Morgunblaðið - 20.12.2014, Síða 49

Morgunblaðið - 20.12.2014, Síða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Hrímland gerist að mestu íReykjavík, höfuðborgHrímlands, landi semhefur verið hernumið af Krúnunni, Kalmar-herveldinu. Íbú- arnir eru alla jafna látnir í friði, enda sækist herveldið eftir seið- magni sem það vinnur í verksmiðju sinni í Öskjuhlíð. Sumir íbúanna sækjast þó eftir frelsi, en mótmæli eru kæfð í blóði og eftir það hefur folk hægt um sig að mestu. Garun, sem er huldu- fólksblendingur, og því hötuð af huldufólki og fyr- irlitin af mann- fólki, heldur þó andófinu áfram með seiðmögnuðu veggjakroti, en Sæmundur, fyrrverandi sambýlis- maður hennar, er svo sólginn í fróð- leik um eðli galdra að hann er að tapa vitinu. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær jafn kraftmikla og eft- irminnilega skáldsögu og Hrímland upp í hendurnar, með fullsköpuðum furðuheimi með trúverðugum per- sónum sem glíma við grimmileg ör- lög. Þessi magnaða og stórskemmti- lega saga gerist á Hrímlandi sem er eins konar blendingur af Íslandi allra tíma, því innan um furðuverur íslenskra þjóðsagna eru verur sem Alexander hefur smíðað sjálfur, eins hinir hrafnkenndu náskarar, og svo ýmsar persónur úr Íslandssögunni. Að sumu leyti minnir sagan á svo- nefnt gufupönk, að öðru leyti á æv- intýri eða vísindaskáldskap, en að mestu er hún hreinræktuð furðu- saga krydduð svartri kímni og hrikalegum örlögum. Bókin sækir mikið í þjóðsagnaarf okkar en líka í aðrar áttir og atburð- ir í nútímanum hafa líka sín ahrif – til að mynda mætti lesa úr henni skælda mynd af hruninu og eins gagnrýni á það hvernig auðmenn hafa sölsað undir sig náttúru- auðlindir. Stuttlega er drepið á söguþráð bókarinnar ofar, en hann er talsvert snúnari og aðalsnúningurinn kemur undir lokin með hrikalegu uppgjöri. Heimurinn sem bókin gerist í er sérdeilis forvitnilegur og trúverð- ugur innan ramma sögunnar og fengur yrði að fleiri bókum sem nýta sér sama ævintýralega umhverfið. Alexander gefur bókina út sjálfur og hun hefði eflaust orðið enn betri ef hann hefði haft stöndugt forlag á bak við sig. Með bókinni fylgir disk- ur þar sem Árni Bergur Zoëga, fé- lagi Alexanders í svartmálmssveit- inni Carpe Noctem, snýr hughrifum sínum af lestri bókarinnar í tóna. Músíkin er afbragð, en mér fannst þó betra að semja eigin hughrifa- hljómkviðu við fyrsta lestur bók- arinnar, þótt ég hafi leyft tón- verkum nafna míns að hljóma við annan lestur hennar. Í sem stystu máli – Hrímland er framúrskarandi frumraun stór- efnilegs höfundar og mér er til efs að eins kraftmikil skáldsaga hafi komið út á árinu. Morgunblaðið/RAX Hrímland er framúrskarandi frumraun stórefnilegs höfundar og mér er til efs að eins kraftmikil skáldsaga hafi komið út á árinu“, segir í bókadómi. Skáldsaga Hrímland bbbbn Eftir Alexander Dan Vilhjálmsson. Bókinni fylgir geisladiskur með tónlist Árna Bergs Zoëga. Andlag, 2014. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR Seiður og hélog á Hrímlandi gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn M A N D A R Í N A S T Y R K TA R F É L A G L AMAÐ R A O G FAT L A Ð R A Sölutímabil 5. – 19. desember Casa - Kringlunni og Skeifunni Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð Hafnarborg - Hafnarfirði Húsgagnahöllin - Reykjavík og Akureyri Kokka - Laugavegi Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu Litla jólabúðin – Laugavegi Líf og list - Smáralind Módern - Hlíðarsmára Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Blómaval - um allt land Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki Póley - Vestmannaeyjum Valrós - Akureyri Netverslun - www.kaerleikskulan.is Markmiðið með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóði til starfs í þágu þeirra. Sy ru sson Hönnunar hús Síðumúla 33 HANGOVER Í PAKKANN Hangover kr. 29.900,-Íslensk hönnun og framleiðsla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.