Morgunblaðið - 20.12.2014, Side 25

Morgunblaðið - 20.12.2014, Side 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Suðurlandsbraut 48 (bláu húsunum Faxafeni) · 108 Reykjavík · Sími 553 3450 · www.spilavinir.is · Sendum um land allt. Spil í jólapakkann! BEZZERWIZZER Nýtt spurningarspil á íslensku. 2007-14 ára7 Nýtt Guðni Einarsson gudni@mbl.is Blómlegt safnaðarstarf fer fram í hinni aldargömlu Hafnarfjarðar- kirkju. Kirkjan var vígð 20. desem- ber 1914, sem þá bar upp á 4. sunnudag í aðventu, og því rétt öld liðin frá vígslunni. Af því tilefni verður hátíðarmessa í Hafnarfjarð- arkirkju klukkan 11.00 á morgun. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, mun prédíka og Kristján Valur Ingólfsson vígslu- biskup þjónar fyrir altari ásamt séra Jóni Helga Þórarinssyni sókn- arpresti, Þórhildi Ólafs presti kirkj- unnar og þeim séra Gunnþór Inga- syni og séra Guðbjörgu Jóhannesdóttur sem bæði hafa þjónað við kirkjuna. Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju frumflytur nýja messu, Missa brevis, eftir Þóru Marteinsdóttur. Verkið var samið fyrir kórinn í tilefni af aldarafmæli kirkjunnar. Stjórnandi er Helga Loftsdóttir og Anna Magnúsdóttir leikur undir á píanó. Guðmundur Sigurðsson, organisti Hafnarfjarð- arkirkju, mun leika á orgel og stjórna söng Barbörukórsins. Að messu lokinni verður kirkjugestum boðið að þiggja veitingar í Hásölum Strandbergs. Eftir hádegi á morgun verður op- ið hús í kirkjunni frá klukkan 13.00 til 15.00. Þar verður á dagskrá org- elleikur, ritningarlestur og kyrrð. Í boði verður kakó og piparkökur. „Það er mikill hugur í okkur að halda uppi góðu safnaðarstarfi og engin ellimerki á því,“ sagði séra Jón Helgi Þórarinsson, sóknar- prestur Hafnarfjarðarkirkju. Hann tók við embættinu fyrir rúmu ári. Blómlegt sönglíf í kirkjunni Hann sagði að kórastarf hefði löngum verið blómlegt í kirkjunni. Þar starfa bæði barnakór og ung- lingakór sem njóta mikilla vinsælda. Meira en 100 börn og unglingar taka þátt í kórastarfinu. Helga Loftsdóttir stjórnar kórnum ásamt Önnu Magnúsdóttur. Kirkjukórinn heitir Barbörukór- inn og honum stjórnar Guðmundur Sigurðsson, organisti Hafnarfjarð- arkirkju. Í Barbörukórnum syngur fólk sem hefur lært söng og það skiptir því með sér að syngja við messur. Einnig heldur Barbörukór- inn tónleika og syngur við útfarir og aðrar athafnir. Guðsþjónustur og sunnudagaskóli eru á sunnudögum auk þess sem messað er á öðrum helgidögum. Einnig fer fram margþætt starf í kirkjunni á virkum dögum. „Yfir vetrartímann erum við með hálftíma langar messur klukkan 8.15 á miðvikudagsmorgnum. Svo er morgunverður á eftir. Þetta hefur verið gert í nokkur ár og það er fastur hópur sem sækir þessar góðu stundir,“ sagði sr. Jón Helgi. Stund- um hafa verið helgistundir í hádeg- inu og er rætt um að endurvekja þær. Þá fer fram þróttmikið ferm- ingarstarf yfir veturinn. Kvenfélag hefur starfað við Hafn- arfjarðarkirkju um áratugaskeið og styður það á ýmsan hátt við safn- aðarstarfið auk þess að vera fé- lagsstarf kirkjukvenna. Hafnarfjarðarkirkja tekur þátt í samstarfi kirknanna í Hafnarfirði sem m.a. tengist starfi eldri borgara og samverustundum á Sólvangi. Unnið er að stefnumörkun safnað- arstarfsins í tengslum við afmæl- isárið. Áformað er að efla barna- og æskulýðsstarf sem og að auka fjöl- breytni í helgihaldi og fræðslu. Hafnarfjarðarkirkja var tekin í gegn og máluð að innan árið 2008. Tvö nýleg pípuorgel eru í kirkjunni. Annað er níu radda barokk-orgel og hitt 25 radda í þýsk-rómantískum stíl. Orgeltónleikar eru í kirkjunni í hverjum mánuði yfir vetrartímann. Hafnarfjarðarkirkja í heila öld  Meira en 100 börn og unglingar taka þátt í kórastarfinu  Unnið verður að stefnumörkun safnaðar- starfsins á afmælisárinu  Hátíðarmessa á morgun í tilefni af 100 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju Morgunblaðið/Golli Sóknarprestur Jón Helgi Þórarinsson segir safnaðarstarf fjölbreytt í hinni 100 ára gömlu Hafnarfjarðarkirkju. Hafnfirðingar áttu kirkjusókn að Görðum á Álftanesi áður en Hafnarfjarðarkirkja var byggð. Hafnarfjörður fékk kaupstað- arréttindi 1908 og í kjölfar þess komst skriður á áform um bygg- ingu kirkju í bænum. Rögnvaldur Ólafsson arki- tekt, sem teiknaði m.a. Húsavík- urkirkju og Vífilsstaðaspítala, teiknaði kirkjuna. Framkvæmdir hófust haustið 1913 og lauk smíðinni á aðventu 1914. Þór- hallur Bjarnarson biskup vígði svo kirkjuna 20. desember 1914. 100 ára vígsluafmæli HAFNARFJARÐARKIRKJA VÍGÐ 20. DESEMBER 1914

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.