Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 41
LYGIN UM SANNLEIKANN OG SANNLEIKURINN UM LYGINA kenningar sem sverja sig í ætt við tvíhyggjukenningar platónsku heimspeki- hefðarinnar. Heimsandi hegelsku heimspekinnar er t.d. að mati Nietzsches undir sömu sök seldur, þar sem hann á að vera tjáning hins sanna hreyfrafls þróunar andans í mannkynssögunni. Nietzsche líkir frumspekilegum sannleika af þessum toga við goðalíkneski sem heimspekingar hafa tilbeðið. Hann segist sjálfur koma fram á sjónarsviðið til að ástunda heimspeki með hamri, ekki þó til að mölva goðalíkneskin.4 Hann segist vilja nota hamarinn eins og tónkvísl sem hann slær í líkneskin til að heyra holhljóminn. Elífur sannleikur, sem vera eða reynd handan sýndar, er samkvæmt þessari líkingu tóm eitt og því hreinn hugarspuni. Viðleitni Nietzsches til að afhjúpa ffumspekileg sannleikshugtök felur hins vegar ekki í sér gagnrýni á kenningar um sannleika yrðinga. í heimspeki- sögunni hafa kenningar um sannleika yrðinga sem byggja á rannsóknum á merkingu einkunnarinnar „sönn“ í sambandi við setningar lengstum skipt meira máli en umfjöllun um frumspekileg sannleikshugtök. Nietzsche skeytti ekki um hefðbundnar kenningar um sannleika sem samkvæmni eða samsvörun hugar og veruleika eða um rökleg sannleiksskilyrði setninga. Skotskífa gagnrýni Nietzsches er fyrst og fremst hin hefðbundna frumspeki um eðli og tilgang tilverunnar. Engu að síður ber að hafa í huga að frum- spekilegar sannleikskenningar gera tilkall til að fela í sér lögmál um sannleika yrðinga. Ennfremur á sér t.d. hin hefðbundna samsvörunarkenning um sannleika, sem Tómas frá Akvínó lagði grundvöll að, frumspekilegar for- sendur. Því verður að gera greinarmun á kenningum um sannleika yrðinga sem eru ff umspekilegs eðlis og hinum, sem skírskota ekki tO frumspekilegra lögmála, en það á við um flestar sannleikskenningar samtímans.5 Þótt Nietzsche telji sig grafa undan hugtökum um frumspekilegan sannleika hefur hann samt legið undir ámæli fyrir að byggja heimspeki sína á frumspekilegum sannindum um lífið og tilveruna. í því samhengi vegur þyngst túlkun Martins Heideggers, sem skýrði kenningar Nietzsches um viljann til valds og eilífa endurkomu hins sama sem lokastig í sögu hefð- bundinnar evrópskrar frumspeki. Hin platónska tvíhyggja sýndar og reynd- ar sem hefur gengið eins og rauður þráður í gegnum frumspekisöguna fullnast samkvæmt túlkun Heideggers í heimspeki Nietzsches. Kenninguna um eilífa endurkomu viljaferla sem hreyfifafl alls lífs segir Heidegger ekki vera annað en „umsnúinn platónisma11.6 Samkvæmt Heidegger snýr Nietzsche hugtakapari tvíhyggjunnar við og gerir hringrás viljavirkni að ffumpekilegu lögmáli og að grundvelli lífsins: „hið skilvitlega verður að hinu raunsanna, hið yfirskilvitlega að hinu sýnilega.“7 Lögmálið um viljann er ekki lengur sett ofar heimi mennskrar tilveru eins og í platónskri frumspeki, heldur innan hans. Samkvæmt túlkun Heideggers tekst Nietzsche ekki að TMM 1997:3 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.