók- arinnar, þótt ég hafi leyft tón- verkum nafna míns að hljóma við annan lestur hennar. Í sem stystu máli – Hrímland er framúrskarandi frumraun stór- efnilegs höfundar og mér er til efs að eins kraftmikil skáldsaga hafi komið út á árinu. Morgunblaðið/RAX Hrímland er framúrskarandi frumraun stórefnilegs höfundar og mér er til efs að eins kraftmikil skáldsaga hafi komið út á árinu“, segir í bókadómi. Skáldsaga Hrímland bbbbn Eftir Alexander Dan Vilhjálmsson. Bókinni fylgir geisladiskur með tónlist Árna Bergs Zoëga. Andlag, 2014. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR Seiður og hélog á Hrímlandi gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn M A N D A R Í N A S T Y R K TA R F É L A G L AMAÐ R A O G FAT L A Ð R A Sölutímabil 5. – 19. desember Casa - Kringlunni og Skeifunni Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð Hafnarborg - Hafnarfirði Húsgagnahöllin - Reykjavík og Akureyri Kokka - Laugavegi Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu Litla jólabúðin – Laugavegi Líf og list - Smáralind Módern - Hlíðarsmára Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Blómaval - um allt land Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki Póley - Vestmannaeyjum Valrós - Akureyri Netverslun - www.kaerleikskulan.is Markmiðið með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóði til starfs í þágu þeirra. Sy ru sson Hönnunar hús Síðumúla 33 HANGOVER Í PAKKANN Hangover kr. 29.900,-Íslensk hönnun og framleiðsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.