Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 44
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR skapa sér sinn eigin heim. Settar reglur um sannleika og lygi setja þessari hæfni skorður þegar fram líða stundir sem leiðir til þess að maðurinn verður að finna lygaviljanum annan farveg. í listinni getur maðurinn logið að vild án þess að það hafi skaðleg áhrif. Að baki þessa uppruna sannleikans úr lyginni býr aftur á móti spurningin um tilurð sannleikshvatarinnar. Hvernig gat sannleikshvötin vaknað með manninum? Hvernig kom til þörf heimspekinga til að leita og finna sann- leikann ef lygaviljinn er upprunalegri en sannleiksviljinn? Nietzsche kemst hér að þeirri niðurstöðu að þekkingarleitin eigi sér einungis stað innan ramma tungumálsins og sannleiksviðmiða sem hafa verið „fastmælum bundin". Ef heimspekingurinn „sættir sig ekki við sannleika í formi klifunar, þ.e. hismið eitt, þá mun hann að eilífu höndla blekkingar undir yfirskini sannleikans.“13 Heimspekingurinn mun aldrei komast til botns í raunveru- leikanum og Nietzsche telur á þessu stigi heimspeki sinnar vænna að snúa sér að listsköpun, sem færi manninn nær uppruna sínum eða hinu raun- verulega eðli tilverunnar, en að strita við þekkingarleit, sem honum virðist yfirborðsleg iðja. Kenning hins unga Nietzsches um lygina um sannleikann opinberar eina allsherjar mótsögn sem hann er sjálfur blindur fyrir. Þegar hann fullyrðir að allar sannar yrðingar um heiminn séu blekking eða lygi, þá telur hann sig hafa komið auga á hið sanna um eðli mannlegrar þekkingar. Hann einn er hafinn yfir blekingarvefmn sem mennirnir eru fjötraðir í. En er ekki rökrétt að álykta að fyllyrðing hans um lygaviljann sem uppsprettu sannleika sé einnig, eins og öll þekking mannanna, byggð á blekkingu? Staðreyndin er að Nietzsche lifði enn í þeirri von þegar hann ritaði Um sannleika og lygi að hægt væri að komast nær hinu sanna eðli raunveruleikans, að vísu ekki með aðferðum vísinda og heimspekilegrar hugsunar, heldur í listinni, eins og áður sagði. Hún ein er, eins og hann fullyrðir í Fæðingu harmleiksins, hin eiginlega frumspekilega iðja. Listin getur samkvæmt þessari skilgreiningu veitt okkur innsýn í hið sanna eðli tilveru mannsins. Fyrir heimspekinginn Nietzsche, sem er drifmn áfram af þekkingarþrá, reynist þessi „listamannafrumspeki“ ófullnægjandi þegar fram í sækir. 1 ritunum sem fýlgdu í kjölfarið hafnar hann henni alfarið og átelur sjálfan sig fyrir að hafa gefið sig rómantískum hugmyndum um listsköpun á vald. í ritunum Mannlegt, alltof mannlegt og Morgunroða leggur hann traust sitt á heimspekinga sem eru hlutlægir, vísindalegir og gagnrýnir í þekkingarleit sinni. Heimspekingurinn á að kryfja mál til mergjar, fletta ofan af raunveru- legu drifafli siðferðis, heimspeki og trúarbragða, sækjast eftir þekkingu af ástríðu, en af skynsemi og rökfestu í anda heimspekilegrar upplýsingar. 42 TMM 1997:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.