Morgunblaðið - 20.12.2014, Side 47

Morgunblaðið - 20.12.2014, Side 47
47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Nóg af spennu Leyndarmálið bbmnn Texti: Jo Salmson. Myndir: Natalia Batista. Íslensk þýðing: Anna R. Ingólfsdóttir. Bókabeitan, 2014. 124 bls. Leyndarmálið er fyrsta bókin í bókaröð um seiðfólkið, sem ger- ist á ótilgreindum tíma í ótil- greindum heimi sem svip- ar þó til Evr- ópu á dögum Rómaveldis. Sagan segir frá vinunum Sól, Ariel og Enos. Þau koma úr ólík- um áttum og eiga í raun það eitt sameig- inlegt að búa á herragarði sem kallast bara setrið. Straumhvörf verða í lífi þeirra þegar leyndarmál varðandi Sól kemur í ljós. Það er ekki mikill texti í bókinni og hún er því fljótlesin. Það er þó nóg af spennu þegar líða tekur á bókina og búið er að kynna söguhetj- urnar rækilega fyrir okkur. Manga- legar myndirnar eru líka skemmti- legar. Þetta er kjörin bók fyrir unga og óvana lesendur. Lífleg frásögn Tommi Teits - Undraheimurinn minn bbbmn Myndir og texti: Liz Pichon. Íslensk þýðing: Gerður Kristný. JPV, 2014. 238 bls. Tommi Teits er klár hress strákur í fimmta bekk. Hann er klár í teikn- ingu, spilar á gítar og hrekkir táningssystur sína, svo helstu áhugamál hans séu talin. Megnið af sögunni gerist í skólanum, en það kemur ekki að sök því það er alltaf eitthvað í gangi hjá Tomma í skólanum – hann en einkar lunkinn við að finna nýjar og nýjar leiðir til að klekkja á óvinum sínum um leið og hann reynir að ganga í augun á stelpunni sem hann er skotinn í. Þetta er afskaplega lífleg frásögn og teikningar og ýmislegt skraut lífga upp á hana. Það gerist í sjálfu sér ekki mikið en manni leiðist ekki við lest- urinn. Saga ætluð Selfyssingum Jólasaga úr Ingólfsfjalli bmnnn Texti: María Siggadóttir. Myndir: Ellisif Malmo Bjarnadóttir. Bókasmiðjan, 2014. 39 bls. Þessi bók segir frá því er jólasvein- ar í Ingólfsfjalli vakna og halda á Selfoss að skemmta börnum bæjarins. Í upphafi er sagt frá jólakett- inum og síðan Grýlu og Leppa- lúða þar sem þau undirbúa för drengjanna sinna þrettán í bæinn, elda fyrir þá mat og þrífa af þeim leppana. Þetta er eiginlega bara bók fyrir Selfyssinga, enda koma fyrir í henni fyrirtæki í bænum og per- sónur sem aðrir en íbúar bæjarins þekkja varla; Pylsuvagninn og Sjafnarblóm og svo má telja. Það er ekki mikið spunnið í söguna sjálfa en mynd- irnar eru sumar vel heppnaðar. Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar og þýddar barnabækur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Klár strákur, leyndarmál Sólar og jólasveinar Leyndarmálið „Mangalegar myndirnar eru líka skemmti- legar,“ segir m.a. um Seiðfólkið eftir Salmson og Batista.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.