Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 40
Sigríður Þorgeirsdóttir Lygin um sannleikann og sannleikurinn um lygina „Listin er lygi sem sýnir okkur sannleikann.“ Pablo Picasso Handan góðs og ills, eitt höfuðrita Friedrichs Nietzsches, sem kom út árið 1885, fjallar að mestu leyti um heimspeki og heimspekinga evrópskrar menningar.1 Nietzsche gagnrýnir heimspeki og heim- spekinga fortíðarinnar í þeim tilgangi að kanna forsendur heimspekinga ffamtíðarinnar eins og undirtitill ritsins, Forleikur að heimspeki framtíðar, ber með sér. Strax í upphafi verksins hæðist Nietzsche að drifkrafti heim- spekilegrar hugsunar, sjálfri sannleiksást og sannleiksleit heimspekinganna: „Setjum sem svo að sannleikurinn sé kona, hvað þá? Er ekki sá grunur á rökum reistur að allir heimspekingar, að svo miklu leyti sem þeir voru kreddutrúarmenn, hafi lítið botnað í konum?“.2 Kreddufastir heimspekingar sem þykjast vera ástvinir sannleikans eru samkvæmt þessari lýsingu Nietzsches ekki annað en klaufalegir elskhugar sem skilja ekki eðli sannleikans. Hvers vegna skilja þeir ekki sannleikann? Sannleikurinn og konan, eins og Nietzsche túlkar hana í þessu samhengi, eiga það sameiginlegt að láta ekki klófesta sig. Heimspekingarnir sem reyna að höndla sannleikann í eitt skipti fýrir öll vita ekki að hann rennur þeim úr greipum. Nietzsche sakar heimspekingana um að lifa í þeirri trú að þeim takist að henda reiður á sannleikanum. Orðið „kredda“ má rekja sifjafræðilega til latnesku sagnarinnar „credere", sem merkir að trúa. Sannleikur er samkvæmt þessu trúarsetning sem gefúr heimspekingunum hald. Nietzsche líkir þeim við unglinga sem ráfa í visku- vímu um forngrísk hof og faðma súlurnar.3 Grundvallarhugmyndir um hið sanna eðli og raunverulegan tilgang tilverunnar eru burðarsúlur hinna stóru heimspekikerfa sem eiga að skýra innstu lögmál alls sem er. Slíkar kenningar um eilífan, óbreytanlegan sannleika og eðli hlutanna, eins og t.d. frum- myndakenning Platóns, eru að mati Nietzsches kreddukenningar. Nietzsche beinir spjótum sínum að ffumspekilegum sannleikshugtökum og kenningum um sannleika raunverunnar. Hann gagnrýnir ffumspeki- 38 TMM 1997:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.